Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 26

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 26
Bankaræningjjarnir drápu þau farþegunum utan tveimur stúlk- um og í staðinn fengu þeir grá- an BMW. Þeir óku aftur til Þýzkalands með þær Silke Bisc- hofif og Ines Voitele, 18 ára gamlar vinkonur sem verið höfðu í vagninum og enn var Marion Löblich með í förinni. Numið var staðar á kafifíhúsi í Köln. Degowski, Rösner, Lö- blich og stúlkurnar sátu í bíln- um og sötruðu kafifi á meðan hundruð blaðamanna og ljós- myndara og forvitinna áhorf- ■ enda fylgdust með þeim. Rösn- er sagði blaðamönnunum að hann hefði ekki haldið að lög- reglan væri eins vitlaust og raun bar vitni, og því hefði drengur- inn verið skotinn. Drápið væri því lögreglunni að kenna. Hann sagði líka að þeir hefðu nóg af kókaíni og snaps til þess að halda sér gangandi lengi enn. Peningarnir skiptu þá öllu máli, nú ættu þeir peninga en betra væri að vera dauður en pen- ingalaus. Óttaðist að einhver yrði drepinn Stúlkumar í bílnum fengu líka að svara nokkrum spum- ingum. Silke Bischofif sagðist vera hrædd um að reyndi lög- reglan að bjarga þeim yrði ein- hver drepinn. Degowski stillti sér upp fyrir ljósmyndarana og miðaði byssu að hálsi Silke. Þessi óvenjulegi blaðamanna- íúndur endaði snögglega þegar Rösner hélt sig sjá óeinkennis- klæddan lögreglumann nálgast. Hann stökk upp í bílinn og ók á brott á ofsahraða. Aðeins tveimur stundum síð- ar varð ótti Silke að raunvem- leika. Lögreglubílar komu þjót- andi eftir hraðbrautinni, reyk- sprengju var kastað að bíl ræn- ingjanna, skothríð heyrðist og ræningjamir vom yfirbugaðir. Rösner hafði særst í skotárás- inni og sömuleiðis Ines Voitle, en Silke Bischofif var dáin. Deg- owski hafði skotið hana í hjarta- stað. Þessi skelfllegi harmleikur var á enda og þýska þjóðin var eins og lömuð eftir að hafa fylgst með því sem gerðist jafht í sjónvarpi, útvarpi sem og í blöðum. Aldrei höfðu fjölmiðlar gengið jafhlangt og nú höfðu þeir svo sannarlega gengið of langt að allra mati. Lögreglan hafði gert sig seka um vanhæfni og henni var kennt um dauða ungmennanna tveggja. □ Dreymdi um að verða útvarpsvirki [v Emanuele fermdist í gamla þorpinu heima á Ítalíu. Hér er hann á fermingardaginn með móður sinni og við hlið hans stendur litla systirin Tatiana. Emanuele, sem er 15 ára, leggur handlegg- inn utan um litlu systur sína, Tatiönu, sem er átta ára. Skelflngin skín úr augum þeirra þegar þau fylgjast með vopnuðum ræningjunum, sem komnir eru inn í strætisvagn- inn. Emanuele de Giorgi er hugrakkur drengur, en hann veit ekki að líf hans er nær á enda, aðeins þrjár stundir eftir. Klukkan er átta að kvöldi mið- vikudagsins 17. ágúst. Systkin- in sitja í strætisvagni nr. 53 í Bremen. Ræningjarnir standa í samningaviðræðum við lög- regluna og nú grípur annar þeirra í svart hár Tatiönu og heldur henni fram um leið og hann miðar á hana byssunni. — Telpan deyr ef þið farið ekki að óskum okkar. Síðan hendir hann telpunni aftur í sætið. Emanuele þrýstir systur sinni þéttar að sér eins og hann hef- ur alltaf gert, þegar hann hefúr þurft að hugga hana. Nú tekur hann hana í fang sér og reynir að vernda hana fyrir þeirri skelflngu sem bíður. Hann hef- ur horft í augu Rösners, fúndið sambland af áfengisþef og svitalykt, sem leggur af ræn- ingjanum. Hann veit að allt getur gerst. Lágum rómi hvísl- ar hann í eyra hins 25 ára gamla sessunautar síns: — Viltu gæta systur minnar ef eitthvaði kemur fyrir mig. Þremur stundum síðar hefur lögreglan náð vinkonu ræn- ingjann og vill ekki sleppa henni aftur. — Bölvuð svínin, þið hafið flmrn mínútur til að hugsa ykkur um og sleppa konunni, annars drepum við þann fyrsta, er hrópað. Ekkert gerist og nú þrífur ræninginn Tatiönu úr örmum bróður hennar. Hún rekur upp angist- arvein á ítölsku og Emanuele stekkur upp úr sætinu og ætlar að verja systur sína. Degowski snýr sér við, skoti er hleypt af. Blóðið spýtist úr sári á höfði Emanueles, það rennur niður eftir jakkanum, hvítri skyrtunni, buxunum og niður á hvíta íþróttaskóna. Degowski skipar blaða- mönnunum, sem komnir eru inn í vagninn að draga Eman- uele út. Enn grípur glæpamað- urinn í hárið á Tatiönu og dregur hana út úr bílnum um leið og hann öskarar að lög- relgunni, að telpan verði drepin, sé vinkonan ekki látin laus. Marion Löblich er komin inn í bílinn eftir augnablik. Emanuele, sem Tatiana kall- aði alltaf Mano, deyr stundu síðar í höndum læknis. Mano hafði bjargað systur sinni. Höfðu flúið fátæktina á Ítalíu í 85 fermetra íbúð í Bremen býr de Giorgi-fjölskyldan, hjónin Aldo og Guiseppina og bærðurnir Fagio 12 ára og Em- anuele 15 auk systurinnar Tat- iönu. Þau hafa ekki átt sjö dag- ana sæla í Þýskalandi. Þau höfðu fyrst komið þangað frá Ítalíu fyrir allmörgum árum. Eftir atvinnuleysi og erfiðleika fluttu þau aftur heim, en þar var lífið engu léttbærara en í Þýskalandi og nú voru þau komin í annað sinn til að freista gæfúnnar. Þrátt fyrir fá- tæktina og erfiðleikana stóðu börnin sig vel. Emanuele var duglegur í skólanum og hafði ákveðið að verða útvarps- og sjónvarpsvirki og hafði meira að segja komist að sem lærl- ingur. Hann var búinn að smíða feiknastóra hátalara sem stóðu við rúmið hans og á vegnum hékk mynd af Sylvest- er Stallone (Rambo) átrúnað- argoðinu. Þar var líka mynd af ítalska fótboltalandsliðinu og í einu horninu var sandpoki sem Mano hafði sjálfúr útbúið til þess að geta æft box, sem var hans uppáhaldsíþrótt. Drengurinn hefði orðið 16 ára á jóladag. Hann hafði haft mik- ið dálæti á afa sínum í Lecce í Apulia á Ítalíu og setið tímun- urn saman hjá honurn á tréð- smíðaverkstæðinu hans. Hann hafði ætlað sér að snúa aftur heim til Ítalíu einn góðan veðurdag. Það hefúr hann líka gert, en aðeins til þess að hljóta þar hinstu hvíld í kirkju- garðinum í þorpinu heima. í Þýskalandi sitja eftir foreldrarnir og systkinin tvö, bróðirinn og litla systirin sem á honum líflð að launa. Hún var óendalega þögul og augna- ráðið fjarrænt þegar komið var með hana heim eftir að ræn- ingjarnir höfðu sleppt hend- inni af strætisvagninum og gíslunum. Það eina sem hún sagði þegar móðir hennar ætl- aði að strjúka hendinni hug- hreystandi yflr hárið, var: - Ekki koma við höfuðið, en það var stokkbólgið og aumt eftir meðferð rængingjanna. 26 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.