Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 32

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 32
FYR5TU KYnMI Valdimar Örnólfsson og Kristín Jónasdóttir Skugga-Sveinn réi úrslitum Að sjálfsögðu þótti ljósmyndara Vikunnar eðlilegast að myndatakan af skiðakónginum og eig- inkonu hans ætti sér stað i sjónum fyrir utan heimili þeirra. „Við hittumst fyrst í Aust- urstræti árið 1959. Úlfar Skæringsson, skíðafélagi minn sem búið hefúr í Bandaríkjunum, kynnti mig þá fýrir Kristínu. Það mynduðust strax hlýjar til- finningar á milli okkar. Samt liðu um tvö ár þar til fúndum okkar bar saman aftur. Það er skemmtileg saga á bak við það,“ segir Valdimar Ömólfsson, íþróttastjóri Háskólans og skíðakappi, um fyrstu kynni þeirra Kristínar Jónasdóttur en þau gengu í það heilaga 19. mars 1963. Hún tæplega þrítug og hann þrjátíu og eins árs. Hún fædd 24. apríl 1933, í nautsmerkinu, hann 9. febrúar og því vatnsberi. „Við höfúm ekki hugsað mikið um merkin en naut og vatnsberi eiga vel saman. Nautið er ákveðið en sem betur fer sveigjan- legt,“ bætir Valdimar við og hlær. En vindum okkur strax að jólaævintýrinu árið 1961 þeg- ar þau Valdimar og Kristín hittust aftur tveimur árum eft- ir Austurstrætiskynnin. „Ég vann á þessum árum sem flug- Valdimar og Kristín gengu í það heilaga 19. mars 1963. freyja hjá Loftleiðum og sam- kvæmt vinnuáætlun átti ég að vera úti í Hamborg í Þýska- landi um þessi jól. Ég var hins vegar harðákveðin í að vera heima í þetta skiptið enda hafði það oft áður komið í minn hlut að vinna um jólin. Ég bað því endregið um að vera heima um hátíðina og vinna sem hlaðfreyja. Ég man að flugfreyjan sem fór út í stað- inn sendi mér ekki mjög hýrt auga á leiðinni út í vél en það breyttist síðar þegar hún frétti af jólasögu minni. Ég hafði oft farið á frumsýn- ingar í Þjóðleikhúsinu með foreldrum mínum. Jólaleikrit- ið að þessu sinni var Skugga- Sveinn og fór ég með þeim á það. Þannig vildi til að Valdi- mar lék Harald í leikritinu og verð ég að játa að það hafði sín áhrif á það að ég vildi alls ekki missa af sýningunni. Eftir sýn- ingu brá ég mér niður í Þjóð- leikhúskjallara ásamt tveimur vinkonum mínum og þar hitt- umst við Valdimar," segir Kristín. „Ég bauð henni upp í dans og má segja að við höfum dansað sleitulaust saman síðan. Okkur var boðið í sam- kvæmi eftir ballið en þegar þangað kom var enginn heima. Það var því ekki annað að gera en halda heim á leið. Ég ók vinkonum Kristínar fyrst heim en þegar við komum heim til hennar, en hún bjó í foreldra- húsum, var allt uppljómað. Kristín bauð mér að koma inn og fá kaflfl. Á meðal gesta Frh. á bls. 34 32 VIKAN 8.TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.