Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 59

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 59
SMASAGA GILDRAN eftir Ágúst Borgþór Sverrisson, úr bókinni SÍÐASTI BÍLLINN reynsla og voveiflegur atburð- ur gerist. Það er því ekki út í hött að flokka hana sem reyf- ara eða hrollvekju. Þetta á hins vegar ekki við um hinar 7 sögurnar í bókinni. Ég held að besta skilgreiningin á bókinni sé raunsæi. Þetta eru umfram allt raunsæislegar sög- ur og meginmarkmið mitt er hér að skapa trúverðugar per- sónur og lifandi andrúmsloft." Ástríðufullt tómstundagaman — Segðu eitthvað frá sjálfúm þér. „Það er nú varla við hæfi að hálfþrítugt fólk reki ævisögu sína í viðtölum enda man mað- ur ósköp lítið á þessum aldri, þetta er allt í hrærigraut í koll- inum. Á nafnskírteininu mínu stendur að ég sé fæddur 19.11. 1962 og hef ég enga ástæðu til að rengja þær upplýsingar þó ég muni ekki eftir þessum at- burði. En ef ég á að segja þér eitthvað af viti þá er helst að ég geti rakið 4—5 síðustu árin. Ég varð stúdent úr MR 1982 og hafði þá varla farið út fyrir höfuðborgina. Næstu árin bætti ég úr þessu, dvaldist tvo vetur í V-Þýskalandi, í Berlín (sem reyndar er landfræðilega í A-Þýskalandi) og Múnchen. Lærði útlendingaþýsku og eitthvað í bókmenntafræði. Þá var ég einn vetur úti á landi, starfaði sem réttindalaus kenn- ari í örsmáu þorpi. Síðan síðla árs 1986 hef ég búið í Reykjavík og unnið við hitt og þetta, sem gæslumaður á Kleppsspítala og æskulýðs- leiðtogi í félagsmiðstöð. Þá hef ég verið að dunda mér við „frílans" blaðamennsku, viðtöl, þýðingar og þess háttar." — Og hvernig hafa ritstörfln fléttast inn í þetta? „Ég var þegar á barnsaldri gripinn þeirri löngun að búa til bækur. Mér fannst það aug- ljós möguleiki að hægt væri að skrifa bækur, eins og að lesa þær. Ég minnist smásagna og heilla skáldsagna sem ég skrif- aði og voru eins konar eftirlík- ingar af ævintýrum og barna- bókum sem maður las. Ég leit hins vegar ekki á skriftir sem starfsheiti þegar ég var krakki. Ég minnist þess að hafa dreymt um að verða landsliðs- markvörður í knattspyrnu og klæðast kolsvörtum búningi með kókauglýsingu eins og Magnús Guðmundsson mark- vörður KR á þessum árum. Frh. á bls. 62 Ossi var búinn að sitja óratíma í myrkrinu. Hann var farinn að slappa dálítið af og byrjaður að líta í kringum sig án þess að slaknaði á hjartslættinum. Það var eflaust of dimmt til að eitthvað af viti gæti sést inn um sprungnar rúðurnar, en tungl- skinið og snjóbirtan drógu upp daufar útlínur af eymdarlegu rusli sem fýllti kalt herbergið. Og hann hafði vasaljósið. Til allrar hamingju hafði hann vasa- ljósið og hnífinn maður, vasahníf með tappatogara og rauðu skefti með krossi á. Hann hafði ekki fattað það fýrr en núna að hann væri með vasahníf. Það hafði líka aldrei hvarflað að honum að hann þyrfti að beita þessum hnífi til annarrar varnar en gegn leið- indum með því að skera út og eyðileggja net. Og til að éta með á þorrablótum. Daufa ljósrák bar innum glugg- ann ffá bílhræðu af þjóðveginum, lengst fýrir ofan. Hvað hann öfundaði þann sem sat í þessum bíl. Sama þótt þetta væri drusla, hann hefði viljað fórna öllu nema lífinu til að sitja í þessum bíl á þessari stundu. Verst að umferð- in var of strjál til að hann gæti tekið sjensinn á að hlaupa uppá veg og fá far. Hann vissi samt að hann var lítið öruggari í þessu augljósa fylgsni. Aleiðinni uppá Glaðhól hafði hann aðeins óttast frétta- leysi. Hafði lagt af stað léttur í bragði líkt og þegar hann skrapp útí sjoppu á kvöldin með aur fýrir ffönskum og vídeóspólu. Snapaði fréttir úr Sjoppu-Mæju eða sat yfir kartöflunum og beið hvort Lalli fulli væri kominn aftur á það og ræki inn nefið. Því þótt honum liði vel í þorpinu var það staðreynd að vildi maður hafa gaman af líflnu á svona litlum stað, varð maður að h’lgjast með og grafa upp þær fréttir sem var að finna. Og það gerðist svo sem heilmargt, maður varð bara að vera nógu glúrinn að þefa. Nákvæmlega með þessu hugar- fari hafði hann rölt í hjarninu uppá Glaðhól. Hafði sjálfur frétt það fýrstur manna að þar væri ekki allt með felldu. Búið á hausnum og Kalli víst farinn að drekka sig útúr kvöld eftir kvöld. Auk þess vitað mál að hann hafði verið vikum saman á Kleppi um haustið. Hann ætlaði að gá hvort virki- lega sæist á kellingunni. Sjoppu- Mæja sagðist hafa séð hana með glóðarauga í Kaupfélaginu. (Yfirskinið var að heimsækja Bjarna og hlusta á plötur eða eitthvað. Bjarna kraftafifl og fýlu- poka. Fyrir viku hafði hann heitið sér að tala ekki við hann framar, en hafði svo sæst við hann daginn eftir. Bjarni var kannski ekki svo slæmur innvið beinið en hann var ferlega uppstökkur og mis- skildi hlutina. Æsti sig útaf engu og kunni ekki að taka saklausu gríni. Kannski engin furða, alinn upp á þessu heimili. Það var eftir leikfimitíma, í búningsklefanum: Össi sagði nokkrum strákum brandarann um Kalla á Glaðhóli sem kallaði tannburstann sinn Snata og gekk með hann í bandi. Honum fannst hann tala lágt. Strákarnir flissuðu laumulega í kringum hann. En skyndilega sló hálfgerðri þögn á hópinn. Össi fann eitthvað þungt hvíla á sér, leit nýhræddur upp og mætti bál- reiðum augum Bjarna: - Þykist vera vinur manns fífl og ert svo að tala illa um pabba! Hann reyndi að gera sér upp reiði á móti á meðan Bjarni hellti sér yfir hann með hótunum og svo pínlegri hreinskilni að strák- arnir laumuðust burt, en raun- verulega sótti á hann sú tilfmning að í þetta skipti hefði hann geng- ið of langt. Gengið í eigin gildru. Og það sama gerðist einmitt þetta kvöld. Bara ennþá verra. Fólk var almennt farið að forðast þetta heimili. Hann mundi það núna.) Það hafði verið ljós í gluggum. Bíldruslan á hlaðinu og hávaðinn úr húsinu barst út hálfan afleggj- arann. Draugaleg tunglskinsbirta lék um bæinn. Hafbláminn og hvítglóandi klettaeyjar í baksýn juku á drunga myndarinnar... Ænei; hann hafði ekki skynjað þetta svona þegar hann gekk að húsdyrum fúllur tilhlökkunar, nei, þetta var rnyndin sem rann óstöðvandi í gegn á hugar- skerminum þegar hann sat í hnipri inní þessu bæjarskrifli... Hrópin hækkuðu. Öskur og rifrildi. Engin orðaskil. Þess vegna minnti drykkjuöskur Kalla svona mikið á óveður í stjórn- lausri endurminningunni. Ójá, hann hafði gengið spennt- ur að húsdyrum. Var viss um að þetta gat ekki verið vídeóið eða sjónvarpið. Hann þekkti raddirn- ar þótt hann greindi ekki orða- skil. Ójá, hann þekkti sko radd- irnar. Oho, þetta var spennandi. Hurðin ólæst. í rauninni engin ástæða til að banka uppá. Það gæti eyðilagt allt gamanið. Iss, hann gat óhræddur læðst inn og ef þau yrðu hans vör (sem von- andi yrði ekki of snemma) myndi hann bara spyrja sakleysislega effir Bjarna. Þau myndu ekkert segja. Framkoma þeirra hafði lengi einkennst af óttablöndnum vingjarnleika. Þau voru í bullandi vanskilum í Kaupfélaginu þar sem afi hans var orðinn gamall og meyr og sýndi vanskilatrössum langlundargeð, eins og pabbi hans sagði, hann sem sjálfur hafði fýrir aðeins viku lánað Kalla úr útibúinu uppá velhálf mánaðarla- un. Engin fúrða að þau væru vin- gjarnlegri við hann en aðra krakka sem ráku þarna inn nefið. Hann opnaði útihurðina og var þegar orðinn of spenntur til að greina orðaskil þótt nú heyrðist örugglega nógu hátt. Anddyrið var hálfmyrkvað en ljósgeislarnir úr galopnu eldhúsinu dreifðust inní borðstofuna. Nokkur andartök stóð hann á miðju gólfi borðstofunnar, dauf- lýstri af eldhúsgeislunum og tunglsljósinu. Þessi kunnuglega hversdagslega borðstofa sem aldrei yrði þannig á ný. Nokkur andartök, svo óendanlega hæg í hrollferskri endurminningunni. Stóð fyrst nteð höfuðið teygt fram og eyrun sperrt, stóð á VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.