Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 47
RAUPAÐ OG RISSAÐ
Að finna á sér
„Ef einhverjum langar í kettling..."
Þannig mæltist einum „nýbylgjuþulanna" á
dögunum. Undirritaður áleit að um fljót-
færni, eða mismæli hefði verið að ræða hjá
þulnum, en hann endurtók málvilluna vel
og greinilega andartaki síðar. Það var því
ekki að sökum að spyrja, þulurinn þjáðist
greinilega af hinni landlægu þágufallssýki.
Virtur fréttamaður Stöðvar tvö var að
sýna það og sanna í fréttatíma stöðvarinn-
ar á dögunum, að íslendingar væru hættir
að beygja sig eftir aurum sem þeir sæju
liggjandi á gangstéttinni. Landinn beygði
sig ekki íyrir minna en krónu. En ffvtta-
maðurinn ágæti talaði um aurinn, en ekki
um eyrinn. Hann furðaði sig á því að fólk
skyldi ekki taka aurinn upp af gangstétt-
inni, en sumir hefðu álitið að slíkur verkn-
aður væri í höndum gatnahreinsunardeild-
ar. Seinna í sömu frétt talaði fréttamaður-
inn um að „rökin væru sú“, í stað þess að
tala um að rökin væru þau.
Því miður eru fyrrnefhd dæmi um mál-
villur á öldum ljósvakans mýmörg. Það
versta er að málvillurnar eru jafnan flestar
í þeim þáttum sem unga fólkið hlustar á og
hætt er við að þær hafl áhrif til hins verra
á þeim tíma sem máltilflnningin er að mót-
ast hjá unga fólkinu.
En látum þrasi lokið að sinni og tökum
upp léttara hjal. í undanförnum raupþátt-
um hafa verið teknar fyrir setningar sem
byrja allar á orðinu AÐ. Teikning hefur
fylgt hverri setningu. Raupari hefur bent
lesandanum á að reyna að finna út setning-
una sem á við hverja mynd, áður en hann
hefur lesið textann. Það er því ráð að
staldra við núna og líta á teikningarnar.
Sem dæmi um setningar sem birst hafa í
fyrri þáttum má nefna: Að líta glaðan dag,
o.sv. frv.
Setningarnar sem fylgja teikningunum í
dag eru þessar:
Að bíta úr nálinni. Að standa saman. Að
snúa aftur. Að fastna sér konu. Að finna á
sér.
EFTIR RAGNAR LAR
VIKAN 45