Vikan


Vikan - 25.02.1988, Síða 15

Vikan - 25.02.1988, Síða 15
Júlíus í gervinu fyrir auglýsinguna um Hi-C en þetta var eitt eftir- minnilegasta hlutverk hans enda varð hann að vera í gervinu 114 tíma samfellt. Á skrifstofu Polydor í Kaupmannahöfh eftir að Pelikan hafði undirritað samning við fyrirtækið. Júlíus er fyrir miðju en með honum eru Ólafur Sigurðsson og Ómar Óskarsson. eiginlega eins og snjóbolti sem rúllar niður brekku, Þursarnir fyrst og síðan Stuðmenn en það þekkja allir þá sögu,“ segir Júlli. Hann var með í gerð mynd- anna Með allt á hreinu og Hvítir mávar, fór með til Kína og var með á Atlavíkurhátíðunum, meðal annars þeirri sem Ringo Starr mætti á sællar minningar. Talið berst aðeins að Ringo en mjög vel fór á með þeim Júlla í Atlavík. „Hann er mjög rólegur náungi og blátt áffam. Drakk brennivín í kók og var síður en svo snobbaður. Einn úr hópnum hélt annað og þegar í ljós kom að kokkurinn sem við vorum með var aðeins með þriggja stjörnu koníak lét hann senda eftir fímm stjörnu flösku til Reykjavíkur. Um leið og hellt var úr henni í glasið hjá Ringo setti hann kók saman við. Sagð- ist ekki geta drukkið þetta öðru- vísi. Annað nokkuð fyndið atriði var er verið var að grilla humar á útigrilli, var Ringo spurður hvort hann vildi ekki fá slíkt en Ringo svaraði: Nei takk, ég borða ekkert sem skríður. Þann- ig að humarinn fór í börnin." Júlli hefúr annars mun meiri áhuga á að ræða um daginn í dag heldur en Þursaflokks/Stuð- mannatímabilið enda er búið að gera því góð skil á öðrum vett- vangi. Hann hefúr sem fyrr segir innréttað hljóðver í kjallaranum heima hjá sér að Skólastræti 1. Þar býr hann ásamt konu sinni, Vilhelmínu S. Kristinsdóttur, sonum sínum tveimur, þeim Ei- ríki Kristni, Agnari Má og föður sem er Agnar Guðmundsson kunnur hvalveiðiskipstjóri hér á árum áður. Júlli hefúr alltaf átt heima í þessu húsi, það er þegar hann hefur verið á landinu og vill hvergi annars staðar vera. „f mínum huga er allt fyrir ofan Snorrabrautina sveit, líka allt fyrir vestan Hringbrautina." Aðspurður um þetta hljóðver sitt segir hann að innréttingarn- ar hafi hann smíðað í febrúar og síðan var Þorri sendur út til að kaupa tækin í það. „Eg man að fyrsta verkefnið var að setja íslenskt tal inn á tvær Charles Brown myndir," segir Júlli. „Ég hef unnið fyrir Stöð 2 við hljóðsetningu teiknimynda og nú eru í gangi viðræður við Bergvík um að ég setji íslenskt tal inn á myndir þeirra svo sem Walt Disney myndir og fleiri. Júllí ér einkum þekktur fyrir skondnar sjónvarpsauglýsingar á síðustu árum þar sem hann hefúr skemmt landanum í ýms- um gervum. En hvernig ætli þessi Ieikur í auglýsingum hafi komið til. „Er verið var að gera myndina Hvítir mávar kynntist ég bæði Karli Óskarssyni og Ágústi Bald- urssyni og upp úr því biðja þeir mig að koma og fíflast í auglýs- ingum,“ segir Júlli. „Hver var fyrsta auglýsingin sem þú lékst í?“ „Það var um Þykkvabæjar- kartöflur. Ég var svolítið á báð- um áttum með þá auglýsingu því ég hélt að hún yrði einhvern veginn á þá leið að ég yrði sett- ur í skál af frönskum, kannski eins og frönsk kartafla og síðan kæmi kokteilsósa og læti en þeg- ar til kom var þetta ffemur rólegt, ég í kokkasvuntu og eðli- legur. Eftir þetta komu þessar auglýsingar ein af annarri." „Býrðu sjálfúr til hlutverkin eða ferðu alveg eftir hugmynd- um þess sem býr til auglýsing- una?“ „Þetta er svona beggja blands, sá sem gerir auglýsinguna er yfirleitt með fastmótaðar hug- myndir um hvernig hann vill haifa persónurnar í henni, en stundum verða þessar persónur til á staðnum. Þetta gengur svo hratt fyrir sig að maður byggir þetta upp meir á svipbrigðum en leik.“ „Hver er eftirminnilegasta auglýsingin sem þú hefúr komið í?“ >rÆtli það hafi ekki verið Hi-C þar sem ég lék gamlan karl og hún er eftirminnileg fyrir þá sök að ég þurfti að vera í gervinu í 14 tíma og var alveg að líða út af undir lokin. Þá taldi ég að þeir hefðu fengið mig í staðinn fyrir einhvern á réttum aldri því sá hefði verið kominn í gólfið á svona löngum tíma." „En hvað finnst þér vera best heppnaða auglýsingin?” „Ég veit það ekki. Hvað finnst þér? Ég get að sjálfsögðu ekki dæmt um það, aðrir verða að gert slíkt." Þjónustustúlkan kemur til að taka af borðinu og Júlli spyr hana hvort hægt sé að panta hjá henni irish coffee þótt nokkuð sé komið fram yfir Idukkan hálfþrjú. Hún lofar að athuga það. „Það má segja að maður setji hljóð við allt sem hreyfist en svo hefur maður það sem auka- vinnu að leika í sjónvarpsauglýs- ingum og það er nokkuð gaman.“ í stað þjónustustúlkunnar kem- ur ábúðarmikill þjónn að borð- inu hjá okkur. Skartar gleraug- um og vel snyrtu yfirvaraskeggi. Hann segir það af og frá að við getum fengið irish, eftirlitið hafi litið inn hjá þeim fyrr um daginn. „Nú, þá koma þeir örugglega ekki aftur," segir Júlli sem vill ekki gefa sig í þessu máli. „Það skiptir engu máli,“ segir sá ábúðarmikli. „Sko ef þeir koma þá notum við bara atriðið með fingurinn," segir Júlli og slær út hendinni. „Fingurinn?" ,Já, þú kemur með kalt irish handa okkur og ef eftirlitið kem- ur og er með röfl þá bara bend- um við þeim á að við höfúm pantað þetta fyrir hálfþrjú. Þeir dýfa þá fingrinum ofan í glasið og sjá að þetta er á hreinu hjá okkur." Sá ábúðarmikli hristir höfúðið og fer að ná í reikninginn. —FRI. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.