Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 38
Enskur flækjufótur
Jonathan Speelman er annar
tveggja Englendinga sem kom-
ust áíram í átta manna úrslit
heimsmeistarakeppninnar í
skák. Hinn heitir Nigel Short og
er íslendingum að góðu kunnur
frá sigrinum á alþjóðamótinu í
Reykjavík í fyrra. Short er hæfl-
leikaríkur skákmaður með heil-
brigðan en þó beittan skákstíl —
ekki ósvipað Jóhanni okkar
Hjartarsvtji. Taflmennska Speel-
mans *if öðrum toga, þótt
hæfileikar hans séu e.t.v. ekki
síðri. Hann fótar sig best þar
sem svellið er mest.
Speelman vakti athygli í St.
John fyrir að lenda í árekstri við
voldug pálmatré, þar sem hann
Jón L.
Árnascn
SKÁK
spígsporaði um sviðið rnilli
leikja. Hann er afar nærsýnn,
teflir næstum því „með neflnu"
er hann grúfir sig yfir borðið.
Einnig hefur hann átt í vandræð-
um með magann á sér og nú er
svo komið að hann leggur sér
ekkert til munns nema græn-
meti og ávexti en hafði áður
sérstakt dálæti á sterkkrydduð-
um indverskum mat. Hann er
stærðffæðingur að mennt og að
eðlisfari. Hefúr afar næmt auga
fyrir því að finna uppá fúrðuleg-
um formúlum, auk þess sem
hann er sérstakur snillingur í
hugarreikningi.
Eins og gefur að skilja er
Speelman einkar skemmtilegur
maður í viðkynningu og tafl-
mennska hans ber vitaskuld
keim af óvenjulegri hugmynda-
augði. Hér er gott dæmi um
þetta frá skákmótinu í Hastings
um áramótin (Speelman varð í
2. sæti en Short varð efstur).
Andstæðingur hans er sovéski
stórmeistarinn Lev Psakhis.
Speelman hefúr svart og á að
leika sinn 21. leik er við grípum
inn í skákina:
abcdefgh
Hvítur hefúr biskupaparið
sem stundum er talið sterkt, en
takið eftir riddurum Speelmans
í framhaldi skákarinnar: 21. —
Ra2!? Það þarf talsvert áræði til
að leika svona leik og jafnframt
rnikla útreikninga til að sjá að
riddarinn lokist ekki inni. 22.
Hc4 Rd4 23. b3 Aðalhugmynd
Speelmans er 23. Hal Rb3! 24.
Hxa2 Hdl 25. Hc2 (hótunin var
25. - Rd2+) Hbl 26. Be4!
Hddl 27. Kg2 Hxel 28. Hc3
Hgl + 29. Kh3 a4! 30. Bxbl
Hxbl og við sjáurn að hrókur
hvíts á a2 er lokaður inni í búri!
23. - Rb5 24. Hb2 Rac3 25. a4
Rdl 26. Hbl Ra3 27. Hccl
Rxbl 28. Hxbl.
Riddarar Speelmans hafa gert
mikinn usla í herbúðum hvíts
og svartur hefur unnið skipta-
mun. Riddarinn er sloppinn frá
a2 en nú er hann hins vegar lok-
aður inni á dl. Hvítur hótar að
koma biskupi sínum til d3 með
alvarlegum afleiðingum. 28. —
f5 29. Bb7 g5! 30. Ba6 f4 31.
Bd3 Hxd3 32. exd3 Hxd3 33.
Ke2 Hd5. Nú kemur í ljós að
34. Hxdl strandar á 34. — f3+!
og hrókurinn fellur! Svartur á
peði yfir og mun betri stöðu.
34. gxf4 grf4 35. Hcl Rb2 36.
Bc3 Rd3 37. Hgl Rb4 38.
Hg7+? Kf8 39. Bb2. Psakhis
sér í tæka tíð að 39. Hxh7
strandar á 39 - f3+ og mát eða
biskupstap blasir við. En nú er
taflið gjörtapað. 39. — Hd3 og
hvítur gafst upp.
Snilldarvörn sænskra
Nýlokið er bridgshátíð Flug-
leiða sem er orðinn árlegur við-
burður hér á landi. Að þessu
sinni tóku aðeins sex erlend pör
þátt í keppninni á móti 27 í
fyrra. Bót er þó í máli að þessi
sex pör eru öll af hæsta gæða-
flokki. f fyrra voru mörg er-
ísak Örn
Sigurðsson
BRIDGE
t
lendu paranna beinlínis léleg en
útilokuðu mörg góð íslensk pör
frá keppni. Pannig séð er betra
að fækka erlendu pörunum
eitthvað þó talan sex sé í lægra
lagi.
Á þessu eins og því síðasta
vann erlent par tvímennings-
keppnina. Sænsku spilararnir
Tommy Gullberg og Per Olov
Sunderlin voru efstir með 307
stig þar næst kom íslandsvinur-
inn Alan Sontag sem spilaði með
Markland Molson með 289. í
þriðja sæti voru síðan Hjalti
Elíasson — Jón Ásbjörnsson og í
fjórða Guðlaugur R. Jóhannsson
og Örn Arnþórsson.
Spil dagsins kom fyrir í lok
keppninnar og sýnir hversu
margbreytilegur bridge getur
verið.
DG4
D432
KDT964
A962
AG7
K
AG832
K53
DT9652
G5
75
T87
K843
AT9876
Á einu borði gengu sagnir
þannig að suður opnaði á hindr-
unarsögninni þremur tíglum
sem vestur doblaði. Norður
sttikk í 5 tígla og austur sagði 5
hjörtu. Það var passað til
norðurs sem sagði eftir nokkra
umhugsun 6 tígla. Doblað gerði
það 300 til austur vesturs, tveir
slagir á spaða og tígulkóng. Á
öðru borði komust austur-vest-
ur í 4 hjörtu eftir að norður
hafði meldað lauf. í vörninni
voru Sviarnir Gullberg og Sund-
elin sem hófú vörnina með
tígulás og litlu hjarta. Austur
yfirtók sjöu vesturs með níu,
spilaði tígli og trompaði með ás.
Næst kom tromp gosi sem suð-
ur dúkkaði. I.ítill spaði sem
norður setti gosann á og austur
kóng. Næst kom lítill spaði, tían
frá suðri sem austur dúkkaði í
von um að suður ætti drottn-
ingu. Norður setti að sjálfsögðu
drottninguna og spilaði lauf
kóng. Suður henti spaða og nú
var sagnhafa ómögulegt annað
en að gefa tvo á tromp, einn
niður. Glæsivörn hjá góðum
spilurum.
38 VIKAN