Vikan


Vikan - 20.04.1989, Page 32

Vikan - 20.04.1989, Page 32
FYR5TU KYnMI Valdimar Örnólfsson og Kristín Jónasdóttir Skugga-Sveinn réi úrslitum Að sjálfsögðu þótti ljósmyndara Vikunnar eðlilegast að myndatakan af skiðakónginum og eig- inkonu hans ætti sér stað i sjónum fyrir utan heimili þeirra. „Við hittumst fyrst í Aust- urstræti árið 1959. Úlfar Skæringsson, skíðafélagi minn sem búið hefúr í Bandaríkjunum, kynnti mig þá fýrir Kristínu. Það mynduðust strax hlýjar til- finningar á milli okkar. Samt liðu um tvö ár þar til fúndum okkar bar saman aftur. Það er skemmtileg saga á bak við það,“ segir Valdimar Ömólfsson, íþróttastjóri Háskólans og skíðakappi, um fyrstu kynni þeirra Kristínar Jónasdóttur en þau gengu í það heilaga 19. mars 1963. Hún tæplega þrítug og hann þrjátíu og eins árs. Hún fædd 24. apríl 1933, í nautsmerkinu, hann 9. febrúar og því vatnsberi. „Við höfúm ekki hugsað mikið um merkin en naut og vatnsberi eiga vel saman. Nautið er ákveðið en sem betur fer sveigjan- legt,“ bætir Valdimar við og hlær. En vindum okkur strax að jólaævintýrinu árið 1961 þeg- ar þau Valdimar og Kristín hittust aftur tveimur árum eft- ir Austurstrætiskynnin. „Ég vann á þessum árum sem flug- Valdimar og Kristín gengu í það heilaga 19. mars 1963. freyja hjá Loftleiðum og sam- kvæmt vinnuáætlun átti ég að vera úti í Hamborg í Þýska- landi um þessi jól. Ég var hins vegar harðákveðin í að vera heima í þetta skiptið enda hafði það oft áður komið í minn hlut að vinna um jólin. Ég bað því endregið um að vera heima um hátíðina og vinna sem hlaðfreyja. Ég man að flugfreyjan sem fór út í stað- inn sendi mér ekki mjög hýrt auga á leiðinni út í vél en það breyttist síðar þegar hún frétti af jólasögu minni. Ég hafði oft farið á frumsýn- ingar í Þjóðleikhúsinu með foreldrum mínum. Jólaleikrit- ið að þessu sinni var Skugga- Sveinn og fór ég með þeim á það. Þannig vildi til að Valdi- mar lék Harald í leikritinu og verð ég að játa að það hafði sín áhrif á það að ég vildi alls ekki missa af sýningunni. Eftir sýn- ingu brá ég mér niður í Þjóð- leikhúskjallara ásamt tveimur vinkonum mínum og þar hitt- umst við Valdimar," segir Kristín. „Ég bauð henni upp í dans og má segja að við höfum dansað sleitulaust saman síðan. Okkur var boðið í sam- kvæmi eftir ballið en þegar þangað kom var enginn heima. Það var því ekki annað að gera en halda heim á leið. Ég ók vinkonum Kristínar fyrst heim en þegar við komum heim til hennar, en hún bjó í foreldra- húsum, var allt uppljómað. Kristín bauð mér að koma inn og fá kaflfl. Á meðal gesta Frh. á bls. 34 32 VIKAN 8.TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.