Vikan


Vikan - 25.02.1988, Síða 27

Vikan - 25.02.1988, Síða 27
Kirsten Schack Bothmann 17 ára og Connle Gripping 19 ára, heimshornaflakkarar frájótlandi. „ísland er miklu betra en fsra- el,“ segir Connie. Kirsten dvaldist allt síðastliðið ár í Afrfloi. Hún vonast til að geta eignast einhverja peninga hér á landi, en segist nú þurfa að fá sér einhverja aukavinnu, ef sá draumur á að verða að veruleika. hvað íslendingar eru óskaplega lokaðir og erfltt að nálgast þá að öllu jalha. Þeir eru hins vegar íjörugasta fólk í heimi, undir áhriíúm áfengis. Þess vegna er mest gam- an hjá okkur eftir vinnu á kvöld- in þegar við heimsækjum veit- ingastaðina í miðbænum og lendum á kjaftatörn við fólk. Uppáhaldsstaðurinn minn er Fógetinn. Annars langar mig að ferðast um ísland og reyni því að safna svolitlum peningum saman til þess, þótt það sé ekki auðvelt," segir Charlotte. Stalla hennar Kirsten Peter- sen 21 árs frá bænum Röddig á Jótalandi kom til landsins í ann- að sinn í vetur. „Mér líkar mjög vel á íslandi," segir hún. „Ég var hér líka í fyrra íu nokkra mánuði og líkaði mjög vel. Ég ákvað því að koma aftur þegar ég var kom- in heim til Danmerkur, þar sem mér fannst allt ómögulegt heima. Ég ákvað fyrst að fara til íslands eftir að ég hafði kynnst stelpu í Danmörku sem var hér á Hrafnistu einu sinni og hún lét svo vel að því, að ég sótti um vinnu um leið og ég sá auglýs- ingu í Jyllandsposten. Frá suðrænu sumri í íslenskan vetur Tvær dönsku stúlknanna sem starfa á Hrafnistu hafa þrátt fyrir ungan aldur, upplifað meiri veðrabrigði og þjóðfélagslegar andstæður en flest það fólk sem eldra er. Þær segjast vera ævin- týraþyrstar flökkukindur, sem vilja kynnast heiminum og því séu þær komnar til íslands. Þær hittust í fýrsta sinn á Hrafnistu í síðustu viku, um það leyti sem Vikan tók þær tali. Connie Gripping, snotur 19 ára stúlka firá bænum Vojens á Suður-Jótlandi sá líka auglýs- ingu í Jyllandsposten um störf á elliheimili á íslandi. „Ég sló til um leið og ég sá auglýsinguna. Ég kom til landsins um miðjan febrúar, en var þá nýkomin heim til Danmerkur frá því að vinna í þrjá mánuði á samyrkju- búi í ísrael. Það var óskapleg þrælavinna á samyrkjubúinu og mikill drykkjuskapur. ísraels- menn drekka sterkt áfengi eins og við hin drekkum vatn. Þeir drekka til að sefa taugaálagið vegna ástandsins í landinu. Dauðinn er alltaf á næsta leiti. Miðað við ísrael, er ísland Linda Nielsen 21 árs frá Frederikshavn á Jótlandi, vinnur I eld- húsi Hrafnistu. „Ég sá auglýsingu í Jyllandsposten og kom hing- að 1. október í fyrra, en mér líkar ekki hér. Mér finnst leiðinlegt og hlakka til að fara heim um mánaðamótin. Mér flnnst íslend- ingar frekar leiðinlegir,“ segir Linda. hreinasta paradís, þótt það sé kalt hér núna. Ég kvarta sko ekk- ert yfir laununum þótt þau séu lág. í ísrael fengum við bara ca 1500 íslenskar krónur á mánuði á samyrkjubúinu í vasapening, en engin laun. Þeir misnota stórlega útlenda krakka sem koma til að vinna þarna,“ segir heimshornaflakkarinn Connie Gripping. Kirsten Schack Bothmann er yngst dönsku stúlknanna á Hrafnistu. Hún er aðeins 17 ára, en þó hefúr hún farið víða um heiminn. „Ég var allt síðastliði ár í Kenía í Afríku. Ég fór þangað sem skiptinemi á vegum AFS og gekk í fátæklegan almennings- skóla þar og bjó við frekar fá- tækleg kjör hjá venjulegu al- múgafólki, að eigin vali þó. Ég kaus sjálf að deila kjörum með venjulegu almúgafólki í Kenía í stað þess að gerast skiptinemi við einhvern fínan skóla og búa hjá ríku fiólki. Ég tel líka að að ég hafi lært mjög mikið á þessu, reyndar ekki í skólanum þar sem hann var nú ekkert til að státa af, heldur lærði ég meira um mannlífið í Afríku. Eg kom hingað til íslands í janúar og ætla að vera í nokkra mánuði. Ég var nú reyndar að vonast til að geta þénað einhverja peninga, svo ég verð kannski að leita mér að aukavinnu. Annars kann ég ágætlega við mig þótt launin séu lág,“ segir Kirsten. -MG VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.