Vikan - 25.02.1988, Blaðsíða 47
SKOP /
Kaeri póstur!
Ég á við vandamál að stríða.
Ég á tvo bræður og tvær
systur. Annar bróðir minn er
pólitíkus en hinn er nýkominn á
Litla-Hraun að aíþlána 16 ára
dóm fyrir morð. Móðir mín dó
á Kleppi skömmu eftir að ég
fæddist. Báðar systur mínar eru
vændiskonur og pabbi gamli
drekkur og sukkar frá þeim allt
sem þær vinna sér inn.
Nýlega hitti ég stúlku sem var
að losna úr kvennafangelsinu
eftir fimm ára dvöl þar, því hún
hafði misþyrmt barni sínu. En
við elskumst mjög heitt og höf-
um ákveðið að gifta okkur. Og
þá er það spurningin sem ég vil
fá svar við: Á ég að segja henni
áður en við giftumst að bróðir
minn er pólitíkus?
Hafharfjarðar-Halli kom eitt
sinn að máli við Guddu konu
sína og sagði að tímabært væri
að athuga hvað yrði úr 12 ára
gömlum syni þeirra.
Halli lagði þúsundkall á borð í
stofunni og átti hann að tákna
verslun og bankaviðskipti. Við
hliðina lagði hann biblíu og átti
hún að tákna starf á andlegu eða
heimspekilegu sviði. Diskur
með flatkökum og hangikjöti
táknaði bústörf og að lokum
lagði Halli viskýflösku hjá þessu
ef drengurinn skyldi hafa áhuga
á veitingabransanum. Eftir þetta
földu Halli og Gudda sig í hlið-
arherbergi.
Danni sonur þeirra kom
skömmu síðar inn í stofuna og
sá uppstillinguna á borðinu. Eft-
ir að hafa svipast um aðeins fór
hann og tók upp þúsundkallinn,
bar hann upp að ljósi og Iét svo
niður aftur. Hann blaðaði aðeins
í biblíunni en leit síðan betur í
kringum sig og kíkti út um
gluggann hvort einhver væri í
grenndinni. Síðan tók hann
tappann af viskýflöskunni og
þefaði af henni. Að lokum greip
hann flöskuna með annarri
hendinni og þúsundkallinn með
hinni, stakk honum í vasann,
biblíunni undir hendina og
greip svo diskinn með matnum
áður en hann hvarf úr stofúnni.
„Fjandinn hafi það Gudda,“
hrópaði Hafnarfjarðar-Halli. „Ég
held að við séum með upprenn-
andi stjórnmálamann í fjölskyld-
unni.“
Þrekvaxinn náungi kom inn á
Gauk á Stöng. Hann gekk að
troðfullum barnum, lamdi í
hann, pantaði sér glas og hróp-
Þaö var verið aö ræða um
mannætur í skólanum og
kennarinn spuröi einn nem-
andann hvort hann vissi hvað
slíkt væri.
„Nei..
„En ef þú boröaöir bæöi
föður þinn og móöur hvað
væriröu þá?“
„Saddur og munaöarlaus."
Og hér er einn fyrir týndu
kynslóðina:
Hvaö þarf til að sameina
Bítlana á ný?
Þrjár kúlur í viðbót.
aði: „Þegar ég fæ mér í glas fá all-
ir í glas." Barþjónninn flýtti sér
að fýlla á önnur glös.
Þegar sá þrekvaxni hafði klár-
að glas sitt bað hann um annað
og hrópaði: „Þegar ég fæ mér
annað glas, fá allir annað glas.“
Barþjónninn hafði nóg að
gera.
Þegar sá þrekvaxni hafði klár-
að seinna glasið skellti hann
fimmhundruðkalli á borðið og
hrópaði: „Þegar ég borga, borga
allir.“
Prestfrúin var þekkt fyrir að
vera nýtin úr hófi fram, einkum
á matvælin. Eitt sinn er þau eru
sest að hádegisverði hún og
presturinn tekur hún eftir að
presturinn rennir sér strax í
matinn án þess að flytja borð-
bæn fyrst. Hún spyr hann hvort
hann ætli ekki að blessa mat
þeirra að venju. Presturinn lítur
um stund yfir borðið og segir
svo: „Mér sýnist ekki vera neitt
hér sem ég hef ekki blessað
þrisvar eða svo.“
VIKAN 47