Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 5

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 5
52 Caroline Mónakóprinsessa hefur vakiö mikla aðdáun fyrir hve vel henni hafa farist öll skyldustörf úr hendi, en hún var þvinguð til þess að taka við hlutverki móður sinnar, Grace Kelly. 55 Beach Boys eru löngu hættir að spila og Brian Wilson var búinn að sökkva sér djúpt í dóp og brennivín á heilum áratug þegar hann núna nýlega reif sig upp og réðist í gerð nýrrar plötu, sem þykir afbragðs góð. 56 Ágúst Borgþór Sverrisson heitir ungur maður sem er að senda frá sér smásagnasafn á bókamark- aðinn. Vikan átti við hann stutt viðtal og fékk leyfi til að birta eina smá- sögu bókarinnar. Gildran heitir sagan. 60 Myndasögur um Gissur Gullrass, Andrés Önd og Stínu og Stjána. 63 og 66 Krossgátur. 64 Harry Belafonte er að senda frá sér plötu um blökkumennina í Suð- ur-Afríku. 66 Stjörnuspáin. Vinningshafinn í sumargetraun Vikunnar og Arnarflugs: Getur nú boðið kœrastanum í hans fyrstu utanlandsferð Vigdís Pálsdóttir afhendir Guðbjörgu Haraldsdóttur ávisun á lúxusferð fyrir tvo til einhvers áætlunar- staða Arnarflugs. Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri Vikunnar, er viðstaddur afhendinguna. LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Þegar dregið var í sumargetraun Vikunnar og Arnarflugs kom upp nafn ungrar stúlku í Garðabæ, Guðbjargar Erlingsdóttur, Holtsbúð 22. Hún starfar í gjaldeyrisdeild Samvinnubankans í Bankastræti og hefur þar afgreitt æði marga utanlandsfara en sjálf hefur hún lítið ferðast. Fór reyndar til Mallorka fyrir tveim árum og löngu fyrrtil náms í Bandaríkjunum. „Það var kominn mikill ferða- hugur í mig þegar líða tók á sumarið," sagði þessi starfs- maður gjaldeyrisdeildarinnar. „Ég var búin að óska eftirfríi um miðjan september og ég og kærastinn, Marinó Pálmason, vorum alvarlega farin að leiða hugann að utanlandsferð, en hann hefur aldrei út fyrir land- steinana komið. Á 25 ára af- mælinu hans vildu ættingjarnir stuðla að því að hann kæmi sér nú loksins af stað og gáfu hon- um væna fjárfúlgu með því skil- yrði að hann keypti fyrir hana gjaldeyri til utanlandsferðar. - Og eins og til að undirstrika þessa ákvörðun hringduð þið svo daginn eftir og tilkynntuð okkur um ferðavinninginn." Það var Vigdís Pálsdóttir, sölumaður hjá Arnarflugi, sem tók á móti Guðbjörgu er hún kom í söludeild flugfélagsins við Lágmúla. Þar veitti Guðbjörg viðtöku ávísun á flugfarseðla fyrir tvo til einhverrar þeirra borga sem Arnarflug flýgur til með gistingu í viku á vönduðu hóteli. Eftir að hafa kynnt sér hina ýmsu ferðamöguleika var Guð- björg alvarlega farin að velta fyrir sér ferð til Amsterdam með það fyrir augum að njóta borgar- innar í viku en framlengja síðan um viku til viðbótar og aka til Þýskalands til að skoða sig um í Rínardalnum. Aukavinningarnir Bond-prjónavélar Aukavinningarnir voru tveir, Bond-prjónavélar frá versluninni ALLT í Drafnarfelli 6 i Breiðholti. Hvor um 10 þúsund króna virði og með leiðsögn innifalinni. Vélarnar komu í hlut Unnar Valborgar Hilmarsdóttur, Ála- kvísl 40 í Reykjavík, og Ernu Haraldsdóttur, Jaðarsbraut 37 á Akranesi. Um leið og vinningshöfunum er óskað til hamingju með vinn- ingana vill Vikan þakka þeim fjölmörgu sem þátt tóku í get- rauninni. Þess verður ekki langt að bíða að annarri getrraun verði hleypt af stað á síðum blaðsins. Rétt svör voru: Merki Arnar- flugs, Shell, Ali, Stöðvar 2, Út- vegsbankans, Almennra trygg- inga, Bylgjunnar, BYKO, Euro- card, Vikunnar, Kjötmiðstöðvar- innar og Jöfurs. □ „Hvert skal halda?“ Vigdís og Þórarinn leggja á ráðin með Guðbjörgu. Steindór nokkur Þórarinsson með fangið fullt af úrlausnar- seðlum að draga út nöfn vinn- ingshafanna f sumargetraun- inni. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.