Vikan


Vikan - 18.05.1989, Síða 13

Vikan - 18.05.1989, Síða 13
„Oft virðast vandamálin svo lítil í samanburði við það sem gerist úti,“ segir Stefán Jón Hafstein, sem tvisvar hefúr farið til Eþíópíu til hjálparstarfa á vegum Rauða krossins. árið 1979 er ég starfaði sem fréttamaður og síðar fór ég á námskeið fyrir sendifull- trúa. Þegar hungursneyðin var sem mest í Afríku árið 1984—85 vann ég hjá Alþjóða- samtökum Rauða Krossins í Genf og hef farið tvisvar til Eþíópíu til hjálparstarfa. Það starf sem stundað er á vegum Rauða krossins er bæði áhugavert og gefandi og ég hef mikinn áhuga á því. Það má segja að ég sé veraldlegur húm- anisti. Maður fer öðruvísi sýn á samland- ana þegar maður er erlendis. Oft virðast vandamálin vera svo lítil í samanburði við það sem gerist úti. Það er líklega þess vegna sem ég verð stundum pirraður út í fólk þegar það talar um óyflrstíganleg vandamál. En þar fyrir utan finnst mér samt ekkert of smátt til að tala um það. Stór hluti af mannlegum samskiptum er að tala um svo sem ekki neitt. Mörgu fólki sem hlustar á okkur finnst asnalegt að vera að sinna þessu kvabbi og smámálum, en mér finnst það nauðsynlegt. Lífið er fullt af smáatriðum sem vert er að gefa gaum. Mér finnst skemmtilegra að tala við þetta „venjulega fólk“ heldur en að vera alltaf að ræða við stóru kallana. Þetta fólk hefúr svo oft eitthvað nýtt og skemmtilegt fram að fera. Mér finnst gaman að geta unnið fyrir allt landið, að þjóna ólíkum hlustendahópum. Ég er mikill útvarpsmaður í mér. Ef ég gæti fert eitthvað af því sem ég er að gera í út- varpinu yfir í sjónvarp þá væri ég ef til vill til í það en ég er ekki viss um að það sé hægt, að vilji sé fyrir því. Eins og ég sagði áðan er ég mjög bjart- sýnn á ffamtíð Rásar 2. Ég er ekki á förum héðan því ég ætla að klára þetta verkefni sem ég tók að mér. Þegar ég er búinn að gefa allt sem ég get gefið, þá ætla ég að fara. Ég er ánægður á meðan ég fæ við- brögð, hvort sem þau eru neikvæð eða jákvæð. Aðalatriðið er að hafa líf og fjör og láta aldrei deigan síga.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.