Vikan


Vikan - 20.04.1989, Side 34

Vikan - 20.04.1989, Side 34
dósaopnarans Matur í niðursuðudósum hefði líklega orðið vinsælli mun fyrr ef einhver hefði uppgötvað dósaopnarann fyrr en raun ber vitni. Eins og með svo margar uppgötvanir og nýj- ungar, þá áttu styrjaldir þátt í því að dósa- matur varð til. Vandamálin sem komu upp varðandi fæðu hermannanna sem börðust með Napóleon í styrjöldum hans, ollu því að ffanska stjórnin hvatti uppfmninga- menn til að reyna að finna betri leiðir til að geyma matvæli. Eftir 10 ára tilraunastarfsemi lét kaup- maðurinn Peter Durand, sem sá um að afla matvæla fyrir breska herinn, loksins skrá- setja fyrstu tæknilegu aðferðina við að sjóða matvæli niður. Þetta var árið 1810 og eftir að gagnsemi þessarar aðferðar hafði verið sannreynd í stríðinu árið 1812, þá voru breskir neytendur fljótir að taka við sér og nýta sér matinn í tindósun- um. En að opna dósirnar var meira en að segja það. f stríðinu 1812 notuðu bresku hermennirnir byssustingi, vasahnífa og ef það dugði ekki til þá skutu þeir á dósirnar úr rifflum sínum, segir í bók Charles Pan- ati Extraordinary Orígins of Everyday Things. Á dós með niðursoðnu kálfakjöti, sem landkönnuðurinn Sir William Parry var með í heimskautaferð sinni árið 1824, voru eftirfarandi opnunarleiðbeiningar: „Farið eftir brúninni ofan á dósinni með sporjárni um leið og slegið er á það með hamri“. Og í sannleika sagt, þá segja sumir stríðssagnfræðingar að byssustingurinn hafi verið hannaður af járnsmið í ffanska bænum Bayonne og að hann hafi upphaf- lega ekki verið hugsaður sem vopn, heldur dósaopnari. f raun má segja að byssustingur hafi ver- ið ágætis tæki til að nota á dósirnar sem voru ffamleiddar snemma á 19. öldinni. Samkvæmt Charles Panati voru fýrstu dós- irnar stórar, þykkar, oft gerðar úr járni og stundum þyngri en maturinn sem í þeim var. Dós Parrys, sú fýrrnefnda með kálfa- kjötinu, vó tóm um 500 gr. Það var ekki fýrr en eftir miðja 19- öld að til sögunnar komu þynnri stáldósir með kanti ofan á og þá fýrst var einhver möguleiki á að dósa- opnarar gætu orðið eitthvert einfalt áhald. Fyrsti dósaopnarinn var fundinn upp 1858, en hann náði aldrei vinsældum. Og í sannleika sagt þá var hann hreinlega hættulegur, með stóru bognu blaði og minnti á ljá. Dósaopnari með hjólblaði eins og þeir eru með nú, var fyrst skrásett- ur árið 1870. Sagtenntu snúningshjóli var bætt á opnarann árið 1925 og rafmagns dósaopnari kom fyrst á markaðinn fyrir jólin árið 1931- Síðasta augljósa skrefið var að finna upp dós sem hægt væri að opna án áhalda. Þetta hefur tekið nærri tvær aldir, en að opna niðursuðudós berhentur er ekki lengur efhiviður í Guinness affekabókina. Nútíma dósir eru margar hverjar með auð- velt-að-rífa-af flipum á hliðinni. Togið bara í og — gjörið svo vel — kvöldmaturinn er tilbúinn! □ „Ég passaði mlg á að vera ekki of ágengur," segir Valdimar er hann rifjar upp fýrstu kynni þeirra Kristínar. Frh. af bls 32 heima hjá henni var Karl Ó. Runólfsson, tónskáld og eigin- maður móðursystur hennar, Helgu Kristjánsdóttur. Karl samdi lög við þulurnar í Skugga-Sveini og fylgdist off með æfingum. Um leið og hann sá mig hrópaði hann: Haraldur! hvern fjárann ert þú að gera hér?“ Næstu daga höfðu þau Valdi- mar og Kristín ekkert samband. Gamlárskvöld rann upp. „Ég hugsaði með mér: Skyldi hann hringja? Skyldi hann hringja? En hann hringdi ekki.“ „Ég passaði mig á að vera ekki of ágengur," skýtur Valdi- mar inn í. En nokkrum dögum síðar hringdi Valdimar og bauð Kristínu út í Klúbbinn. Þetta var allt að fæðast. En skömmu síðar tók Kristín sér ffí ffá flugfreyjustörfúm og hélt til Spánar til 5 mánaða dvalar til að læra spænsku. Þau skrifúðust á og þegar Kristín kom heim kom allt af sjálfu sér. „Við opinberuðum ekki, við vorum orðin of gömul til þess fannst okkur. En 19- mars 1963 giftum við okkur og byrj- uðum að búa. Við giffum okk- ur á miðvikudegi í sól og blíðu. Séra Jónas Gíslason gaf okkur saman í kapellu Háskól- ans. Þegar hann minntist á það í ræðu sinni að konan skyldi vera manni sínum undirgefin gaf Kristín mér gott olnboga- skot. Jafnréttisbaráttan var hafin.“ Eftir giffinguna héldu þau strax til Bergen í Noregi þar sem Valdimar átti að keppa á skíðum í borgakeppni milli Reykjavíkur, Glasgow og Bergen. Þetta var bæði brúð- kaupsferð og keppnisferðalag. „Mér gekk ágætlega í sviginu og varð annar. En í stórsviginu varð ég fyrir því óláni að togna illa á fæti og öxl. Brúðkaups- ferðin breyttist því nokkuð. í stað þess að fagna sigri í stór- sviginu eins og ég ætlaði mér þurfti eiginkonan, komin sex mánuði á leið, næstum því að bera mig slasaðan heim á hótel.“ Þau Valdimar og Kristín eiga þrjá syni. Jónas eðlisfræðing, sem Kristín bar undir belti í Bergen, feddur 3. júní 1963, Örnólf, íslandsmeistara á skíð- um við ffönskunám í Grenoble háskóla, feddur 4. nóvember 1964 og Kristján læknanema, fæddur 12. janúar 1967. 34 VIKAN 8. TBL. 1989 FYR5TU KYnm

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.