Vikan


Vikan - 25.02.1988, Qupperneq 10

Vikan - 25.02.1988, Qupperneq 10
Þótt Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra hafi um stund tek- ist að kveða niður „global act- ion“ drauma Steingríms Her- mannssonar utanríkisráðherra með því að neita honum um tækifærið til að bera póstinn frá Gorbasjov inn á leiðtogafund NATO nú í byrjun næsta mánað- ar er ekki víst að það haldi lengi ef marka má frétt í Tímanum fyrir helgi um að Steingrímur sé tilbúinn til Moskvufarar sé þess 10 VIKAN óskað til að bjarga treflasamn- ingunum. í ffamhaldi af þessari yfirlýs- ingu Steingríms má búast við að grátkórinn í ullariðnaðinum, sem að mestu er byggður gena- tískum framsóknarmönnum, byrji að jarma hátt og lengi um hversu bráðnauðsynlegt það sé að Steingrímur fari austur í ein- um grænum til að semja um treflana og þar með hitta stórvin sinn Gorbasjov og greina síðan NATO-toppunum frá því hvað það var sem Sovétmenn voru að pæla í með hinu óvænta heim- boði til forseta íslands. Þorsteinn hefði mátt vita það að vonlaust var að ætla sér að stöðva þessa för Steingríms austur því Nostradamus hafði séð hana fyrir á sinni tíð eins og greinilega kemur ffarn í spá- dómum hans þar sem segir að ffelsarinn komi úr norðri og sameini austur og vestur. Eins og staða mála er í dag getur vart verið um annan en Steingrím að ræða sem þá yrði „statesman a internasjonal basis" eins og hann hefúr stefnt að er Ijóst var að ekki gæti hann orðið forseti landsins í bráð. Ljóst er að heimboð Sovét- manna til forsetans var með þeim hætti að þeir voru ekki að fiska eftir að fá huggulegar myndir af forsetanum og Gorba- sjov saman í viðhafnarstofu heldur vildu þeir, og vilja, fá Steingrím austur til að taka póst- inn til Brussel í byrjun næsta mánaðar og það er skondið að í allri umræðunni sem orðið hef- ur um þetta mál hefúr enginn velt því fyrir sér hvað sé að finna í þessum pósti. Öllu púðrinu í fjölmiðlum hefúr verið eytt í að greina ffá hver lak hverju, hver bókaði hvað og hver vissi af þeim bókunum, hvort það hafi bara ekki verið öfúnd af hálfú Þor- steins að leyfa Steingrími ekki að fara, að Steingrímur hafi hingað til leikið „landsföður í sumarfríi" og tími væri kominn að stöðva þann leik og þar fram eftir götunum. Sem sagt enginn hefúr komið auga á skóginn fyr- ir trjánum í þessu máli. Það má gefa sér að boðin sem Steingrími var, er, ætlað að flytja til Brussel snúist um afvopnun- armál og þá einkum fækkun skammdrægra kjarnorkuflauga í álfúnni, sennilega bjóðast Sovét- menn til að útrýma þeim alveg í hvelli og áður en samningar um fækkun hefðbundins vígbúnaðar hefjast enda myndi slíkt stór- bæta stöðu þeirra í álfúnni sök- um þess hve hefðbundinn her- afli þeirra er miklu umfangs- meiri en herafli NATO. Tilboðið sem slíkt myndi síð- an varpa Steingrími á forsíður allra heimsblaðanna og þar með hefði „global action“ draumur- inn rætst. Annað atriði í þessari um- ræðu hefur alveg farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum og það er nauðsyn þess að þurfa alltaf að senda ráðherra austur þegar Sovétmenn standa ekki við gerða rammasamninga. Ráð- herrar í líki farandsölumanna á þennan hátt eru einsdæmi í Evr- ópu. Þegar samningar um kaup og sölu á vörum hafa á annað borð verið gerðir er það lág- marks kurteisi að aðilar standi við þá samninga svo að ráðherr- ar hérlendis þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í ónauð- synlegar Moskvuferðir. Páfi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.