Vikan - 18.05.1989, Page 21
Reykjavíkurstúlkcm
1989
Frh. af bls. 19
námslánin til sögunnar, og oft þurfa þau að
vera nægileg bæði fyrir framferslukostn-
aði og skólagjöldum.
Margar stelpur fara strax í ffamhalds-
nám að loknu stúdentsprófl, en aðrar hafa
fengið sig fúllsaddar og fara út á vinnu-
markaðinn. Það er einnig stór hópur sem
tekur sér hlé firá námi um sinn, en er síðan
ákveðinn að halda áffam síðar. Algengt er
að farið sé til útlanda að virma um tíma,
t.d. sem „au-pair“ í eitt ár, skiptinemar, eða
jafnvel til ísraels á samyrkjubú. Einnig er
vinsælt að ferðast um heiminn í lengri eða
skemmri tíma. Margir krakkar ffá hinum
Norðurlöndunum fara í lýðháskóla eftir
menntaskóla. Það eru margir slíkir skólar
starfiræktir þar og sumir hafa verið vinsælir
af fslendingum. Ég er nýkomin heim úr
einum þessháttar skóla í Danmörku, þar
sem íþróttir voru aðalfag.
Nú á dögum er viðhorfið hér á landi því
miður dálítið á þann veg, að enginn þykir
maður með mönnum ef ekki er haldið
áfram í skóla. Þetta ýtir undir það að marg-
ir eru í skóla aðeins til að „vera í skóla“ og
eru að læra eitthvað sem þeir hafa tak-
markaðan áhuga á. Vinnumarkaðurinn get-
ur ekki til lengdar tekið á móti öllum þess-
um menntamönnum. Háskólafólk sættir
sig alveg örugglega ekki við að fá illa laun-
uð störf, sem þar að auki eiga ekkert skylt
við menntun þess. Hver veit nema það
endi með því að við þurfúm að fá erlent
vinnuafl til landsins til að vinna láglauna
störfin, eins og gerst hefúr víða í Vestur-
Evrópu.
ÁHUGAMÁL - TÍSKA
Áhugamálin eru oft í tengslum við skól-
ana. Allt það sem snertir félagslíf í viðkom-
andi skóla. Einnig er oft hægt að komast á
alls konar námskeið, t.d. er boðið upp á
allt milli himins og jarðar í Tómstunda-
skólanum.
Undanfarið hefur mikið heilsuræktaræði
gripið um sig meðal landsmanna og það á
að miklu leyti rætur sínar að rekja til
Bandaríkjanna. Hjá mörgum eru íþróttir
orðnar aðal áhugamálið, og þær eru örugg-
lega vinsælli hjá stelpum nú en áður. Auk
hinna hefðbundnu íþróttagreina eru víða
heilsuræktarstöðvar starfandi, sem hafa
upp á að bjóða líkamsrækt, „eróbikk" og
veggjatennis, svo það helsta sé nefnt. Ekki
þarf þó endilega að kosta mikið að halda
sér í formi. Hægt er að fara í sund eða út að
hlaupa. Reykingar eru ekki lengur í tísku
eins og áður var.
Hjá mörgum stelpum má segja að útlitið
sé eitt aðal áhugamálið. Fegurðarsam-
keppnir og fyrirsætukeppnir eru á hverju
strái, og þær eiga örugglega sinn þátt í því
FYRR 0(5 MÚ
að skapa ákveðna ímynd. Algengt er að far-
ið sé í ljós, settar strípur og „permanent" í
hárið, auk líkamsræktarinnar sem fyrr er
nefnd.
íslendingar eru þekktir fýrir hve vel
þeir fylgjast með tískunni. Ef einhver sér-
stök tegund af buxum kemst í tísku þá eru
næstum allir komnir í þær fýrr en varir. Ég
held næstum að annar hver landsmaður
hafi klæðst snjóþvegnum gallabuxum á
síðasta ári og það er heldur ekki langt síð-
an allir voru í svörtum leðurjökkum. Auð-
vitað hefur tískan bein eða óbein áhrif á
flesta. Oft er erfitt að velja og hafna sjálfúr.
SKEMMTANIR -
FJÖLMIÐLAR
Kaffihúsunum niðri í bæ fer sífellt fjölg-
andi og þar er huggulegt að fá sér kakó eða
te. Nú hefúr bjórinn verið leyfður hér á
landi og krárnar spretta upp eins og gor-
kúlur í Reykjavík. Það er gaman að rölta
um miðbæinn, setjast inn á „pöbb“, og
hitta kunningjana. Skemmtilegast finnst
mér ef einhverjar góðar hljómsveitir spila
þar, þá verður stemmningin oft svo góð.
Öðru hverju er „brugðið undir sig betri
fetinum", og skellt sér á ball. Það er mis-
jafnt hvert straumurinn liggur. Mér finnst
Borgin alltaf standa fyrir sínu. Það er ein-
hver sjarmi yfir henni, kannski af því að
þangað lögðu mamma og pabbi leið sína í
gamla daga.
Þá stendur líka alltaf fyrir sínu að sjá
góða mynd í bíó. Uppáihaldsmyndirnar
mínar eru þær góðu sem skilja eitthvað
eftir, eða myndir sem eru svo spennandi
að erfitt er að sitja kyrr í sætinu.
í dag er margt blaða og tímarita á mark-
aðnum. Ég les aðallega viðtöl við fólk sem
er að fást við eitthvað spennandi, og frá-
sagnir firá öðrum löndum. Fyrir stuttu
rakst ég t.d. á áhugaverða grein í Mannlífi,
en þar er maður af þýskum ættum, nú bú-
settur á f slandi, að lýsa því hvernig það var
að alast upp í landi þar sem tvær þjóðir
búa, þ.e. í landi ísraelsmanna og Palestínu-
manna.
Ég held að sjónvarpið sé töluverður
tímaþjófur nú á dögum, jafnvel meiri en
menn vilja viðurkenna. Núna eru sjón-
varpsstöðvarnar orðnar tvær og báðar hafa
þær að bjóða margt gott efni. Ég er viss um
að fólk nú í dag lætur mata sig miklu meira
en áður fyrr. Ef það er ekki sjónvarpið, þá
er það útvarpið. í staðinn fýrir að vera
sjálft þátttakendur horfir það, hlustar eða
les um aðra sem eru að gera eitthvað, en
það aðhefst ekkert sjálft.
Lestur bóka hefur örugglega minnkað
hjá stelpum á mínum aldri. Margir eru
hræddir um að gildi bókarinnar sé minna
nú en áður og hafa áhyggjur af því að fólk
hætti að nenna að lesa. Ég held að fólk
þurfi ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af
því. Þær bækur sem hverfa eru frekar af-
þreyingarbókmenntir sem ekki er eftirsjá
í. Videospólan og amerísku sápuóperurnar
koma í staðinn fýrir þær. Ég held að fólk
haldi alItaTáffam að lesa góðar bækur.
„Nutímakonan vill
ekki eyða allri sinni
orku inni ó heimilinu.
Eina leiðin er að
bœði kynin
hjólpist að.“
HITT KYNIÐ
Hvernig eru þeir strákar sem mest eru
spennandi?
Það mikilvægasta er að fólki líði vel sam-
an og geti fúndið sér margt skemmtilegt
að gera. Mikilvægast er góður félagi með
að einhverju leyti sameiginleg áhugamál.
Fólk á ekki að láta ganga á eftir sér, heldur
koma sem mest til móts hvort við annað.
Ef ég er t.d. stödd á balli og sé einhvern
sem mér líst vel á, þá er ráðlegast að bjóða
honum upp; helst að flýta sér pínulítið
áður en það er of seint. Hjón eiga að gefa
og fa jafn mikið í staðinn og standa jafúfæt-
is hvort öðru. Það er liðin tíð að maðurinn
sé einhver fyrirvinna, eins og fólk talaði
um áður fyrr.
Skiptir útlitið máli?
Auðvitað er alltaf smekksatriði hvað
hverjum og einum finnst — sem betur fer.
Sá sem heillar vinkonu mína upp úr
skónum, finnst mér kannski ekkert sér-
stakur. Þegar til lengdar lætur er það alveg
örugglega innri maður sem gildir. Kunni
maður vel við einhvern, vinnur persónan
á og getur orðið falleg í augum manns, þó
útlitið eigi ekki við þá uppskrift sem kraf-
ist er í fegurðarsamkeppnum. Persónutöfr-
ar koma fyrst og fremst innan frá.
TRÚLOFUN - GIFTING
Nú ferist í vöxt að ungt fólk trúlofi sig.
Gifting er annað og meira. Þá er ekki nóg
að láta hringana fjúka ef sambandið fer út
um þúfúr. Ég hef ekki sérstaklega hugsað
um það að gifta mig; vildi alveg eins búa í
óvígðri sambúð. Annars held ég að erfitt
sé að segja til um það núna, viðhorfið gæti
breyst með aldrinum. Lagalega séð mun
þó betra að gifta sig.
Ungt fólk skipuleggur meira fram í tím-
ann en áður. Margir hugsa um að koma sér
fýrir og finna sér framtíðarstarf áður en
börnin koma í heiminn. Nútímakonan vill
ekki eyða alhi sinni orku inni á heimilinu.
Eina leiðin er að bæði kynin hjálpist að.
Það sem ég tel að nú sé jákvæðast hvað
varðar ungt fólk hér á landi, er hve jafii-
réttisbaráttan er vel á veg komin, a.m.k.
miðað við það sem er í öðrum löndum.
Það hefúr vakið athygli um allan heim að
forseti íslands skuli vera kona. Einnig þyk-
h það mjög mérkilegt að hér sé starfrækt-
ur stjórnmálaflokkur sem einungis býður
fram konur til alþingis. Mikilvægast er að
bæði menn og konur eigi jafna möguleika
í þjóðfélaginu, og ég held að sú þróun sé
lengra á veg komin hér á landi en víða er-
lendis. □
10.TBL. 1989 VIKAN 21