Vikan


Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 23

Vikan - 20.04.1989, Blaðsíða 23
FERÐALOC5 farin ferð með skiptinemum hvaðanæva úr heiminum ásamt nokkrum krökkum frá heimilum skiptinemanna. Það var ferðast um New South Wales og síðan um Suður- Ástralíu og loks til staðar sem nálgast eyði- mörkina mjög mikið. Þar komum við til staðar þar sem eru ópalnámur. Þar eru grafnir upp ópalsteinar. Þar bjó fólkið í til- búnum hellum eða eiginlega í jarðhúsum. Þeir nýta það rými sem þeir hafa grafið út og í stað þess að loka þessum göngum þá nýta þeir þau sem híbýli. Og þetta fólk er ekki bara ffumbyggjar heldur líka hvítir menn. Þetta eru víst góð húsakynni því á sumrin er svo óskaplega heitt þarna en þessir hellar halda hæfilegum hita. Ævintýri líkost — Nú þegar þú ert komin heim aftur og farin að ganga hér í skóla á ný, finnst þér að þú hafir haft gott af þessari dvöl þinni í Ástralíu sem skiptinemi? Já, þetta var mjög þroskandi og maður gerir sér grein fyrir því hvernig lífið er annars staðar. Það er svo margt að sjá. Auðvitað finnur maður fyrir þörf til að sjá meira. Ég er núna ákveðin í að klára skól- ann og fara út aftur. Mig langar til að reyna að ferðst meira og taka myndir. — Gætirðu hugsað þér að búa í Ástralíu? Ég hefði ekkert á móti því að búa í Norður-Queensland eða Brisbane um nokkurn tíma, kannski 3 til 4 ár, ekki meir en svo mundi ég vafalaust sækja heim aftur. — Hvað er í rauninni minnisstæðast? Það er svo margt sem kemur upp í hugann. Ég kynntist auðvitað mörgum þarna af ólíkum uppruna, krökkum inn- fluttra og svo krökkum ffumbyggjanna og það er alveg frábært að hugsa til þess að afar þeirra og ömmur voru fyrir 60 eða 70 árum mannætur. Þá var kannski gripinn einn og einn og drepinn og étinn. Annars er erfitt að nefna eitthvað sérstakt eftir svona dvöl. Ég kynntist svo mörgum og sá svo margt að þessi dvöl í heild sinni er eins og stórt ævintýri. Það er svo margt sem ég mun aldrei gleyma. Ferðalögin eru minnisstæð en ég ferðaðist samtals sem svarar 33 hringjum umhverfis fsland, í rút- um og svo auðvitað með flugi til Sidney og Adelaide. Ég tel að ég hafi verið heppin með skól- ann en þar voru 1100 nemendur og sam- svarar frá 7. bekk og til 2. bekkjar í fram- haldsskóla. — Kemur námið þér að gagni núna þegar þú ert komin aftur í Flensborgarskólann? Það er kannski helst enskunámið. Svo tók ég nám í ljósmyndun þarna úti og tók mikið af myndum fyrir skólablaðið og bæjarblaðið. Svo tók ég myndir fyrir kenn- arana. Ég fékk reyndar verðlaun fyrir ljós- myndun og var hæst í því fagi. Allt svoleið- is var mjög formlegt og ég fékk heiðurs- skjal hvað þá annað. Svo það er margt sem kemur mér að góðu gagni. — Ljósmyndun er þitt áhugamál? Já, og líklega legg ég það fyrir mig. — Viltu hvetja þína jafnaldra til að fara sem skiptinema til annarra landa? Brosað breitt í faðmi fjölskyldunnar, sem Helga Laufey dvaldi hjá meðan hún var sem skiptinemi í Ástralíu. „Fólkið þama úti tekur lífinu íillt öðru vísi en við gemm. Það er ekki eins stressað.“ Frá sýningu þar sem krókódílar vom í aðalhlutverkum. Gæslumaður á baki einnar skeppnunnar og býr sig undir að gefa henni hænu í hádegisverð... Alveg hiklaust. Ef ungt fólk hefur tæki- færi til að fara eitthvað þá á það að drífa í því. Það er ekki víst að allir verði eins heppnir og ég og það má ekki gera sér neinar gyllivonir um skóla eða heimili en það má ekki gefast upp. maður gerir sjálf- um sér greiða með því að fara svona út. Þetta er alveg áreiðanlega þroskandi og gott fýrir ungt fólk. Kóralrifin voru heillandi — Ef ég á að minnast á einn stað umfram annan þá er það Cairns sem er um 90 kílómetra frá þeim stað þar sem ég dvaldi. Þetta var eiginlega ferðamannasvæði og er mér mjög minnisstætt. Fólk sótti þangað ekki bara til að fara á strendurnar og verða brúnt. Það var einnig hægt að skoða regn- skógana sem eru stórkostlega fallegir. Þar voru fallegir fossar. Strendurnar voru hálf auðar því þær voru svo víðáttumiklar, en svo voru það kóralrifin úti fyrir sem eru bara það stórkostlegasta sem ég hef séð. það er ótrúlegt að synda með öllum þess- um litríku fiskum. Eitt skiptið var ég að synda með vinum mínum þá kom þar skjaldbaka sem var á stærð við okkur. Við syntum með henni og gátum komið við hana. Þegar maður kemur innar í landið þá er óskaplega grænt og fallegt. Það eru því ekki bara strendurnar heldur svo margt annað fallegt að sjá. Náttúran er alveg stór- kostleg á þessum slóðum. — Fóruð þið á bátum út í kóralrifin? Já, annars gat maður þegar lágt var í sjó- inn séð kóralrifin í fjarska frá húsunum heima. En það varð að fara þangað út með bátum. Annað hvort fórum við með túrist- unum eða með einhverjum vinum. Kóral- eyjarnar sá maður mjög vel fyrir utan. Stundum dvaldi maður úti í þeim eyjum í eina eða tvær nætur með kunningjunum. í sumum eyjunum er túristabyggð, hótel og þess háttar en svo kom maður líka í eyjar þar sem var engin byggð. Það voru eigin- legar Suðurhafseyjar, alveg stórkostlegt. í ylríkri minningu Suðurhafeeyja Ijúkum við þessu spjalli og þökkum Helgu Lauf- eyju fýrir skemmtilegan fróðleik. 8. TBL. 1989 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.