Vikan


Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 32

Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 32
5MA5AC5A ið um, fór ég beint á skrifstofuna til að tala við hann um þessa vindla. Og þá lá hr. Clenck svona eins og hann er núna. — Er þetta allt sem þér vitið hr. Levan? Þjónninn hristi höfúðið. Ég veit ekki annað. En garðyrkjumaðurinn, Georg Omar, sem hefúr verið úti í garðinum all- an seinni hluta dagsins, sá tvo menn koma og fara einhvern tíma á milli klukkan tvö og þrjú. — Það er athyglivert. Biðjið Georg Omar að koma hingað inn. Omar garðyrkjumaður var um það bil hálfsjötugur, lítill maður og samanrekinn. Hár hans var þunnt og hvítt og augun skær og blá. Hann heyrði dálítið illa, en leit út fyrir að vera skarpur að öðru leyti. Hann heilsaði lögregluforingjanum kurteislega. — Þér sáuð tvo menn koma hingað og fara einhvern tíma á milli klukkan tvö og þrjú hr. Omar? — Já, sagði sá gamli og kinkaði ákaft kolli. — Fyrst kom hr. Edward Helmann. Ég held að klukkan hafi verið um það bil stundarfjórðung gengin í þrjú, þegar hann kom. Hann fór aftur eftir hér um bil stund- arfjórðung. Um tíu mínútum síðar kom annar herra, lítill og feitur, sem ég kannað- ist ekkert við. Hann var hér álíka lengi og hinn, að minnsta kosti kom hr. Levan heim ffá bænum stuttu eftir að hann var farinn. Kurt Colmann var undrandi. Svona ná- kvæmt vitni sem þennan gamla mann hitti hann sjaldan fyrir. Hann skrifaði þetta nið- ur í flýti og spurði svo nákvæmar: — Hver er þessi Edward Helmann, og hvaðan þekkið þér hann? — Edward Helmann er víst persónuleg- ur kunningi hr. Clencks. Hann kemur hingað að minnsta kosti reglulega og hefúr gert það í mörg ár. Hr. Levan veit áreiðan- lega, hvar hann býr. — Ágætt. Og hinn, sá sem þér vitið ekki hvað heitir? Sá gamli hristi höfuðið. - Ég held ég hafi ekki séð hann fyrr. Nei, það hef ég áreiðan- lega ekki. En það kom oft fólk til hr. Clencks, sem ég hafði aldrei séð áður. — Já, einmitt það. Getið þér lýst þessum manni fýrir mér. Þér sögðuð áðan, að hann hefði verið lítill og feitur. Hvað meira? Hann lýsti fyrir þeim nákvæmlega þess- um litla feita manni, bæði klæðnaði hans, andlitsdráttum og göngulagi. Kurt Colm- ann gat með réttu dáðst að athyglisgáfu gamla mannsins. — Hr. Omar, sagði yfirlögregluþjónn- inn, þegar hann hafði skrifað þetta allt ná- kvæmlega niður, eruð þér viss um, að þessir tveir menn hafi verið þeir einu, sem komu hingað, meðan Max Levan var í burtu? — Já, algjörlega. Ég var allan tímann niðri við hliðið á milli runnanna þar. Ég sá allt sem fór fram. — Gott töluðu þér við annanhvorn þessara manna, eða heilsuðu þeim? Gamli maðurinn hristi höfuðið. — Nei, því að þeir sáu mig ekki. Ég stóð á milli runnanna og þar stóð ég kyrr, því að ég heyri það illa að ég kæri mig ekki um að vera ávarpaður af ókunnugum, þegar ég er einn. Colmann brosti uppörvandi. — Nú, það gengur ágætlega að tala við yður hr. Omar. segið mér annars, heyrðuð þér nokkuð ofan ffá húsinu, þegar þessir menn voru þar? — Nei, ég heyri ekkert úr fjarlægð. Alls ekkert. — Ekki einu sinni í hundinum, ef hann byrjar að gelt? — Nei, hr. Colmann, það geri ég ekki. Kurt Colmann rannsakaði staðinn nokkru nánar. Síðan ók hann þangað, sem Edward Helmann bjó, en Max Levan hafði gefið honum heimilisfangið. Helmann lifði á því að sjá um fjárhagshlið kaupmála fyrir fólk, hann var því nokkurs konar starfsbróðir Clencks heitins. Edward Helmann virtist bregða mikið, þegar hann heyrði, hvað komið hafði fyrir Clenck. Hann sagði í samræmi við það sem garðyrkjumaðurinn hafði sagt, að hann hefði komið til Clencks rúmlega tvö og farið þaðan effir tíu til fimmtán mínútur. — Tókuð þér eftir nokkru óvenjulegu, spurði Colmann. — Alls ekki. Símon Clenck var í ágætu skapi, eins og hann var reyndar alltaf, þeg- ar komið var með peninga til hans. — Þér gerðuð það? Edward kinkaði kolli. Hann var hár og grannur maður, rúmlega þrítugur. Lög- regluforinginn vissi það þegar, að brask Helmanns var heiðarlegra en Símonar Clencks hafði verið. Helmann hélt áffam og útskýrði: — Það kom fyrir, að ég fékk lán hjá Clenck gamla, þegar ég fékk fleiri tilboð, en ég gat staðið undir sjálfúr. Mér var ekk- ert vel við það, þó að Símon reyndi eigin- lega aldrei að féfletta mig. — Reyndi hann það við aðra, — að fé- fletta, eins og þér segið? Edward Helmann leit eitt andartak á lögregluþjóninn. — Það er víst engum dulið að Símon Clenck var harður og ekki heldur alltaf heiðarlegur í viðskiptum, sagði hann út undan sér. Kurt Colmann las upp lýsingu garð- yrkjumannsins á óþekkta litla manninum fyrir Helmann. - Þekkið þér nokkurn, sem lítur svona út? spurði hann. Helmann hugsaði sig um dálitla stund, síðan sagði hann. - Það gæti verið maður, sem heitir Ol- iver Schmidt og er til í allt, aðeins ef pen- ingar koma nálægt því á einhvern hátt. Ég hætti öllum viðskiptum við Schmidt þenn- an fýrir stuttu. En auðvitað get ég ekkert sagt um það, hvort það var hann, sem heimsótti Símon Clenck, eftir að ég var þar. — Auðvitað ekki. En ég kemst að því, svaraði Kurt Colmann. En þegar Colmann fann Oliver Schmidt eftir nokkra leit, kom þessi litli feiti maður lögreglu- þjónunum í klípu. Hann viður- kenndi strax að hann hefði komið í hús Símonar Clencks á fyrrnefhdum tíma, en hann hélt því fram að hann hefði farið án þess svo mikið sem sjá Símon hvað þá heldur að tala við hann. Þessi fjandans hundur gerði mig hræddan, sagði Schmidt og svipur hans lýsti viðbjóði. Einu sinni var hann næstum því búinn að éta mig og þess vegna fór ég aftur, þegar ég kom inn í forstofúna og heyrði hund gelta og ýlfra inni á skrifstof- unni. — Hvers vegna? spurði Kurt Colmann hvasst. Þér voruð að leita að hr. Clenck og vissuð vel að bæði hann og þjónninn gátu haft hemil á hundinum. - Þetta var nógu slæmt lögregluforingi. Ég þorði að minnsta kosti ekki að ganga í gegnum ganginn. Setjum svo að skepnan hafi komið út úr skrifstofúnni, án þess að hr. Clenck fengi ráðið við hana. Þessi litli, feiti maður vakti ekki sérstak- lega mikla samúð. Þegar hann sagði ffá hræðslu sinni gagnvart hundinum titruðu varir hans og kinnar, eins og til að leggja áherslu á hræðsluna. - Eða af hræðslu við að verða rengdur um lygi, hugsaði Colmann lögregluforingi og hélt áfram yfirheyrslum sínum. Daginn eftir gat Colmann dregið eftirfarandi ályktanir af mál- inu: Símon Clenck var myrtur á skrifstofu sinni á milli kl. tvö og þrjú. Max Levan, þjónn hans, er undan- skilinn öllum grunsemdum, þar sem at- hafnir hans á fýrrnefndum tíma eru sama sem kortlagðar. Þá eru eftir: garðyrkju- maðurinn Georg Omar, verslunarmaður- inn Edward Helmann og Oliver Schmidt, sem virtist vera óáreiðanlegri en hinir. Því miður lítur út fyrir að Max Levan sé hinn eini, sem hafði möguleika á að komast fram hjá lífverði Símonar Clencks, hundin- um, en hann hefur áreiðanlega verið hjá Clenck, þegar hann var sleginn. — Hefúr garðyrkjumaðurinn ekki sem einn af íbúum hússins getað komið sér í mjúkinn hjá hundinum? spurði leynilög- reglumaðurinn Joe Lawrence. — Georg Omar sver fyrir að hafa gert það. Hann skelfur af hræðslu, þegar hann sér hundinn. Þjónninn heldur því þar að auki fram, að hann hafi verið hinn eini fyr- ir utan Clenck sjálfan, sem gat komið ná- lægt dýrinu. Hundurinn lá alltaf við fætur hins gamla maurapúka, þegar hann tók á móti heimsóknum og hann var tilbúinn að rjúka á hvern, sem var, ef Clenck svo mik- ið sem hreyfði höndina. Þar að auki hafa bæði Edward Helmann og Oliver Schmidt verið í húsinu á milli tvö og þrjú og þeir halda því ffam að þeir hafi ekki hitt garð- 32 VIKAN 10.TBL 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.