Vikan - 25.02.1988, Page 30
Símon tók þátt í mörgum barþjónakeppnum innanlands og utan.
Myndin er tekin í kokteilkeppni á Mallorka 1967.
fundum. — Svo þið urðuð að
hætta þessu eða hvað?
— Já, já, það er kannski svolít-
ið sannleikskorn í þessu. Það var
þannig að ég hafði gott samstarf
við kollega mína erlendis og
þeir sendu mér oft kort,
skemmtilegar nýárskveðjur. Svo
mér datt í hug að gera slíkt hið
sama. Ég fékk Halldór Péturs-
son, þann frábæra listamann til
að teikna mig og mína starfsfé-
laga sem voru með mér á
barnum. Við sendum þetta út og
það sem eftir var sendum við
vinum okkar og viðskiptavinum.
En þetta varð vinsælt og við
fórum að senda fleirum og fleir-
um, bæði fýrirtækjum og öðrum
viðskiptavinum. Það voru marg-
ir sem hreinlega báðu um þessi
kort. En svo kom þessi kjafta-
saga og ég veit ekki hvort hún
er alveg sönn. En brandarinn er
góður.
Við gerðum þetta í 10 ár í röð
en svo var þetta hreinlega orðið
okkur ofviða og of fjárfrekt svo
við urðum bara að hætta þessu.
Nú eru þessi kort orðnir safn-
gripir sem ég meira að segja á
ekld sjálfur.
Góð Þorraátvögl
fengu verðlaun
— Þegar ég er að ræða við þig
um starfið í Nausti þá kemur
Þorramaturinn og Þorrablót
upp í hugann. Naustið er algjör
brautryðjandi með Þorramat er
það ekki?
— Jú, jú, það var Halldór
Gröndal sem eiginlega fann
þetta upp. Það var deyfðartími,
held ég, eitt árið og hann bara
hreinlega fann þetta upp. Mig
minnir að hann hafl sagt að
hann hafi dreymt um þetta. En
hann dreif þetta af stað og fékk
meira að segja Kristján Eldjárn
forseta, sem þá var forstöðu-
maður Þjóðminjasafnsins til liðs
við sig. En hugmyndin er frá
Halldóri.
- En hvernig var það með
Þorramatinn, fengu góð átvögl
verðlaun?
- Já, það var þannig að ef
menn kláruðu úr torgi, ég man
bara ekki hvort það var eitt eða
tvö kíló, þá áttu þeir að fá
vinning. Það voru nokkrir sem
fengu vinning. En svo skrifaði
Hannes á horninu í Alþýðublað-
ið um þetta og fannst þetta
óþjóðleg íþrótt og var mikið á
móti þessu. Ég held bara að upp
úr þessu hafi þetta verið tekið
af.
En það voru margir sem
reyndu þetta, bæði fílsterkir
karlmenn og jafnvel konur. Ég
30 VIKAN
man einu sinni eftir miðaldra
konu sem kom og spurði hvort
hún fengi ekki verðlaun ef hún
borðaði úr trogi og gæti klárað
það. Jú, það var hægt og hún
spurði hver verðlaunin væru.
Það var ein brennivínsflaska.
Henni var sagt hvað hún kostaði
í Ríkinu. En hún vildi vita hvað
hún kostaði í Naustinu og henni
var sagt það. Þá sagðist hún ætla
að prófa en var nokkuð lengi að
borða þetta allt saman. Þegar
kom að síðustu bitunum gat
hún ekki einu sinni setið heldur
stóð við þetta og þegar síðasti
bitinn rann niður þá hljóp hún
niður og hefúr líklega misst allt
út úr sér. En svo kom hún upp
og vildi fá sín verðlaun. Það átti
að pakka brennivínsflöskunni
inn fyrir hana, en þá sagði hún:
nei, ég vil fá andvirði flöskunn-
ar. Þá var henni sagt hvað flask-
an kostaði í Ríkinu en þá sagði
hún aftur nei. Hún vildi fá and-
virðið eins og það kostaði í
Nausti. Og svo útskýrði konan
að hún hefði lagt þetta á sig til
að ganga frá víxli eða einhverri
afborgun sem hún þurfti að
borga daginn eftir. Þegar konan
hafði rakið raunir sínar og eftir
nokkrar vangaveltur þá ákvað
Halldór að borga henni þetta og
þar með kvaddi blessuð konan.
— Mannstu eftir fleiru svip-
uðu?
— Nei, ég man ekki eftir fleiru
í augnablikinu sem ég vil muna.
Ég man þó eftir skemmtilegum
vörubílstjóra sem kom árlega og
bað alltaf um desert á eftir
Þorramatnum. Hann fór létt
með það.
Fólk sem ekki
smakkar vín á samt
erindi við okkur
— Fyrst þú varst framleiðslu-
maður og barþjónn á sama stað
í 31 ár þá hlýtur þér að hafa lík-
að starfið?
- Já, ég var sáttur við þetta
starf og var stoltur af því vildi
verða betri en ég var. En svo
fékk ég áfall og varð að hætta.
Þetta var krefjandi starf og er
meira en það sýnist. Já, krefjandi
og taugastrekkjandi starf. Ég
fann það eiginlega best eftir að
ég var hættur. Það þarf mikla
þolinmæði og mikla lagni.
- Ekki varst þú hugmynda-
smiður að „Asnanum"?
— Nei, hann hét Theódór
heitinn Ólafsson höfúndur hans.
En það eru til mjög svipaðir am-
erískir drykkir. „Asninn“ hefur
alltaf verið afskaplega vinsæll
drykkur. En menn verða að
passa sig á honums vo þeir verði
ekki að ösnum sjálflr.
— Ég minnist þess að þú tókst
þátt í mörgum barþjónakeppn-
um og þér gekk oftast vel?
- Já, ég tók þátt í mörgum
keppnum. Ég vil geta þess að ég
er einn af stofnendum Barþjóna-
klúbbs íslands og nú er ég orð-
inn heiðursfélagi þar. Keppnir
voru árlegar og ég stóð mig oft
bærilega. Svo kepptum við víða
erlendis. íslensldr barþjónar
hafa staðið sig mjög vel á er-
lendum vettvangi. Ég hef þá
skoðun að með tilkomu Bar-
þjónaklúbbsins þá hafl öll vín-
menning lagast til mikilla muna,
ef hægt er að tala um menningu
í því sambandi. En ég held bara
að menn fari mikið betur með
vín en áður almennt séð. Ég vil
líka nefna það að það er regin
misskilningur að fólk sem ekki
smakkar vín eigi ekki erindi við
okkur. Það er nefnilega svo að
barþjónninn hefúr marga mjög
góða óáfenga drykki. Margir vita
ekki um þetta. En ég legg
áherslu á að allir góðir barþjón-
ar geta blandað mjög ljúffenga
óáfenga drykki.
— Nú ertu ekki lengur á
Nausti en starfar í Alþingishús-
inu?
- Já, ég varð fyrir áfalli, fékk
eiginlega tvöfalt heilablóðfall og
niissti málið og ég varð að læra
að ganga upp á nýtt og tala upp
á nýtt. Mér hefúr eiginlega ekki
tekist að ná röddinni upp aftur,
en ég var svo lánsamur að fá
starf á Alþingi og er þar við
gæslu og vinn við skráningar.
Þegar ég sá að ég gat ekki
unnið lengur við barþjónastarf-
ið, þá losaði ég mig við allt sem
minnti á starflð. Ég átti til dæmis
mikið safn af bókum um kokt-
eila, vín og barþjónastarfið, lík-
lega mesta safh hérlendis í
einkaeign. Sonur minn fékk
þetta safn en hann er lærðður
ffamreiðslumaður. Já, það hefur
margt breyst. Það er búið að
breyta til á Naustinu og nú hef-
ur Baðstofan þar sem ég vann
sem lengst á barnum verið skírð
og heitir Símonarsalur.
Bjór fyrir alla
eða engan
Annars vil ég bara segja það
að ég held ég hafi verið gæfu-
samur. Úr starfinu á ég góðar
minningar og ég kynntist geysi-
lega mörgum. Það er sagt að ein
kynslóð sé 20 ár og þá er ég bú-
inn að vera í þessu tvær kyn-
slóðir. Það er til dæmis sagt um
bjórinn að það taki eina kynslóð
eða um 20 ár að aðlagast bjórn-
um þannig að fullnaðarreynsla
komist á.
- Þú hefúr verið í svo náinni
snertingu við vínneyslu. Held-
urðu að ef bjórinn verður leyfð-
ur þá muni ástandið versna eða
batna?
— Sjálfúm þykir mér bjór
góður og held hann ætti að vera
til í Iandinu. Ég vil ekki að menn
þurfi einhverjar gráður til að fá
bjór, eða einhvern titil eins og
að vera flugmaður, sjómaður,
sendiráðsmaður eða annað í
þeim dúr. Allir menn eiga að
vera jafnir annaðhvort á enginn
bjór að vera í landinu, eða bjór
fyrir alla. Sjálfúr hef ég aldrei
verið neinn drykkjumaður en
þykir gott að fá mér bjór þegar
ég er erlendis.
- Þú nefndir áðan að
drykkjusiðir hafi almennt lagast.
Heldurðu þá ekki að bjórinn
muni spilla ástandinu?
- Nei, ég held að bjórinn
geri það ekki. Það á að gera
meira af því að kynna létt vín og
bjór. Það þarf að setja létta vínið
í öndvegi. Kanadamenn hafa
bjór en það er ekki hægt að
kaupa hann nema í sérstökum
verslunum. Þar er seldur bjór
og einnig gosdrykkir og tóm
gler eru keypt til baka. Þarna er
ekki hægt að kaupa bjór í mat-
vöruverslunum og ég held að
þetta yrði rétta leiðin hér.
— Það er ástæða til að þakka
þeim kunna barþjóni Símoni í
Nausti fýrir að taka þátt í að rifja
upp og líta yfir farinn veg.