Vikan


Vikan - 25.02.1988, Síða 23

Vikan - 25.02.1988, Síða 23
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON urinn íyrir fjórum árum. En því er ekki að neita að þær fram- kvæmdir sem lagt hefur verið út í hérna kosta sitt og það er vissulega strembið að standa undir þeim. En ég hef verið heppinn í viðskiptum hingað til og ætla ekkert að breyta því núna. Ég er viss um að þessar fjárfestingar eigi eftir að skila sér. Með því að geta boðið upp ^ á meira er ég sannfærður um að viðskiptin aukast.“ stöðina og þegar maður hefur fólk sem maður treystir alger- lega þá leggst ábyrgðin ekki jafn þungt á mann. Ég get til dæmis tekið mér frí alveg rólegur vit- andi það að allt er í himnalagi. Það held ég að sé mikill munur. — í hverju eru svo breytingar á Skíðaskálanum fólgnar? „Fyrst var unnið að því að gera upp gamla skálann, en að- koman var vægast sagt hroðaleg þegar ég tók við honum. Fljót- lega settum við svo upp bar á loftinu og annan í kjallaranum. Svo var viðbyggingin ffaman á húsinu reist. Nú á síðasta sumri var svo opnaður 70 manna salur í nýrri viðbyggingu og nú er unnið í nýju álmunni með veislueldhúsinu. Undir þessum tveimur álmum er svo geysistór nýr kjallari þar sem verða frysti og kæligeymslur ásamt kjöt- vir.nslu, I kjallarann kemur líka nýr bar og lítill salur tengdur honum. Auk alls þessa erum við líka búin að byggja gufubað og heita potta hérna fýrir utan og það er tilvalið fýrir skíðafólk að enda ferðina á því að koma hingað í kaffl og gufú.“ — Hvað getur þú þá tekið við mörgum hingað í Skíðaskálann. „Við getum tekið við um það bil 200 manns í sæti í fimm söl- um og við leggjum mikið upp úr fjölbreyttum mat á fjölbreyttu verði. Á daginn leggjum við áherslu á ódýra smárétti, en á kvöldin á fínni mat. Ég tel okkur hafa nokkra sérstöðu gagnvart veitingastöðunum í borginni og það er mikill sjarmi yfir þessum stað. Fólki líður vel hérna yfir góðum mat og vínglasi, enda er mikið sama fólkið sem kemur hingað aftur og aftur, Með hótel í maganum - Ætlarðu að láta hér staðar numið, eða er eitthvað fleira í bígerð? Sef eins og barn — Sefurðu á næturnar fyrir áhyggjum? ,Já, eins og barn, og hef engar áhyggjur að. Konan stendur að sjálfsögðu með mér í öllu þessu brasi og hennar stuðningur er ómissandi. Svo hef ég verið ein- staklega heppinn með starfsfólk. Flest allt fólkið hefúr unnið með mér árum saman. Sumir allt ffá því ég byrjaði með Veislumið- Þegar Vikumenn bar að var verið að vinna í kjallaranum á fúllu. Frá vinstri eru: Sveinn, Ólafúr, Pálmi og Skúli. Þessir garpar voru að fjarlægja sand úr horninu á bak við þá, en þar átti að vera kominn bar rúm- um tveimur vikum síðar. Ótrúlegt en satt. Hér sýna þau Rannveig Hreins- dóttir, matreiðslunemi og Björgvin Gíslason yflrþjónn glæsilegan sjávarréttabakka og tilheyrandi drykkjarföng. „Ég geng með hótelrekstur í maganum. Ég held að þessi stað- ur hafi upp á margt skemmtilegt að bjóða sem gististaður og það er búið að teikna upp fýrir mig 36 herbergja hótelbyggingu hérna og aldrei að vita nema ráðist verði í hana á næstu árum.“ Þegar hér var komið fór Jónas Karl í sýningarferð með okkur um húsið og eftir hana þökkuð- um við góðar veitingar og drif- um okkur í bæinn, sammála um að ekki liði á löngu áður en kon- unum yrði boðið út að borða og huggulegu kvöldi eytt í Skíða- skálanum í Hveradölum. AE. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.