Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 40

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 40
BORIÍ Frh. af bls. 37 fyrir að barni finnist það skorta ást. „Það er hætt við að eldra bam sé vanrækt þegar nýtt barn fæðist," segir hann. „Foreldrar verða að halda vöku sinni og bæta eldra barninu það meðvitað upp hve mikla um- mönnun ungbarnið þarfnast." Auðvitað er það ekki alltaf eldra barnið sem er fómarlamb mismununar, eins og í tilfelli Margrétar. Hverjar em þá rætur mismununar? Samkvæmt áliti sérfræðinga em veikindi barns algeng orsök vegna þess að barnið þarf þá aukna umönnun, eins og gerðist í fjölsky'ldu Lilju. Önnur or- sök er þegar óskabam feðist eftir langa bið, til dæmis stelpa á eftir tveimur strákum. í alvarlegri tilfellunum er ástæð- an stundum sú að kringumstæðurnar vom erfiðar hjá móðurinni þegar hún feddi barnið sem hún mismunar. John Birtchnell, sem er geðiæknir við Institute of Psychiatry í London, segir að margir sjúklinganna sem em í meðferð hjá honum vegna þunglyndis hafi orðið fyrir mismunun í æsku. „Þessir einstaklingar verða mjög erfiðir í hegðun sem börn og þessi hegðun heldur áfiram á fúllorðinsár- um. Þeir álíta sig vera til trafala, em sífellt að afsaka sig og geta ekki látið ljós sitt skína. Fólk fer þá að koma fram við þá eins og sjálfsímynd þeirra gefur tilefni til. Þjáning þeirra í æsku var meiri fyrir það að þá gátu þeir ekkert gert við ástandinu. Það er bannað að minnast á þetta og for- eldri viðurkennir sjaldnast að það mis- muni börnum sínum. Ef þessi börn mót- mæla með því, til dæmis, að brjóta leik- föng uppáhaldsins em þau kölluð óþekk eða vond af foreldrunum." Fyrsta verk geðlæknisins er að auka sjálfsálit fórnarlambsins, því það er sann- fert um að það sé því að kenna að það fái ekki náð fyrir augum foreldranna, að það sé „gölluð vara“, óæðri vera. Geðlæknirinn reynir að útskýra hvernig ástandið varð til, að það hafi ekki verið þessum einstaklingi að kenna, né hafi það verið foreldmnum meðvitað að vera grimmir, heldur hafi þetta verið óvart. Ræða málið við foreldrana Birtchnell segir að bati sé mögulegur þrátt fyrir það hve langt sé um liðið. „Ég sting stundum upp á því, eftir að sjálfs- traust sjúklingsins hefúr aukist, að hann fari til foreldranna og útskýri að honum hafi fiindist hann hafa verið útundan sem bam og að reyna að finna leið til þess að Bæði fórnarlömb mismununar og þeir sem reyna að hjálpa þeim væru áreiðanlega sammála því að það besta sem við foreldrar getum gert fyrir börnin er að gefa sérhverju þeirra það öryggi sem fæst þegar þau vita að velferð þeirra og hamingja er okkur mikilvægari en nokkuð annað. bæta ástandið. Það er ekki alltaf auðvelt að fa sjúklinga til þess að samþykkja þetta þar sem þeir em oft ofsahræddir við að missa þann örmjóa þráð sem tengir þá þó enn við foreldrana." Þótt Lilja hafi rætt málið við foreldra sína þá hafa hvorki Katrín né Margrét, en móðir hennar er nú látin, tekið þetta skref. Katrín hefur eytt miklum tíma í að leita út- skýringar á hegðun foreldra sinna. „Það eina sem mér dettur í hug er að áður en eldri systir mín fæddist eignuðust foreldr- ar mínir son sem dó 15 vikna gamall. Kannski er það ástæðan fyrir því að þau gátu ekki neitað Pétri um neitt.“ Hún er sér fyllilega meðvituð um arfinn sem mismununin hefúr skilið eftir sig. „Það var alltaf gerð krafa til mín um að ég væri þæg, að ég bældi reiði og sársauka og þessi vani hefur fest í sessi. Ég á enn erfitt með að sýna eðlilega reiði og ef ég gagn- rýni einhvern verð ég að bæta honum það upp einhvern veginn. Mér finnst líka erfitt að biðja fólk um að gera mér greiða. Hug- myndin um að maður geti beðið um eitt- hvað og fengið það er mér algerlega fram- andi.“ Eins og Margrét er hún ákveðin í því að halda mynstrinu ekki áfram gagnvart börn- um sínum. „Ef ég læt eitthvað eftir yngra barninu einu sinni þá passa ég mig á að vera ströng næst, jafnvel þótt það kosti læti.“ Þegar Margrét lítur til baka finnur hún til meðaumkvunar með móður sinni. „Það er bagalegt að hún skyldi ekki hafa hug- rekki til þess að berjast fyrir strákunum sínum. Það er hræðilegt fýrir konu þegar börn eru tekin ffá henni." Bæði fórnarlömb mismununar og þeir sem reyna að hjálpa þeim væru áreiðan- lega sammála því að það besta sem við for- eldrar getum gert fýrir börnin er að gefa sérhverju þeirra það öryggi sem fest þeg- ar þau vita að velferð þeirra og hamingja er okkur mikilvægari en nokkuð annað. EKKI FALLA í GILDRUNA • Getur verið að þú mismunir einu barna þinna? Foreldrar eru sér oft ómeðvitaðir um að þeir geri það, en ýmislegt getur bent til þess: • Faðmarðu gjarnan eitt barn ótilhvatt, en bíður þangað til annað barn leitar til þín eftir merki um væntumþykju? • Er yngsta barnið langþráður sonur eða langþráð dóttir, sem fett er á eftir tveimur eða fleiri börnum af andstæða kyninu? Ef svo er, finnst þér þú hafa náið samband við „litla barnið" og útilokarðu e.t.v. hin börn- in fýrir vikið? • Kaupirðu fleiri gjafir handa einu barni en öðru, eða eyðirðu meiri tíma í að velja gjafir handa einu þeirra? • Ertu oftar pirruð/aður út í eitt barnanna eða eyðirðu mikilli orku í að njóta nær- veru við annað barn? • Beiðstu kannski árum saman eftir yngsta barninu? Finnurðu fyrir því að það barn er þér nánara en hin börnin og gæti það útilokað þig frá hinum börnunum? • Eigið þið hjónin hvort sitt uppáhalds- barn? Ef svo er, leiðir það til árekstra í fjöl- skyldunni? • Hegðar eitt barna þinna sér illa? Barnið gæti verið útundan og verið að reyna að vekja á sér athygli þess vegna. • Ertu mjög ströng/strangur við eitt barna þinna en lætur meira eftir öðru barni? • . Ef þú kannast við eitthvert þessara atriða þá geturðu gert eitthvað við þessu. Geðlæknirinn John Birtchnell býður ffam eftirfarandi ráðleggingar: • Spurðu sjálfa/n þig fyrst hvers vegna þú velur þér eitt barnanna sem uppáhald. Til dæmis finnst mæðrum, sem voru sjálfar einkabörn, auðveldara að ná sambandi við dóttur heldur en son. • Gerðu þér grein fyrir því hve fljótlegt er að mynda vítahring. Ef barn sem minna er metið hegðar sér illa gæti þér fundist réttlætanlegt að mismuna því meira. Reyndu þess í stað að snúa mismununinni við og útskýrðu fýrir uppáhaldi þínu hvað þú ert að gera. • Ræddu við maka þinn um hvers konar áhyggjur sem þú gætir haft af því að eitt barnanna er í uppáhaldi hjá ykkur. Ákveð- ið að benda hvoru öðru á hættumerkin og reynið að ákveða hvernig vinna skuli að málinu. • Ef þú og maki þinn hafið valið uppáhald úr, reynið þá að skipta um hlutverk áður en fjölskyldan sundrast. Farðu með út- valda barn maka þíns í sérstakar skemmti- ferðir o.s.frv. og öfugt. Sýnið börnum ykk- ar að báðum foreldrum þykir jafn vænt um þau öll. • Ef eitthvert barna þinna kemur til þín og heldur því ffam að því sé mismunað, bandaðu ekki ákærunni frá þér. Athugaðu þess í stað vandlega hvort ábendingin sé réttlát og mundu að slæm hegðun er oft hróp barnsins á hjálp. □ 38 VIKAN 8. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.