Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 31

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 31
Talaðu aðeins við mig Sumir karlmenn eru þannig að fyrr gengjust þeir undir skelfilegustu pyndingar en að rœða mdlin við konur sfnar. En það er nauðsynlegt að létta d hjarta sér. ÞÝÐING: ÞÓREY EINARSDÓTTIR Oiei, ég sé hvernig andlitið verður sem steinrunnið. Er það ■egna þess að ég fór að tala um sambönd? Þú held- ur að það sé orðið svo útþvælt umræðuefni að ekkert sé frek- ar um það að segja? Þú vilt geta haldið áfram að lifa lífinu án þess að þurfa að skoða og skilgreina allt og alla? Það vilja konur líka. Málið er bara það, að það er svo margt á milli okkar sem við höfúm aldrei rætt út um. Hvað vilt þú? Þú segir mér það aldrei. Þú virðist ekki vera jafti áhugasamur um samband okkar og áður. Þykir þér ekkert varið í nútímakon- ur? Ég skal segja þér að við þörfnumst ykkar alveg jafn mikið og fyrr. Við erum alls ekki tilflnningalega frjálsar og óháðar. Mér er sem ég heyri þig segja, „Gott hjá ykkur. Við erum stoltir af ykkur.“ Nei, því miður. Þið hendist enn í fangið á ósjálfstæðum konum sem láta bjóða sér allt á meðan þær aðeins fá að hafa ykkur hjá sér. Eða þið standið enn fastar á ykkar meiningu eða hörflð ringlaðir undan. Þið þykist vera ringlaðir? Hvernig haldið þið að okkur líði? Nei, þú vilt ekki láta argast í þér daginn út og inn. Hver vill það svo sem? En hvað um að eiga sálufélaga ‘ blíðu og stríðu? Er það of óþægileg tilhugsun? Það hefur aldrei hvarflað að þér? Er það gjörsamlega óhugsandi að konan sem þú sefúr hjá geti verið besti vinur þinn? Fyrirgefðu að ég skyldi minnast á þetta. Auðvitað er það ffáleitt. Nei, ég skal ekki nefna það aftur. Elskendur geta ekki verið vinir. Elskend- ur elskast. Já, ég veit að ég er farin að tala um kynlíflð. Veistu hvaða þýðingu kynlífið hefur fyrir konur? Skilurðu það til dæmis að forleikurinn ætti að hefjast með viku fyrirvara? Það er ekki nóg að vera uppveðr- aður í hálftíma áður. Konan vill fá það á tilfmninguna að maðurinn sé hrifmn af henni. Þú ert ekki alltaf svo sannfær- andi. Ég er ekkert að kvarta yfir þér í bólinu. Það er einn af fáum stöðum þar sem konur og karlar geta verið jafningjar. En reyndar fer það í taugarnar á mér hvernig þú ferð fram úr rúminu. Hver ert þú eiginlega morguninn eftir? Þú hendist fram úr eins og ókunnugur maður og hugsar aðeins um allt það sem þú þarft að gera þann daginn. Góðir elskhugar eru blíðir á morgnana. Það er oft það sem konan man og hugsar um. Finnst þér erfitt að vera blíðlegur? Bælir þú til- finningar þínar, eða ertu til- finningalaus? Mig fúrðar á því að eins og þið karlmenn leggið mikið upp úr kynlífinu þá get- ið þið margir hverjir ekki gefið ykkur algjörlega á vald ánægj- unni af að vera með konu. 'Þegar kona segist elska karlmann þá er það nokkurs konar ákvörðun sem hún hef- ur tekið varðandi hann. Hún hefur orðið ástfangin og hún heldur áffam að elska, oft árum saman. Þegar karlmaður segist elska konu þá virðist það oft þýða „ég ber vissar til- finningar til þín hér og nú.“ Það er ekki þar með sagt að honum verði eins innanbrjósts eftir helgina. Þetta getur svo sem verið betra en ekkert. Kona sem stundar nudd sagði mér eitt sinn að hún gæti alltaf sagt til um það þegar kona ætti í ástarævintýri. Þá væru hreint ekki nokkur merki um spennu í bakinu á henni. En karlmaður getur fallið flatur fyrir konu og samt verið samanherptur í bakinu sem fýrr. Veistu, það væri hreint ekki vitlaust að skipuleggja endrum og sinnum fýrirfram það sem við ætlum að gera saman. Þú hefúr vitaskuld forgang hjá mér, en ég lifi engu að síður góðu lífi þar sem þú kemur hvergi nærri. Þú virðist ætlast til þess að ég hætti við býsna margt. Af hverju alltaf ég? Þurf- um við ekki bæði að fórna ýmsu? Af hverju hittum við oftast vini þína? Ég kann ágæt- lega við þá, en þeir hafa valið þig að vini, ekki mig. Það er skrýtið hvað þér þykir lítið til vinkvenna minna koma. Gætir « þú ekki reynt að kynnast þeim? Konur hafa alltaf lagt sig fram um að vera vingjarnlegar við vini og vinnufélaga karl- manna. Það er eitt af hlutverk- um konunnar bak við mann- inn. Við hefðum ef til vill átt að gera lista í byrjun yfir allt sem okkur þótti gaman að. Mér finnst gaman að fá blóm, gam- an að láta hringja í mig, gaman að láta stjana í kringum mig, gaman að fá uppörvun og já- kvæða gagnrýni. En þú? Af hverju segja karlmenn aldrei hug sinn þegar það á við? Það er off ekki fyrr en löngu seinna að þeir segja eitthvað á borð við, „ég var mjög hrifinn af þér þá“ eða „ mikið var ég sár þegar það gerðist." Það er auðveldast að láta sem þú vitir ekki hvað ég er að tala um þegar ég tala svona. Nei, ekki skipta um umræðu- efhi. Veistu að mér líður oft best með þér þegar við erum að gera eitthvað ómerkilegt saman? Mér finnst til dæmis gaman að kaupa í matinn með þér, fara út að aka með þér þegar þú ert afslappaður og leggur höndina á lærið á mér. Mér fannst fallegt af þér að koma með mér að kaupa skóna, og þegar þú náðir í mig á hárgreiðslustofúna þá þótti mér ofboðslega vænt um þig. Þegar við förum út saman finnst mér oft skemmtilegast þegar við komum heim aftur. Þú og ég hlæjum saman yfir kaffibollunum. Og köstum okkur upp í eins og þreyttir og sælir vinir. Hef ég nokkurn tíma sagt þér að ég elska þig jafn mikið vegna veikleika þinna og vegna kostanna. Fjárhagsleg velgengni er ekki allt eins og þú veist. Ég held að velgengni felist í hamingjunni. Hvað er betra en að vera hamingjusam- ur? Það veltur mikið á karl- manninum í ástarsambandi. Jæja, það var gott að við ræddum þetta.... □ VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.