Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 19

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 19
LEIKLI5T Durham á Englandi. Þegar hún fór til náms sagðist hún ekki hafa gert sér grein íyrir því hversu umfangsmikið námið var og kannski aðallega hversu hagnýtt gildi þess var mikið. Það reyndist nokkuð erfitt að ná tali af Önnu, því eins og hún segir sjálf: „Ég er bókstaflega á kafi, þetta er orðið svo mikið. Það eru námskeið, kennslan í Æfingaskólanum, Kennaraháskólanum og svo þarf náttúrlega að halda sér við í fag- inu, hitta kollegana o.s.frv." Við hittumst í Æfingaskólanum. Það var greinilegt að hún var ánægð með að ein- hver sýndi starfi hennar áhuga. Þegar við höfðum hreiðrað um okkur, kom það strax í ljós. Henni lá mikið á hjarta. „Bíddu nú við hvernig eigum við að hafa þetta. Ég get sagt þér að þetta er orðið svo umfangs- mikið, það hreinlega snýst allt um leik- ræna tjáningu. Mér fmnst líka að það sé eitthvað að gerast núna, einhver áhugi að vakna og ýmsir möguleikar að opnast." Oft rugluð saman við leiklist — Er leikræn tjáning eitthvað skyld leiklist? „Einn aðalkennari minn í Durham, Gav- in Bolton, segir að leikhúsið sé fyrir áho- fandan, en leikræn tjáning sé fyrir þátttak- endurna sjálfa. Það er það sem fer fram í huga þátttakandans, en ekki látbragðið sem hann sýnir okkur. Fólk ruglar leikrænni tjáningu saman við leiklist. Hún er nátengd leiklistinni, en hún gerir ekki kröfur um neina leikhæfi- leika. Sjálf hef ég unnið töluvert í leikhúsi og mér finnst sú reynsla koma mér að gagni. Leikræn starfsemi hefur alltaf fýlgt menntun og skólastarfi. Grískir skólasvein- ar fengu tilsögn í dansi, raddþjálfun og framsögn. Sú menntun þótti eins mikilvæg og þekking í rökfræði, stærðfræði og heim- speki. Nú, það voru skólasveinar í Skál- holti, sem settu upp fyrstu leiksýninguna á íslandi. í grunnskólanum hefúr lengst af allt leiklistarstarf verið bundið uppfærsl- um á litlum leikverkum, sem börnin hafa sjálf tekið þátt í, undir leiðsögn kennara fyrir jól og aðrar skemmtanir. Þeir sem taka þátt í þessum sýningum eru mjög oft þeir sem standa sig vel í námi. Þeir eru fljótastir að læra texta og koma vel fyrir. En margir hafa þurft að sitja hjá með blendnar tilfinningar. Kennararnir sem hafa haft afskipti af leiklistarstarfeemi skólabarna hafa margir án efa nýtt sér þá reynslu í skólastofunni." Gildi þessarar aðferðar ótvírætt — Hvert er gildi þessarar aðferðar í kennslu? „Eftir því sem ég vinn meira með leik- ræna tjáningu sé ég æ betur að þróunin í þessari grein helst í hendur við þá þróun sem átt hefúr sér stað í kenningum og rannsóknum á uppeldis- og kennslufræð- um. Með nýjum uppgötvunum hefur áhugi menntunarsérffæðinga og kennara vaknað fyrir leikrænni tjáningu. Anna Jeppesen: „Fólk ruglar leikrænni tjáningu saman við leikiist. Hún er nátengd leiklistinni, en gerir ekki kröfúr til leikhaefileika.“ Þær aðferðir sem leikræn tjáning býður upp á geta stuðlað að þeim markmiðum, sem við setjum okkur í dag í sambandi við menntun. Leikræn tjáning ætti að vera á færi allra kennara. Gildi þessarar aðferðar er ótvírætt. það er ekki bara hæfasti náms- maðurinn, sem er alltaf er með svörin á reiðum höndum, eins og oft vill verða í hefðbundinni bekkjarkennslu. Hvert barn fær að koma fram á sínum eigin forsend- um, nota sín eigin orð og tjá sína eigin upplifun. Það er einmitt mjög mikilvægt að vera viðbúin að taka hverskonar svari frá börnunum án þess að hafna því þegar í stað. Leikræn tjáning gerir þá kröfu til kennarans að hann spyrji opinna spurn- inga. Spurninga sem hafa ekki eitt rétt svar. Með leikrænni tjáningu er líka hægt að færa námsefhið nær nemandanum þannig að hann skilji það betur.“ Þau setja sig í spor annarra Á meðan við Anna höfúm verið að spjalla, hefur hún tínt til fullt af verkeínum í leikrænni tjáningu, sem bera vott um auðugt ímyndunarafl. í Æfingadeildinni vinnur hún mikið með tónmenntakennar- anum, Soffiu Vagnsdóttur. „Hún er alveg frábær og alveg hafsjór af hugmyndum," segir Anna og það er greinilegt að Soffia hefur reynst henni betur en enginn. — Hvernig vinnið þið saman? „Ég hef fjóra tíma á viku til að ganga inn í bekki og hjálpa kennurum við að nota leikræna tjáningu. Soffia hefúr komið mik- ið inn í það. Þá vinnum við með ákveðið þema og sýnum svo foreldrum og öðrum nemendum afraksturinn. Krakkarnir eru yfirleitt mjög virk og ánægð með þessa vinnu, sem er mjög fjölbreytileg. Þau semja t.d. eigin tónlist." — í skilgreiningunni á leikrænni tján- ingu segir að nemendur öðlist skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu. Hvernig má það vera? „Ein aðferð til þess er hlutverkaleikur, þar sem nemendur taka að sér hlutverk og tjá sig í hlutverki. Öll mannleg samskipti byggjast á því að geta sett sig í spor ann- arra. Sérhvert hlutverk krefst þess að nem- andinn taki að sér hin margbreytilegustu tengsl við annað fólk og koma fram með skoðanir og viðhorf, sem geta verið alveg á öndverðum meiði við þeirra eigin.“ — Hvernig gengur þér að fá krakkana til liðs við þig í þessari vinnu? „f byrjun þegar hlutverkaleikur er not- aður, þá eru þau oft mjög yfirborðskennd og reyna að vera sniðug. Þegar þau eru far- in að venjast þessum vinnubrögðum verða þau einlægari og þá kemur oft í ljós að þau luma á ýmsu, sem þau þora að láta í ljós í hlutverki. En þessir byrjunarörðugleikar hverfa oftast fljótt. Ætti að vera hluti af skólastarfinu — Hvað mælir með því að taka leikræna tjáningu inn í skólastarfið? „Ég lít meira á hana sem hluta af skóla- starfmu en ekki sem viðbót. Það eru nú ekki allir sammála mér um það. Bretar vilja t.d. gera hana að sér fagi. Ég lít á leik- ræna tjáningu sem aðferð til að auka fjöl- breytni, virkni og sjálfetæði nemenda. Mín hugmynd er sú að nota ætti leikræna tján- ingu sem aðferð við kennslu hjá 1. up í 6. bekk. En þegar ofar dregur ætti hún að vera sérfag t.d. til að styðja við móður- málskennslu, efla framsögn og þess háttar." Það er ljóst að leikræn tjáning lífgar upp á kennslu, færir námsefnið nær nemandan- um og eykur skilning. Þess er að vænta í framtíðinni að fleiri mennti sig í faginu og aðferðin verði kynnt fyrir verðandi og starfandi kennurum. Kannski er leikræn tjáning að komast í tísku núna. Það eru líka tískusveiflur í kennslu- og uppeldisfræð- um eins og í öðru. Oft hafa slíkar sveiflur verið til góðs. Sennilega verður það líka svo með leikræna tjáningu? En tíminn mun væntanlega leiða það í ljós! 8. TBL 1989 VIKAN 1 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.