Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 60

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 60
DODO & THE DODOS m Ht frá því Dodo Gad sló í #\gegn sem móöir Dan- mörk í laginu Resepp- m m Ten, sem gefið var út vegna heimsmeistarakeppni í fótbolta 1986, hefur vegur henn- ar verið uppá við. Fyrsta plata hljómsveitarinnar Dodo & The Dodos hafði meðal annars að geyma lagið Giv mig hvad du har sem naut mikilla vinsælda fyrjr tæpum tveimur árum. Nú hefur sveitin sent frá sér aðra plötu og ekki er hún af verri endanum. Það er ekki á hverj- um degi sem maður fær danska plötu upp í hendurnar sem hljómar eins og fyrir alþjóða- markað. Allur hljómur á þessari plötu er með ágætum. En hver eru Dodo & The Dodos? Hljómsveitin á rætur að rekja til Hellerup skólans þar sem nokkrir meðlimanna voru nem- endur og Michael Bruun var tónlistarkennari. Hann hefur stjórnað upptökum á báðum plötum þeirra. Fyrst hét hljóm- sveitin Copyright og þá voru það Anders Valbro gítarleikari og Lars Thorp trommuleikari sem fengu til liðs við sig Jens Rud og stúlku að nafni Maria Gad, en hún var aldrei kölluð annað en Dodo. Copyright vakti aldrei neina athygli, fékk aðeins að spila nokkrar helgar í mánuði í stutta stund, en þetta var ómetanlegur æfingatími fyrir þau. Það var á þessum tíma sem Steen Christiansen heyrði í þeim og gekk til liðs við sveitina. Það er athyglisvert að enginn í hljóm- sveitinni spilar á bassa. Ákveðið var að spila bassa- hljóminn af hljómborðum til að byrja með. Það er enn gert og er eitt einkenni Dodo and The Do- dos í dag. Þau eyddu miklum tíma í prufuupptökur til að kynna fyrir hljómplötufyrirtækjum og tóku upp um 20 lög. Krakkarnir voru stoltir af því sem þeir voru að gera og því kom það sem köld gusa í andlit þeirra þegar þeim var sagt að fimm lög væru í lagi, en allt annað væri drasl. Hljóm- plötufyrirtækið Reply sá þó þarna mjög efnilega hljómsveit og ákvað að gefa þeim tækifæri. Michael Bruun var fenginn til að hjálpa til við útsetningar og stjórna upptökum. Útkoman kom svo fyrir eyru almennings á árið 1987 þegar lögin Giv mig hvað du har og Go nat komu út á smáskífum. Síðan kom breiðskífa, sem hefurfeng- ið mjög góðar viðtökur. Rétt eftir áramótin kom svo önnur breiðskífa sveitarinnar og virðist sem hún ætli að fá enn betri viðtökur en sú fyrri. Dansk- ir hljómplötuframleiðendur heldu sína fyrstu uppskeruhátíð í byrjun mars og þar var Dodo And The Dodos koskin besta hljómsveit Danmerkur 1988. Á næstu vikum kemur svo út fyrsta plata hljómsveitarinnar sem ætluð er alþjóðlegum markaði og eru á henni enskir textar. Það verður spennandi fyrir aðdáendurna að fylgjast með Dönunum á alþjóðavett- vangi. □ BESTA HUOMSVEIT DANMERKUR GRÍNARIEÐA POPPARI? Elvis Costello er enginn venjulegur lagahöfundur og flytjandi. Hann hefur á 12 árum sent frá sér jafn- margar breiðskífur. Þetta er nokkuð mikil afkastageta þegar horft er á safnið í heild. Þarna eru plötur sem inni- halda hvert vinsældalistalagið á fætur öðru, svo sem Every- day I Write The Book og Ol- ivers Army. Einnig sendi hann frá sér kántrýplötu og hélt síðan tónleika með Roy- al Philharmonic Orchestra í Royal Albert Hall. Það er ekki tilviljun að sagt er um hann: Hann héti hugmynda- ríkur að millinafni ef það væri ekki Patrick nú þegar. Elvis Costelo er fæddur seinni hluta ágústmánaðar 1955 og var skírður Declan McManus. Sonur Ross McManus sem var söngvari Joe Loss band á sínum tíma. Saga Costello hófst 1976 þegar hann eftir nokkur misheppnUð ár í poppinu fékk hljómplötusamning hjá Stiff útgáfunni í Bretlandi. Sam- hliða því breytti hann um nafn og náði strax athygli tónlistar- unnenda. Costello hefur aldrei farið troðnar slóðir og því til sönnunar má nefna kántrý- plötuna sem hann sendi frá sér 1981 og heitir Almost Blue. Þar fékk hann til liðs við sig þekkta snillinga frá Nash- ville sem er nokkurs konar hjarta kántrýtónlistarinnar. Þegar platan kom út var sett- ur á hana stór miði með að- vörunum um að platan inni- héldi kántrýtónlist en ekki hefðbundna popptónlist frá Costello. Við vinnslu þessarar plötu var ekkert til sparað. Fengnir voru bestu upptöku- stjórar og útsetjarar kántrý- tónlistarinnar og fór upptakan að mestu leyti fram í Banda- ríkjunum. Elvis Costello sendi á dögunum frá sér nýja breið- skifu sem ber nafnið Spike. Hún er tileinkuð Spike Jones háðfuglinum mikla. Meðal þeirra sem aðstoða Costello á þessari plötu eru Paul McCartney og Crissie Hynde úr Pretenders. Fyrsta smáskífan heitir Veronica og er samin af Costello og McCartney. Plata sem til- einkuð er háði og spotti úr smiðju Elvis Costello. Hún er rós í hnappagatið. □ 58 VIKAN 8. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.