Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 11

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 11
„Lúxus að starfa að áhugamálinu" - segir Þórunn Gestsdóttir ritstjóri Farvís I viðtali við Vikuna TEXTI: GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Hún er blaðaútgefandi og ritstjóri. Hún er á kafi í pólitík og öðru félagsstarfi og situr í ótal nefndum og ráðum. Áður hefur hún m.a. starfað sem dagskrár- gerðarmaður hjá Ríkisút- varpinu, blaðamaður Vísis og DV og ritstjóri Vikunnar. Þórunn Gestsdóttir á þó ekki ýkja langan starfsferil að baki. Hún eignaðist fimm böm á tíu ámm og var heimavinnandi hús- móðir í átján ár áður en hún fór út að vinna. Og nú, tíu ámm síðar, réðst Þór- unn í útgáfú nýs ferðatíma- rits, hins fýrsta sinnar teg- undar hérlendis. Farvís er vandað blað og fjölbreytt, upp á heilar 104 síður. „Ég hef líklega alltaf verið að leita að mínu óskastarfi," segir Þórunn aðspurð um aðdrag- anda hins nýja tímarits. „Ég var ritstjóri Vikunnar í rúmt ár eða þar til hún skipti um eigendur sl. haust, en þá fór ég aftur á minn gamla vinnustað, DV, sem blaðamaður. Þar fékk ég að velja mér viðfangsefni og kaus að skrifa um ferðamál, sem er eitt af mínum áhuga- málum, en um þau hafði ég reyndar skrifað áður sem og um flest alla málaflokka ffá neytendamálum til þingskrifa. Ég komst fljótt að raun um að mér hafði nú líkað betur í rit- stjórastólnum þar sem við- fangsefnin voru enn fjölbreytt- ari og starfið mjög lifandi. Kannski er ég líka dálítið stjórnsöm í mér og hef þörf fyrir að ráða mér meira sjálf. Ég fékk því mjög fljótlega þá hugmynd að gefa út tímarit um ferðamál. Að vísu er gefið út eitt slíkt tímarit hér en það fjallar nær eingöngu um ferða- mál innanlands þannig að mér fannst vanta tímarit sem gæfi heildarmynd af ferðamögu- leikum út um allan heim. Ferðamál eru mjög vaxandi at- vinnugrein allsstaðar í heimin- um; fólk hefur meiri tíma til að ferðast, meiri fjárráð og er orð- ið ferðavant. Ferðavenjur okk- ar íslendinga hafa líka mikið breyst frá því sem áður var. Fólk ferðast nú meira upp á eigin spítur í stað hópferðanna og þá geta upplýsingar ferða- tímarits komið sér vel eða jafn- vel orðið til að vekja áhuga á ókunnum slóðum. Ég hef þá trú að svona tímarit eigi fúllt erindi hér hjá okkur ekki síður en hjá öðrum ferðaglöðum þjóðum, en gróska í útgáfunni er sérstaklega mikil í Banda- ríkjunum og Þýskalandi. Úr- töluraddir vantaði samt ekki, en ég þrjóskaðist við og kannski er þetta eitthvert sér- íslenskt fyrirbrigði að fara út í óvissuna af tómri bjartsýni. Sumt gengur svo og annað ekki, en meðan maður hangir í bjartsýninni og skaðar engan þá er allt í lagi. Það var í mars, eftir að ég hætti á DV, sem ég fór af al- vöru að undirbúa útgáfú Farvís. Ég byrjaði á að fara á mjög umfangsmikla ferðamála- VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.