Vikan - 18.05.1989, Side 20
FYRR 0(5 MU
„Líklega verð ég betri,
þegar ég gifti mig.
Það verðum við
áreiðanlega allar hér í
Reykjavík, ef við þá
ekki fáum okkur
vinnukonu úr sveit.“
Frh. af bls. 18
istar neftia svo. Samkvæmt þessari stöðu
minni í þjóðfélaginu hefur náttúrlega ver-
ið reynt að troða í mig einhverri menntun.
Það hefði verið gert, hvort sem ég vildi
eða ekki, en það vildi nú svo vel til, að ég
hafði engar aðrar ambitionir en að fara í
einhvern skóla og læra þar ákveðinn
skammt af bóklegum fræðum, eins og
pabbi, mamma og kennararnir vildu.
SKÓLAR
Ágætt dæmi upp á Reykjavíkurstúlkuna,
flnnst ykkur ekki? Þær þyrpast svo í skól-
ana, að fólki hefur þótt nóg um og hefur
viljað útiloka þær alveg ffá sumum þeirra,
vegna hættunnar, sem af þeim leiddi fyrir
strákana. Ekki vegna þess, að við röskuð-
um sálarró þeirra, heldur af því að við bol-
uðum þeim burtu frá menntunarjötunni.
En því að vera að reyna að troða í aum-
ingja drengina, ef þeir geta ekki staðið
okkur á sporði? Því ekki að fela okkur öll
þeirra störf á hendur?
Jæja! Ég er nú nítján ára, nýbúin að ljúka
prófi frá einum af stærstu skólum landsins
og er ágætlega að mér í öllum þeim grein-
um, sem koma að engu gagni. Um hitt er
ekki vert að tala. Vinnu hef ég enga, — en
það er nú minn draumur að komast á skrif-
stofu, eins og allra sannra Reykjavíkur-
stúlkna. Þar er sá Ijóður á, að jafh margar
skrifstofur eru ekki til í Reykjavík, eins og
það eru margar stúlkur hér, sem langar til
að komast þangað og hafa alla kunnáttu til
þess, og því miður engin von til þess að
það lagist, fyrr en við stúlkurnar höfúm
fengið einhver ítök í stjórninni!
í hvað ég eyði tímanum, fýrst ég hef
ekkert að gera? Jú, ég á náttúrlega að
hjálpa til heima. En það fara litlar sögur af
húslegum hæfileikum mínum, og ég hef
óljósar minningar um púðurdósina skilda
eftir á kommóðunni, púðurkvastann á
stofúborðinu og bókina, sem ég var að lesa
í, áður en ég fór út, skilda eftir á sófanum.
En allt er þetta mjög óljóst, enda smámun-
ir, sem ég flýti mér að ýta undir hugarskör-
ina. Skyldi ég ekki einmitt vera alveg typ-
isk í þessu tilliti? Það sýnir, hve miklu
meiri aðsókn af Reykjavíkurstúlkum er að
öllum öðrum skólum en að Kvennaskólan-
um, enda lítur út fyrir að hið háa Alþingi
hafi þekkt þennan hæfileika okkar, því það
hefúr sett á stofn húsmæðraskóla alls stað-
ar annars staðar en í höfuðborginni.
Kvennaskólinn er víst ekki talinn hús-
mæðraskóli. Þetta getur auðvitað legið í
því, að hið háa Alþingi hafi álitið okkur al-
veg ferar í þeirri grein, og ef svo er, þá
þakka ég því traustið. En á móti þessu
mælir, að allar aristokratiskar frúr biðja
um vinnukonur úr sveit, en eins og kunn-
ugt er tilheyra allar þingmannafrúr aristo-
kratíinu, ég vil ekki segja kapitalistum, því
að þingmannalaunin eru svo lág, ef engir
bitlingar fýlgja.
Þetta var nú um mínar kvenlegu
dyggðir, sem eins og áður er sagt, eru
heldur fáar. Líklega verð ég betri, þegar ég
gifti mig. Það verðum við áreiðanlega allar
hér f Reykjavík, ef við þá ekki fáum okkur
vinnukonu úr sveit.
ANDLEGA HLIÐIN
En þá er nú það, sem snýr að andlegu
hliðinni. Hvernig ávaxta ég mitt andlega
pund, síðan ég kom úr skóla? Ég les nú allt-
af Familie Journal, Hjemmet og svo nátt-
úrlega Vikuna, síðan hún kom. Þar fe ég
ýmsar fréttir um hvað gerist út í heimi, t.d.
í Hollywood, — annars skal ég taka það
ffam, að ég er hætt að safna leikurum. Ég
fýlgist Iíka með framhaldssögunum í þess-
um blöðum og les smásögurnar, þ.e.a.s.
ástarsögurnar, en kriminalsögunum
sleppi ég. Svo les ég enska rómana bæði til
að æfa mig í enskunni og fylgjast með í
bókmenntunum. Pólitík les ég lítið, en
fýrirsagnirnar í Mogga og Alþýðublaðinu
leg ég náttúrlega alltaf. Mér finnst það al-
veg nóg. Svo skoða ég myndirnar af ensku
stjórnmálamönnunum, mér þykir Eden
sætari en Chamberlain og skil ekkert í því,
að Englendingar skuli ekki heldur vilja
hann fýrir ráðherra.
LES UÓD
Þetta er nú óbundið mál, en ég les líka
dálítið ljóð. Ég hef miklar mætur á Davíð
Stefánssyni. Hann er svo rómantískur og
svo hefur mér verið sagt, að hann sé ákaf-
lega lyriskur. Ég er svo rómantísk í mér.
Það held ég að við séum yfirleitt hérna í
Reykjavík. Skyldi það ekki einmitt vera
merki um þessa lyndiseinkunn okkar,
hvað við erum spenntar fyrir útlendingum
eftir því, sem sagt er; en vel getur verið, að
þau ummæli um okkur séu aðeins sprottin
af afbrýðisemi íslensku karlmannanna.
Listrænir hæfileikar mínir eru ekki neitt
áberandi, en mér þykir gaman að léttri
músik og svo er náttúrlega alltaf gaman að
heyra fræga menn spila og sjá þá.
Þá held ég að flest sé upp talið, sem get-
ur varpað Ijósi yfir andlega eiginleika
mína, en þó getur verið að Reykjavíkur-
stúlkan hafi þá fleiri og í ríkari mæli. Nema
ef kvikmyndaáhugi getur talist til andlegra
hæfileika. Mér þykir mjög gaman að fara í
bíó og skemmtilegastar þykja mér sögu-
legar kvikmyndir, t.d. Rauða akurliljan og
dansmyndir með Fred Astaire og Ginger
Rogers, sem ég veit aldrei, hvernig á að
bera fram, mér til mikillar raunar, því að
ekkert er eins kompromitterandi eins og
að bera vitlaust fram leikaranafh. Fólk gæti
haldið að maður væri vita ómenntaður.
SKEMMTANIR
Þá er það, hvernig ég eyði tómstundum,
eða réttara sagt, hvernig ég skemmti mér,
því að eiginlega eru allar mínar stundir
tómstundir. Það eru nú t.d. skíðaferðir.
Þær iðka ég af miklu kappi. Það gerir hver
einasta stúlka, sem vill eitthvað heita hér í
Reykjavík. Ég tel auðvitað sjálffi mér trú
um, að þetta sé allt af einskærum áhuga
fyrir íþróttum og held auðvitað, að ég sé
mjög leikin á skíðum, en einstöku sinnum
gægir dálítill efi upp kollinum í hug
mínum, eikanlega, er ég minnist affeka
minna í öðrum greinum íþróttanna, þegar
ég var í barnaskóla! Mér þykir einnig mjög
gaman að dansa og dansa náttúrlega að-
eins vegna dansins sjálfs. Ég vona, að það
sé eins fyrir öðrum bæjarsystrum mínum.
Vegna dansins fer ég oft á Borgina, en eig-
inlega þykir mér hljómsveitin á Landinu
betri, en það er oftast penna fólk á Borg-
inni á kvöldin. Á eftirmiðdagshljómleikun-
um á Landinu er mjög huggulegt fólk. Ég
fer einnig töluvert á böll.
ÚTLITIÐ
Þetta var um skemmtanirnar, og þá er
það útlitið, en það er nú mín veika hlið,
því að þegar ég tók sjálfa mig sem dæmi
upp á typiska Reykjavíkurstúlku, þá
gleymdi ég, að ég hef ekki þessa annáluðu
Reykjavíkurstúlknafegurð. Ég held samt,
þó ég segi sjálf ffá, að ég sé ekki svo mjög
afleit, þegar ég er búin að mála mig dálítið,
svo hef ég bara penar lappir, — náttúrlega
hef ég ekki uppgötvað það sjálf. Ég geng
líka bara fikst klædd, eftir því sem ástæður
og efni leyfa. Mér þykir mjög gaman að fal-
legum höttum og sérstaklega, ef ég get
verið dálítið öðru vísi en aðrar. En það er
nú erfitt hér í Reykjavík, því undir eins og
maður kemur með sérkennilegan hatt,
jafnvel þó það sé model, sem kostaði - nei
ég sleppi því nú - þár er hálfúr bærinn
kominn með eins hatt daginn eftir. Þetta
er sérstaklega hvimleitt, þegar kannski
besti vinur manns fullyrðir, að hafa séð
mann með þessum eða hinum eitthvert
ákveðið kvöld. Allir hljóta að sjá, hve al-
varlegar afleiðingar þetta getur haft.
Nú er ég búin að telja upp alla mína
kosti og lesti og á það jafnvel á hættu, að
enginn vilji eiga mig fyrir bragðið. Legg ég
það undir dóm lesandans, hvort Reykja-
víkurstúlkan 1939 er ekki töluvert lík mér,
eða ég lík henni. □
20 VIKAN 10.TBL. 1989