Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 46

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 46
HJOMABAMD ÉG ER SEINNI KONA MANNSINS MÍNS Hvernig gengur þér að takast ó við fortíð mannsins þíns? Hvaða vandamól þarftu að glíma við? Hvernig tekstu ó við þau? ÞÝÐING: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Há skilnaðartíðni gerir það að verkum að sífellt fleiri ógiftar konur horfast í augu við það að tilvonandi sambýlis- eða eiginmaðurinn er fráskilinn. Er þetta galli, eða gæti það verið kostur? Mun það kosta endalaus símtöl til fýrrverandi eiginkonunnar til þess að komast að samkomulagi um hver haíi börnin um helgina, háan kostnað vegna meðlagsgreiðslna, eða þýðir það þroskaðri og umhyggjusamari eiginmann sem er ákveðinn í að endurtaka ekki sömu mis- tökin? Ef þú hefur ákveðið að taka áhættuna ertu sjáifsagt komin á kaf í hamingjusam- legt heimiiislíf...eða hvað? Það væri skort- ur á raunsæi að gera ráð fýrir því að líf seinni konu haldist ósnert af fyrra hjóna- bandi mannsins hennar. En með því að fylgja nokkrum einföldum reglum get- urðu einfaldað lífið talsvert fýrir þér og manni þínum. Að tala illa um fyrrverandi eiginkonuna Þótt maðurinn þinn tali á stundum illa um fýrri konu sína er það ekki sniðugt af þér að taka þátt í illmælginni, því það er auðvitað satt að tvær hliðar séu á hverju máli og þú græðir ekkert á því að flækja þig í slíka gagnrýni. Þú skalt reyna eins og þú getur að sýna þagmælsku. Það má vera að maðurinn sé sár og reiður, en fyrri kona hans hefur ekki gert þér neitt. Ef þú stendur þig að því að samsinna því að hún hafi örugglega verið viðbjóðslegasta mannveran á hnettinum þá gæti það stafað af óöryggi frá þinni hendi um samband þitt við manninn þinn. En ef þú viðurkennir það fyrir þér að hún er raunveruleg manneskja, en ekki hold- gervingur hins illa, þá mun maðurinn þinn bera meiri virðingu fyrir þér og þá verður líka auðveldara fyrir þig að hafa samskipti við hana, sem er mjög líklega nauðsynlegt, einkum ef börn eru með í spilinu. Ef þér finnst hún raunverulega erfið þá skal því ekki gleymt að kímnigáfan leysir oft upp spennu í erfiðum kringumstæðum. Ein hjón uppnefndu þá fýrrverandi „Ljúfu“, af því að hún var það alls ekki! Munu vinir hans meðtaka þig? Fyrr eða síðar hittirðu vini mannsins þíns, fólk sem þekkti og líklega líkaði vel við fyrrverandi konuna hans. Auðvitað er það ekki spennandi tilhugsun, en hvernig er best að snúa sér? Vertu jákvæð og reyndu að búast ekki við kraftaverkum. Minntu sjálfa þig á að maðurinn þinn er með þér núna vegna þess að hann langar til þess að vera það. Segðu honum hvernig þér líður til þess að hann geti talið í þig kjark. Mundu að við- brögðin verða misjöfh, en það er næstum því öruggt að einhver stífni verður þar til að byrja með. Þessu skaltu mæta með ró- legu brosi. Vonandi hermir fólkið það eftir þér. Gerðu því ljóst að þú munir ekki fara hjá þér þótt minnst sé á fýrri konuna í þinni viðurvist. Þú gætir sagt sem svo: „Eins og ég var að segja við Ingu um daginn..." Eða, ef þú getur ekki fengið þig til þess að nota þesskonar félagslegt for- varnarkerfi, láttu þá fólkið vita að það sé í lagi að minnast á hana. En ef athugasemd- irnar verða of sterkar með eða á móti henni, eða skotin á þig of hörð, skaltu draga þig virðulega í hlé. Þetta fólk er bara áhorfendur að sambandi þínu og hversu miklu skiptir álit þess þegar á allt er litið? 44 VIKAN 8. TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.