Vikan


Vikan - 25.02.1988, Page 36

Vikan - 25.02.1988, Page 36
fil ab Irta sem besl úl. Nú hugsar hún ekkert umúriHið og fómar öllu hl að bjarga dýrunum. Tuttugu og fimm ár hafa liðið á milli þess sem þessar myndir voru teknar af kyntákninu Brig- itte Bardot. Það er líka nýtt lífs- viðhorf milli þessara tveggja mynda. Áður eyddi hún stórum fjárfúlgum í fegurðina. Ekkert var of gott eða of dýrt til þess að hún gæti haldið æskublómanum og kynæsandi útliti. Nú á hún ekki næga peninga til að fara í andlitslyftingu og myndi þar að auki ekki einu sinni láta sig dreyma um að eyða þeim í slíkan hégóma. Hún er nú 52 ára og fórnar öllu fyrir dýrin og er orðin útslitin og hrukkótt fyrrum fegurðardís. Það er hægt að hjálpa mörg- um dýrum fyrir þá peninga sem 36 VIKAN það kostar að fara í fegrunarað- gerð og Brigitte sem nú helgar líf sitt dýrunum, hefur selt næst- um allt sem hún á oglifir eins spart og hægt er. Þetta hófet allt þegar hún byrjaði að berjast fyrir Iífi sel- kópa. Síðan fór hún að berjast fyrir fíla og hvali. Og nú eru það hundar og kettir. Hún segir að það hafi fært sér meiri gleði að hafa orðið til þess að útvega 500 heimilislausum hundum húsa- skjól heldur en hafa fengið stórt hlutverk í kvikmynd. Hlutverkið sem Brigitte Bar- dot leikur nú er hlutverk lífs hennar. Gríman hefur verð fjar- lægð og nú er hún hún sjálf: Vin- ur málleysingjanna. Brigltte Bardot leikkona 1962. Brigitte Bardot dýravinur 1987

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.