Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 57

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 57
„Vímuefhi hirða af þér sálina," segir Brian Wilson Brian Wilson I Beach Boys er vaknaður til lífsins á ný „Ég dró mig til baka um tíma, en nú er ég kominn aftur.“ Þetta segir Brian Wilson fyrrverandi meðlimur í Beach Boys. Brian hefúr átt erfitt undanfar- ið; hann hefur barist við eiturlyfja- vandamál og geðsjúkdóma, en nú er hann að koma undir sig fóúmum á ný og er að gefa út plötu. Hann er orðinn 46 ára, andlitið er tekið og hendurnar titra, en augnaráðið er óhvikult og hann svarar spurningum af hreinskilni. Nú gerir hann sér grein fyrir því hvað olli geðveiki hans og ofneyslu vímuefna sem hófst á gullárum Beach Boys. „Ég sé nú að ég myndi hafa gert hlut- ina á annan hátt. Ég gerði allt sem ég hélt að öðrum þætti flott að ég gerði. Það var lífsspursmál fyrir mig að fá hrós frá öðrum. Hvers vegna veit ég ekki, það var eins og mig hafi skort eitthvað. Allt sem ég get sagt nú er að þetta hefur verið virkilega erfitt." Hann hefur komið jafnvel bjartsýnustu aðdáendum sínum verulega á óvart með fyrstu plötu sinni Brian Wilson. Þetta er ein mest grípandi platan sem komið hefúr ffam á árinu og þetta er fyrsta platan sem Brian hefur lokið við síðan árið 1970 þeg- ar Sunfíower kom út með Beach Boys. „Ég er dálítið kvíðinn yfir því hvernig plötunni verður tekið á almennum markaði. Það var erfitt að vinna hana þannig að hún yrði eins og ég vildi. Maður verður að vera viss um að allt virki rétt. Er allt í lagi með haus- inn á mér í dag? Hvað með hendurnar? Virka þær eins og hægt sé að spila með þeim í dag?“ Svartnættið skall á fyrir Brian skömmu eftir útkomu plötunnar Pet Sounds með Beach Boys. Hann náði sér ekki út úr sínu einmana helvíti fyrr en árið 1983 þegar sálfræðingur í Los Angeles, Eugene Landy, tók hann undir sinn verndarvæng og fylgd- ist með honum allan sólarhringinn í lang- an tíma, sem leiddi til þess að hann kont smátt og smátt upp á yfirborðið á ný og inn í okkar raunverulega heim. Andlit hans er markað en hann er grann- ur og kvikur, freknóttur í framan og bláu augun skýr, þannig að hann er ótrúlega strákalegur í útliti enn. Þó sjást enn þess merki að hugurinn er ekki að fúllu búinn að ná sér. Af og til starir Brian út í loftið. Hann gnístir tönnum og ranghvolfir aug- unum. Hann tekur daglega inn meðul og vakað er yfir honum allan sólarhringinn; hann vaknar þunglyndur á næstum hverj- um morgni. Þokunni léttir þó stundum, eins og þennan dag sem hann er í viðtalinu. Hann man vel eftir sársaukafullri fortíðinni. Fyrir fimm árum var hann í hræðilegu ástandi. Hann var um 150 kíló að þyngd, drakk stöðugt og niikið, tók hvaða lyf og pillur sem hann komst yfir og þekkti ekki lengur eigin tónverk. „Ég var algjörlega á botninum. Ég var svo ruglaður og veikur fyrir hjarta. Svo hugsaði ég ekki uni annað en mat og gat ekki hætt að borða. Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri raunveruleikinn og hvað ekki. Ég átti sand af peningum þannig að ég gat keypt hvaða vímuefni sem mig lang- aði í. Vímuefni kaffæra sál þína og þú veist ekki hver er hinn raunverulegi þú. Það var enginn í lífi mínu sem var mér það nákom- inn að hann skipti sér af því hvernig ég var að fara með líf mitt. Ég hélt ekki sambandi við neinn þannig að enginn vissi hvað mér leið. Það var ekki fyrr en ég var orðinn fer- tugur að ég fór að hugsa: „Hvað er að þér maður? Hvað hefur orðið um öll árin?“ Mér leið hræðilega yfir að hafa týnt svo stórum hluta lífsins, en svo sagði ég við sjálfan mig að það væri ekki of seint að byrja núna.“ Nú lifir Brian eftir ströngum reglum og í vernduðu umhverfi. Hann á fallegt hemili við Malibu strönd þar sem hann eyðir miklum tíma í nýju lögin sín. Hann hleyp- ur á hverjum degi og lifir aðallega á græn- meti; ekkert áfengi. Nýlega keypti hann sér gula Corvettu og honum finnst gaman að fara á myndir sem Debra Winger leikur í. Ilann hittir fyrrum félaga úr Beach Boys afar sjaldan og sér táningadætur sínar, Carnie og Wendy, sárasjaldan en þær búa hjá móður sinni Marilyn sem er fyrrver- andi eiginkona Brians. Sá eini sem Brian hefur reglulegt sam- band við er sálfræðingurinn Landy, en hann gerði nokkur laganna á plötunni með Brian, auk þess sem hann gaf hana út. Vegna þess að hann er bæði sálfræðingur Brians og umboðsmaður þá eru yfirvöld nú að kanna hvort hann hafi farið út fyrir siðgæðismörkin og starfsleyfi hans er í hættu. En Brian segir að Landy hafi bjargað lífi sínu og það sé ekki verið að notfæra sér ástand hans. Brian segist ekki vera tilbúinn til að standa á eigin fótum og vera án hjálpar Landys. „Ég er hræddur", segir Wilson. Alla vega er framtíðin töluvert bjartari en hún var fyrir fimm árum og nú er bara að sjá hvernig nýju plötunni vegn- ar á vinsældalistum víða um heim. □ Lífshlaup snillingsins ■ 1961 Brœðumir Brian, Dennis og Cari Wilson, ásamt frændunum Mike Love og Al Jardine stofna Beach Boys ■ Desember 1962. Fyrsta platan kemur út Sutfifi ’Safarí. ■ Mars 1963. Fyrsta litla platan sem kemst á 'Fopp 10 listann, Surfin’USA. ■ Maí 1964. Fyrsta platan sem verður númer eitt; / Ge/ Around ■ Seint á árinu 1964. Brian fær tauga- áfall í fyrsta sinn. Neitar að koma fram á hljómleikum. ■ Maí 1966. Brian byrjar upptökur á plötunni sem aldrei kom út Smile; seinna reynir hann að e]’ðileggja upptökumar. ■ 1976. Brian fer í stutta meðferð hjá sál- fræðingnum Eugene Landy. ■ Snemma árið 1983■ Brian gengst und- irþað að fara I meðferð hjá Landyþarsem hann er í eftirliti allan sólarhringinn, og borgar 200 dollara á klukkutímann. ■ Desember 1983. Trommuleikarinn Dennis Wilson dmkknar ofurölvi. ■ 1988. Plata Brian Wilsons kemur út - fyrsta platan sem hann hefur lokið við frá því 1970 — og hún fær góða dóma. VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.