Vikan - 25.02.1988, Page 45
Bresk könnun:
Víta-
w
eflir
gófna-
farið
Þótt börn á skólaaldri taki
vítamín gengur þeim ekki betur
að læra. En þau verða gáfaðri.
Það er hópur breskra vísinda-
manna sem hefur komist að of-
angreindri niðurstöðu eftir að
hafa rannsakað 90 skólabörn í
átta mánuði. Börnin voru tólf og
þrettán ára.
Þreyta, svefnleysi og slæm
eftirtekt í skólanum getur stafað
af því að börnin borði vondan
mat. Þau skortir þá gjarnan járn,
kalk, zink og B-vítamín. Þessar
niðurstöður voru um daginn
birtar í The Lancet, tímariti
bresku læknasamtakanna.
Tíunda hvert barn í hópnum
sem fylgst var með fékk langt frá
því nægilegt vítamínmagn.
Stúlkurnar í hópnum fengu ekki
nema 4,12 mg af járni daglega
en talið er æskilegt að þær fái 18
mg. Enn eru ekki til nægilega
rækilegar sannanir á því hvaða
áhrif þetta kunni að hafa á þær.
Stúlkurnar voru og margar með
of lítið af B-2 vítamínum í
kroppnum en það vítamín er í
mjólk, osti, eggjum, lifur,
nýrum, fiski og grænmeti.
í þessari bresku rannsókn var
30 skólabörnum gefin vítanu'n
og málmar, 30 fengu gagnslaus-
ar pillur og 30 fengu ekkert. Eft-
ir átta mánuði var tilrauninni
hætt og mannskapurinn settur í
greindarpróf sem byggði á prófi
sem lagt var fyrir börnin áður
en tilraunin hófst. Greinilegur
munur var á hæfileika heilans til
að hugsa ferskt og upp á nýtt,
úthaldi þeirra sem bætiefnin
fengu miðað við hina og betra
minni. Nú spyrja læknar sig
hvað gerist í huga þeirra sent
teljast sérlega viðkvæmir per-
sónuleikar og alla tíð fá of lítið
af vítamínum. - GG
IAUGARDAGSKvÖID I SÚINASM
•rs CAJu/ aemém/ en*//..
Söngieikurinn byggist á
tónlist MagnúsarEiríkssonar. Sagan um íslenska
dægurstjörnu, frægöarleit og drauma. Og um
raunveruleikann sem tekur viö af draumum.
Aðalhlutverk: Pálmi Gunnarsson, Jóhanna Linnet,
Eyjólfur Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir.
Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð.
Næturgalakvöld í Súlnasal er leikhúsferð,
danssýning, skemmtikvöld, matarveisla og ball; allt í
einum ógleymanlegum pakka.
Miðaverð aðeins kr. 3200.
Munið helgarpakkana, og nýjung á Hótel Sögu:
helgargistingu fyrir höfuðborgarbúa.
PÖNTUNARSÍMI
29900.
holet
VIKAN 45
BÖÐVAR LEÓS