Vikan - 18.05.1989, Síða 26
5J0NVARP
Rómantískasta parið
á sjónvarpsskjánum
Platónsk ást er ekki fyrir Ron og Lindu
en hvað með Catherine og Vincent?
BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR ÞÝDDI
\'T arla hefur sést rómatískara par á
f sjónvarpsskjánum, þó hafa þau
aldrei kysst hvort annað. Hvers
vegna ekki? Harrn er Vincent, hvort
tveggja í senn maður og dýr, sem var yflr-
geflnn við fæðingu og síðan hefur hann
dvalið í undirheimum stórborgar. Vincent
er hinn mesti höfðingi og er skarpgáfaður
kraftajötunn. Hún er Catherine Chandler,
falleg kona og lögfræðingur á skrifetofu
saksóknarans. Vegna þess að Vincent
bjargaði lífi Chaterine þá flnnst þeim sem
á milli sín séu órjúfanleg tengsl — ástar-
tengsl sem gera það að verkum að Cather-
ine er stöðugt að leita hans og Vincent
alltaf að bjarga henni þegar hún lendir í
ógöngum vegna vinnu sinnar, en í henni
þarf hún að eltast við hættulegustu glæpa-
menn borgarinnar.
Chaterine og Vincent þrá hvort annað
en hafa ekki fullnægt þrá sinni. Þess í stað
halda þau fast í hvort annað og leika sér í
huganum — sem er kjarni rómantískra ást-
arleikja.
Hljómi þetta sem ævintýri, þá er það
vegna þess að þetta er það. En svo heill-
andi sem slíkt að þegar þáttaröðin Beauty
and the Beast, sem á íslensku nefnist
„Fríða og dýrið“, hóf göngu sína í sept-
ember 1987 þá var það sá sjónvarpsþáttur
sem allra mesta athylgi vakti það árið.
Aðalleikararnir eiga stóran þátt í hinum
miklu vinsældum þáttanna, en þeir eru
Linda Hamilton og Ron Perlman.
...þá verða þau bara
venjulegt par
í viðtali við leikarana um vinsældir þátt-
anna kemur fram að þau telja að það sem
er að gerast í þeirra einkalífl komi ffam á
sjónvarpsskjánum.
„Það er hægt að sýna ýmislegt á skjánum
sem er alls ekki til staðar, þannig að það
hlýtur að hafa sitt að segja varðandi sam-
band okkar í þáttunum hvað okkur þykir í
raun vænt um hvort annað,“ segir Linda.
Og vegna þess hversu ólík þau eru —
næstum jafn ólík og þau eru á skjánum —
þá er samband þeirra meira spennandi en
ella. „Ég er sú manngerð sem vill að allt
gangi hratt fyrir sig og ég er alltaf að,“ seg-
ir Linda. „Ron er aftur á móti óskaplega
yfirvegaður og afelappaður. Þannig að við
erum gott mótvægi á hvort annað — hvort
sem við erum á skjánum eða ekki.“ Báðir
leikararnir taka hlutverk sitt alvarlega og
vinna strangt að því að sagan sé jafn sann-
færandi og hún hefur virkað hingað til. Og
enn eru áhorfendur að spá í hvort komi að
því að þeir fái einhvern tíma að sjá Cather-
ine í örmum Vincents.
Bæði Ron og Linda segjast ekki vera
ánægð ef svo verður. „Þá erum við um leið
komin í eins konar sjálfheldu," segir Ron.
„Verði Catherine og Vincent elskhugar, þá
hverfúr um leið þessi kynferðislegi spenn-
ingur sem er til staðar og þau verða bara
venjulegt par.“
„En verði þau það ekki, hversu lengi
26 VIKAN 10. TBL. 1989