Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 29

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 29
Rætur og rómantík TEXTI: JÓN KR. GUNNARSSON MVNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Sterkar eru rætur íslendingsins. Þeir eða niðjar þeirra leita gjarnan upprunans þótt þeir hverfi á brott um árabil. Það sannast að þessu sinni. Það er varla í frásögur færandi þótt fram fari hjónavígsla, en fyrir skömmu fór fram í Garðakirkju hjónavígsla sem átti sér talsvert sérstæðan aðdraganda. Brúðhjónin eru bæði bandarískir ríkisborgarar en hún er að hálfu ■slendingur. Faðir brúðarinnar fæddist árið 1889 í Hafnarfirði en ólst upp austur í Flóa til 12 ára aldurs. Nöfn brúðhjónanna eru Christine Longhill og Bill Gardy. Þau eru bæði um sextugt og hafa bæði verið í hjónabandi áður og eiga hvort um sig fjögur börn. Við spurðum brúðina hvers vegna þau völdu íslands til að ganga í hjónaband. Langaði til íslands „Faðir minn var íslendingur en hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1915 og kvæntist þar síðar móður minni. Hann langaði alltaf til að fara aftur til íslands þó ekki væri nema í heimsókn. En bömin urðu sjö svo honum fannst hann ekki geta farið til íslands fyrr en þau væru vaxin úr grasi, svo því var aftur og aftur slegið á frest. Raunin varð sú að það varð ekki af íslandsferð áður en hann dó. Mér finnst að ég sé að nokkru leyti að uppfylla innilegustu ósk föður míns um íslandsferð með því að gifta mig á íslandi. Við völdum Garðakirkju því þar var faðir minn fermdur. Hann fæddist reyndar í Hafriarlirði en ólst upp í Langholti í Flóa hjá ömmu sinni til tólf ára aldurs. Þá kom hann aftur heim til Hafnarfjarðar til að fermast og fara í skóla. Við vitum að faðir minn var í Flensborgarskóla en lauk síðar námi frá Verslunarskólanum. Síðar fór hann í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Á íslandi var hann til sjós. Við vitum að hann var á vorvertíð frá Höfh í Homafirði og svo var hann einnig talsvert á togumm. Þannig gat hann kostað nám sitt. Eftir námið vann hann í tvö ár í Kaupmannahöfri en fór svo til Bandaríkjanna. Hann gekk í herinn og gegndi herþjónustu í tæp fimm ár. Var meðal annars í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Það var um það leyti sem hann kom firá Frakklandi sem hann kynntist móður minni, eða árið 1919. Á íslandi hét faðir minn Jón Diðrik Jónsson en hann breytti nafiii sínu á meðan hann var í hernum í John D. Longhill. Longhill virðist vera bein þýðing úr Langholt, en þar leið honum vel í æsku. í Langholti bjó þá Úlfhildur amma hans. Ég er viss um að við emm að uppfylla ósk föður míns með því að ganga í hjónaband á íslandi og vissulega er ég líka að uppfylla eigin ósk. Mér finnst að hingað til fslands liggi sterkar rætur. Ég hef heimsótt þá staði sem ég veit að faðir minn var á og ég hef heimsótt ættingja. Þannig hef ég kynnst betur uppmna föður míns og mér finnst ég tengjast íslandi sterkum böndum. Ég finn til skyldleikans. Þegar ég sé staði þar sem faðir minn bjó koma fram í hugann sögur sem hann sagði og mörgum þóttu ótrúlegar heima, en nú skil ég þær miklu betur. Ég bý á Flórída og þó ég hafi séð snjó áður hef ég aldrei séð snjókomu fyrr en nú. Hraun þekkti ég aðeins úr sögum pabba þar til fyrir fjómm ámm þegar ég kom hingað fyrst. Þegar ég kom í þessa fallegu kirkju fyrst og horfði út á sjóinn verkaði það sterkt á HJÓMABAND 8. TBL. 1989 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.