Vikan


Vikan - 25.02.1988, Qupperneq 34

Vikan - 25.02.1988, Qupperneq 34
um nóttina og hafði ekki orðið vart við neinn hávaða. Það var engin ástæða til að gruna það. Yflrleitt fannst engin orsök til morðsins. Það var hvorki framið í hefndar- skyni né til þess að stela. Lögreglan botnaði ekkert í hver tilgangur glæpamannsins mundi hafa verið. Engurn dettur í hug að brjótast inn í svefnherbergi og drepa gaml- an ffiðsaman mann með exi alveg að ástæðulausu. Málið var látið niður falla eftir þrjá eða fjóra mánuði og lyklarnir að húsinu og skjöl hins látna voru afhent málafærslumanninum sem hafði umboð fyrir bróður hans í Kan- ada, en hann var eini erfmginn. Vinnufólkið var látið vera kyrrt fyrst um sinn. James Sheffield hafði skrifað málafærslumanninum að hann yrði kyrr í Kanada þangað til hann væri búinn að selja búgarðinn sinn og að allt skyldi vera eins og það hefði verið. Þannig stóðu sakir þegar frú Hanscom kom þjótandi inn í stofú vinnufólksins náföl og skjálfandi. Hún hneig niður á stól og sagðist hafa séð voðalega sjón — voðalega! - Þér eruð líklega farnar að sjá sýnir, sagði bílstjórinn og heilti víni í glas fyrir hana. — En nú skuluð þér drekka þetta og reyna að jafna yður. Frú I lanscom drakk úr glasinu og er hún tók að roðna í framan skýrði hún frá hvað fýrir hana hafði borið. — Ég fór snöggvast inn í vinnustofu hús- bóndans, sagði hún. — Og sem ég er lifandi manneskja sat húsbóndinn sjálfúr við skrif- borðið. Hann sat þarna eins og hann* var vanur að sitja, í morgunsloppnum sínum og var að lesa í bók. Hann leit ekki einu sinni upp þegar ég kom inn - og þó að ég æpti upp yfir mig leit hann ekki upp úr bókinni. Hann var fölur eins og meðan hann lifði. — Þvaður er þetta, sagði Hicks. - Maður- inn getur ekki setið við skrifborðið þegar hann Iiggur í gröftnni. — Hann hefúr ekki frið í gröfmni, vesal- ings maðurinn, sagði frú Hanscom kjökr- andi. - Hann var myrtur og hann verður ekki rólegur fyrr en það kemst upp hver hefúr myrt hann. Hann leit ekki á mig svo að hann veit að ég er ekki sökudólgurinn. Mér vill hann ekkert illt en drottinn mis- kunni þeim seka! Ég sá hann greinilega — ég gleymi þessu aldrei! Hicks og Thomson horfðu hvor á annan og hristu höfúðið. Það var enginn efi á því að ráðskonan var ekki með öllum mjalla. Þegar einhver er dauður er hann dauður, allt annað var tóm ímyndun í kerlingunni. En til að róa hana fóru þeir báðir upp í vinnustofuna. Hún var auð og dimmt þar inni. — Þar var enginn maður, sagði Hicks þeg- ar þeir komu aftur niður. — Ef það hefúr ver- ið draugur er hann farinn leiðar sinnar aftur. Nei, þér hljótið að vera frá yður, frú Hanscom, sér er nú hver hjátrúin. Þeir sem dánir eru ganga ekki aftur. Frú Hanscom svaraði ekki. Augun í henni voru starandi af hræðslu. Hún benti upp í loftið og þau heyrðu greinilega að gengið var um. Stofa vinnufólksins var í kjallaran- um en Sheffteld hafði sína íbúð beint þar fyrir ofan. Hurð var skellt — og aftur dauða- þögn. 34 VIKAN - Hvað í ósköpunum var þetta? spurði Hicks. — Frú Hanscom er að gera okkur vitlausa, sagði Thomson. — Einhver glugginn stendur líklega opinn og trekkurinn hefúr skellt hurðinni aftur. — En fótatakið? sagði Hicks. — Það hefúr brakað í gólffjölunum, sagði bílstjórinn, - það er svo algengt í gómlum húsum. — Nei, það er hann, æpti frú Hanscom. — Ég sá hann með mínum eigin augum! Ég veit vel hvernig á þessu stendur. Hann veit að eitthvert okkar hefur drepið hann og hann ætlar að hefna sín. En það er áreiðan- legt að ég er saklaus og ég gæti horfst í augu við húsbónda minn dáinn. - Þvaður, sagði bílstjórinn og Hicks studdi einum fmgrinum á ennið til að vekja athygli á því að nú væri frú Hanscom ekki með öllum mjalla. En þeim leið öllum illa. Uppi í húsinu heyrðist enginn hávaði og þegar þau ætluðu að taka á sig náðir var orð- ið áliðið. Þetta var allt þvaður og hjátrú en samt sem áður var það svo að enginn þorði upp stigann. Daginn eftir stríddu allir ráðskonunni. Meðan dagsbirtan var trúði enginn á nokk- uð yflrnáttúrlegt og frú Hanscom var meira að segja farin að halda að ímyndun sín hefði hlaupið með sig í gönur. Nokkrir dagar liðu án þess að nokkuð sérstakt bæri til tíð- inda. Þá sá Thomson bílstjóri afturgönguna. Það var myrkt af nóttu í grenjandi rign- ingu. Thomson hafði verið úti og kom seint heim. Hann barðist á móti storminum niður garðstíginn. Klukkan var langt gengin eitt. Hann heyrði kött mjálma vesældarlega uppi á þakinu. Thomson varð dálítið órótt og fór að hugsa um það sem borðið hafði fyrir frú Hanscom. Það var auðvitað vitleysa sem þó var hægt að trúa á svona kvöldi. Hann gekk í gegnum garðinn til þess að komast að eldhúsdyrunum en að þeim hafði hann lykil. Eftir gangstéttinni sem lá að aðal- dyrum hússins gekk dökk mjóstrokin vera hægt á móti honum. Thomson stansaði og glápti á hana. Þetta var líkt... þetta var... Hann ætlaði að æpa en kom engu liljóði upp. Veran færðist nær og staðnæmdist andar- tak fýrir framan hann. Aðeins andartak — síð- an hélt hún áfram. En Thomson h;ifði séð framan í hann og þaut að eldhúsdyrunum. Skjálfandi stakk hann lyklinum í skrána. Hann þekkti andlitið. Þetta var Sheffield og enginn annar en Sheffield. Bílstjóranum kom ekki dúr á auga þessa nótt. Morguninn eftir sagði hann frá því hvað fyrir sig hafði borið. — Það var áreiðanlega hann. Hann gekk meira að segja fast að mér. Hann horfði spyrjandi á mig sem snöggvast. Síðan gekk hann áfram. Það var alveg eins og hann væri að spyrja: Varst það þú sem drapst mig? En þegar hann sá að það var ekki ég og að ég hafði hreina samvisku hélt hann leiðar sinn- ar án þess að gera mér nokkuð. — Segið þér mér, Tliomson, hvað þér drukkuð mikið í gærkvöldi? spurði Hicks. — Verið þér ekki með neitt þvaður, sagði bílstjórinn. — Ég verð að treysta mínum eig- in augum. Frú Hanscom heftir séð hann, ég hef séð hann og við erum varla bæði vitlaus. Ég sá hann eins greinilega og ég sé yður núna. Hann var dálítið grennri og augun lágu lengra inni í höfðinu en áður. Annars var þetta hann. Yfir þessu heimili grúfði þung og skugga- leg alvara. Á daginn gekk allt sinn vanagang en á kvöldin hnipraði vinnufólkið sig saman í stofunni. Það heyrði nokkrum sinnum gengið um uppi en ekkert þeirra minntist nokkru sinni á að fara upp og gá hvað um væri að vera. Frú Hanscom hafði talað við málafærslumanninn og sagt upp stöðu sinni frá fyrsta næsta mánaðar. Thomson ætlaði líka að leita sér atvinnu annars staðar... Nú voru liðin þrjú kvöld án þess að nokk- uð hefði borið við. Það var kominn hátta- tími. Frú Hanscom var að lesa í blaði og bíl- stjórinn og þjónninn að tefla. Það var dauðakyrrð í húsinu en dálítill andvari úti í garðinum. — Já, því ekki það? sagði Thomson þegar þeir höfðu lokið við taflið. — Maður verður aumingi af þessu iðjuleysi. Mig er farið að langa til að aka bíl. — Uss! Er ekki einhver þarna? spurði frú Hanscom og lagði við hlustirnar. — Það er mús að naga, sagði Thomson en frú Hanscom fór allt í einu að stynja. Hún starði á dyrnar sem opnuðust hægt og hljóðalaust. Þau störðu öll á þær utan við sig af hræðslu. - Það er hann, hvíslaði Thomson. Guð hjálpi okkur! Hvað er hann að gera hingað? Loksins opnuðust dyrnar upp á gátt og úti í rökkrinu stóð vera. Hún gekk hægt inn í stofuna, staðnæmdist fyrir innan þröskuld- inn og horfði á þau til skiptis. Þetta var sá dauði. Hann var í gamla morgunsloppnum sínum, náfölur að vanda. Frú Hanscom tautaði faðirvorið í hálfum hljóðum. Veran ferðist smátt og smátt nær. Allt í einu fleygði Hicks sér á hné og fórnaði höndum. Hann var afskræmdur af hræðslu og það var eins og augun í honum ætluðu að springa. — Náðið mig, æpti hann upp yfir sig. — Það var ég sem gerði það. Ég drap yður og stal peningunum. Verið miskunnsamur og náðið mig og ég meðgeng þetta fýrir öllum heiminum. Veran sem þau héldu að væri herra Hugh Sheffield snéri sér að ráðskonunni og bíl- stjóranum og sagði alvarlega: — Þið eruð vitni að játningu hans. Það var þessi þorpari sem myrti bróður minn. Sömu nótt skýrði James Sheffield Iögregl- unni frá atburðinum. — Undir eins og ég kom hingað kynnti ég mér gang málsins, sagði hann. — Ég var jafn undrandi og þið að morðið skyldi ekki vera framið í vissum tilgangi. En ég vissi dálítið meira um bróður minn en þið. Hann var fjárhættuspilari þó að hann spilaði aldrei hærra en fjárhagsástæðurnar leyfðu. — Það vissum við ekki, sagði rannsóknar- lögreglustjórinn. — Nei, ég viðurkenni að hann gaf upp rangt nafn í spilafélaginu. Hann var kirkju- rækinn og trúaður og hefúr sennilega ekk- ert kært sig um að trúbræður sínir eða aðrir vissu um þetta saklausa afbrot sitt. Þess vegna datt mér í hug að daginn sem

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.