Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 34

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 34
dósaopnarans Matur í niðursuðudósum hefði líklega orðið vinsælli mun fyrr ef einhver hefði uppgötvað dósaopnarann fyrr en raun ber vitni. Eins og með svo margar uppgötvanir og nýj- ungar, þá áttu styrjaldir þátt í því að dósa- matur varð til. Vandamálin sem komu upp varðandi fæðu hermannanna sem börðust með Napóleon í styrjöldum hans, ollu því að ffanska stjórnin hvatti uppfmninga- menn til að reyna að finna betri leiðir til að geyma matvæli. Eftir 10 ára tilraunastarfsemi lét kaup- maðurinn Peter Durand, sem sá um að afla matvæla fyrir breska herinn, loksins skrá- setja fyrstu tæknilegu aðferðina við að sjóða matvæli niður. Þetta var árið 1810 og eftir að gagnsemi þessarar aðferðar hafði verið sannreynd í stríðinu árið 1812, þá voru breskir neytendur fljótir að taka við sér og nýta sér matinn í tindósun- um. En að opna dósirnar var meira en að segja það. f stríðinu 1812 notuðu bresku hermennirnir byssustingi, vasahnífa og ef það dugði ekki til þá skutu þeir á dósirnar úr rifflum sínum, segir í bók Charles Pan- ati Extraordinary Orígins of Everyday Things. Á dós með niðursoðnu kálfakjöti, sem landkönnuðurinn Sir William Parry var með í heimskautaferð sinni árið 1824, voru eftirfarandi opnunarleiðbeiningar: „Farið eftir brúninni ofan á dósinni með sporjárni um leið og slegið er á það með hamri“. Og í sannleika sagt, þá segja sumir stríðssagnfræðingar að byssustingurinn hafi verið hannaður af járnsmið í ffanska bænum Bayonne og að hann hafi upphaf- lega ekki verið hugsaður sem vopn, heldur dósaopnari. f raun má segja að byssustingur hafi ver- ið ágætis tæki til að nota á dósirnar sem voru ffamleiddar snemma á 19. öldinni. Samkvæmt Charles Panati voru fýrstu dós- irnar stórar, þykkar, oft gerðar úr járni og stundum þyngri en maturinn sem í þeim var. Dós Parrys, sú fýrrnefnda með kálfa- kjötinu, vó tóm um 500 gr. Það var ekki fýrr en eftir miðja 19- öld að til sögunnar komu þynnri stáldósir með kanti ofan á og þá fýrst var einhver möguleiki á að dósa- opnarar gætu orðið eitthvert einfalt áhald. Fyrsti dósaopnarinn var fundinn upp 1858, en hann náði aldrei vinsældum. Og í sannleika sagt þá var hann hreinlega hættulegur, með stóru bognu blaði og minnti á ljá. Dósaopnari með hjólblaði eins og þeir eru með nú, var fyrst skrásett- ur árið 1870. Sagtenntu snúningshjóli var bætt á opnarann árið 1925 og rafmagns dósaopnari kom fyrst á markaðinn fyrir jólin árið 1931- Síðasta augljósa skrefið var að finna upp dós sem hægt væri að opna án áhalda. Þetta hefur tekið nærri tvær aldir, en að opna niðursuðudós berhentur er ekki lengur efhiviður í Guinness affekabókina. Nútíma dósir eru margar hverjar með auð- velt-að-rífa-af flipum á hliðinni. Togið bara í og — gjörið svo vel — kvöldmaturinn er tilbúinn! □ „Ég passaði mlg á að vera ekki of ágengur," segir Valdimar er hann rifjar upp fýrstu kynni þeirra Kristínar. Frh. af bls 32 heima hjá henni var Karl Ó. Runólfsson, tónskáld og eigin- maður móðursystur hennar, Helgu Kristjánsdóttur. Karl samdi lög við þulurnar í Skugga-Sveini og fylgdist off með æfingum. Um leið og hann sá mig hrópaði hann: Haraldur! hvern fjárann ert þú að gera hér?“ Næstu daga höfðu þau Valdi- mar og Kristín ekkert samband. Gamlárskvöld rann upp. „Ég hugsaði með mér: Skyldi hann hringja? Skyldi hann hringja? En hann hringdi ekki.“ „Ég passaði mig á að vera ekki of ágengur," skýtur Valdi- mar inn í. En nokkrum dögum síðar hringdi Valdimar og bauð Kristínu út í Klúbbinn. Þetta var allt að fæðast. En skömmu síðar tók Kristín sér ffí ffá flugfreyjustörfúm og hélt til Spánar til 5 mánaða dvalar til að læra spænsku. Þau skrifúðust á og þegar Kristín kom heim kom allt af sjálfu sér. „Við opinberuðum ekki, við vorum orðin of gömul til þess fannst okkur. En 19- mars 1963 giftum við okkur og byrj- uðum að búa. Við giffum okk- ur á miðvikudegi í sól og blíðu. Séra Jónas Gíslason gaf okkur saman í kapellu Háskól- ans. Þegar hann minntist á það í ræðu sinni að konan skyldi vera manni sínum undirgefin gaf Kristín mér gott olnboga- skot. Jafnréttisbaráttan var hafin.“ Eftir giffinguna héldu þau strax til Bergen í Noregi þar sem Valdimar átti að keppa á skíðum í borgakeppni milli Reykjavíkur, Glasgow og Bergen. Þetta var bæði brúð- kaupsferð og keppnisferðalag. „Mér gekk ágætlega í sviginu og varð annar. En í stórsviginu varð ég fyrir því óláni að togna illa á fæti og öxl. Brúðkaups- ferðin breyttist því nokkuð. í stað þess að fagna sigri í stór- sviginu eins og ég ætlaði mér þurfti eiginkonan, komin sex mánuði á leið, næstum því að bera mig slasaðan heim á hótel.“ Þau Valdimar og Kristín eiga þrjá syni. Jónas eðlisfræðing, sem Kristín bar undir belti í Bergen, feddur 3. júní 1963, Örnólf, íslandsmeistara á skíð- um við ffönskunám í Grenoble háskóla, feddur 4. nóvember 1964 og Kristján læknanema, fæddur 12. janúar 1967. 34 VIKAN 8. TBL. 1989 FYR5TU KYnm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.