Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 54

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 54
Kvikmyndin Þrjú andlit Evu hefur verið sýnd hér í kvik- myndahúsum sem og nokkrum sinnum í sjón- varpi. Eftirminnileg mynd þar sem Jóhanna Wood- ward fór með hlutverk Evu og hlaut Óskarsverðlaun- in fyrir. Raunir Evu, sem svo vel er lýst í kvikmyndinni, eru óhorfendum ógleym- anleg. En hvað skildi hafa ó daga Evu drifið fró því kvikmyndasagan sagði skilið við hana? Því lýsir Ævar R. Kvaran í þessari grein. var blátt áfram skömm tengd því að vera geðveikur — enda var farið með geðveikt fólk eins og það væri með smitandi holds- veiki. „Sannleikurinn var sá, að það var ekki einu sinni búið að lækna mig þegar kvik- myndin var sýnd og bókin kom út, enda þótt dr. Thigpen héldi slíku fram.“ Hann taldi hana ekki þurfa neina frekari lækn- ingu við sjúkdómi sínum. Síðar, þegar doktorinn var spurður nánar um þetta, hélt hann því fram að hann hefði aldrei sagt að Chris hefði náð fullum bata. „Ég vonaði til Guðs að svo væri,“ sagði hann, „en sannleikurinn er sá að þegar um sál- ræna sjúkdóma er að ræða getur verið mjög erfitt að átta sig á slíku. Ég taldi að vísu að erfiðleikar gætu komið fram með- an hún væri að ná sér. En ég taldi þá ekki vera mjög alvarlega. Ég hafði ekki hug- mynd um að hún þjáðist ennþá af per- sónuleikatruflunum. Ég er stórhrifinn af því sem hún hefúr áorkað og finn til mikillar vináttu til hennar. Næstu ár reyndi Chris að leita til fjög- urra annarra lækna, en án árangurs. Þetta leiddi til slíkrar örvæntingar að hún reyndi sjálfsmorð. „Mér fannst ég vera alltof mikil byrði á fjölskyldu minni og myndi aldrei fá lækningu," sagði hún. Það sem gerðist næst var að fjölskylda hennar fluttist til Fairfax í Virginíufylki, þar sem hún árið 1970 kynntist geðlækninum Tony Tsitos. „Það fyrsta sem hann sagði við mig var: „Þú getur orðið heilbrigð." En þetta var einmitt það sem Chris hafði allan tímann þráð að trúa, „og nú gerði ég það í fyrsta skipti," sagði hún. Eftir fjögurra ára meðferð og hjálp dr. Frh. á bls. 54 TEXTI: ÆVAR KVARAN s Arið 1957 kom á markaðinn kvik- mynd frá Hollywood sem átti eftir L að vekja geysilega athygli. Hún hlaut nafhið Þrjú andlit Evu. En þegar þessi stórkostlega kvikmynd var gerð vissi enginn hver hin raunverulega Eva var, því hún var til. Jafnvel leikkonan ágæta, sem lék þessa konu svo dásamlega að hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir, hafði ekki hugmynd um það hver hin raunverulega Eva væri. Ég man það að ég varð mjög glaður þegar ég frétti að Jóhanna Woodward hefði hlot- ið þessa miklu viðurkenningu sem lista- maður, því mér þykir þetta ennþá með allra merkilegustu afrekum í leiklist sem ég hef kynnst. Tilgangur minn í þessu erindi er að segja ykkur í stórum dráttum sögu kon- unnar, sem var og er hin raunverulega Eva þessarar stórkostlegu kvikmyndar. Hún heitir nú Christine Costner Sizemore. En nú mun ég segja ffá því sem gerðist eftir að þessi kvikmynd var gerð. Þetta er sagan af því hvemig hún sigraðist á og losnaði við þá púka sem voru að gera henni lífið óbærilegt. Og hvernig hún þannig breytt- ist í heilsteypta manneskju. „Þegar kvikmyndin kom á markaðinn sá ég hana ekki,“ segir Chris, sem nú er yndisleg kona á sjötugsaldri. Það stafaði af því að dr. Corbett Thigpen, sem hafði stundað hana, sagði henni að gera það ekki. Hann sagði mér að segja aldrei nein- um ffá því að ég væri Eva. En hann hafði skrifað bókina, sem kvikmyndin var byggð á. „Hann sagði mér að ef ég gerði það þá gætu bömin mín ekki gengið í skóla og eiginmaður minn myndi missa vinnu sína. Ég geri ráð fyrir að með þessu hafi læknir- inn verið að reyna að vernda mig.“ Því má ekki gleyma að á þessum tímum DULFRÆÐI 52 VIKAN 8. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.