Vikan - 18.05.1989, Side 33
5MA5AC5A
yrkjumanninn, né nokkurn annan, sem
ekki átti að vera þar. Ég held að við verð-
um að útiloka Omar sem grunaðan, að
minnsta kosti í bili.
— Þá eru Helmann og Schmidt eftir...
— Já, og fjandans hundurinn, sem gerir
allt ómögulegt.
Lögreglumennirnir héldu áfram þessum
hefðbundnu rannsóknum, sem alltaf fylgir
tortryggni. Það kom ýmisiegt í ljós, sem
var óheppilegt fyrir Oliver og Schmidt.
Þessi feiti smásvindlari hafði auðsjáanlega
verið mjög flæktur í svikanet Símonar
Clencks síðustu mánuðina. Ýmsir pappírar
sýndu að Clenck hafði átt peninga hjá
Schmidt og hann hafði ekki verið að draga
af því.
Aftur á móti stóðu reikningsskil Edward
Hefmanns og okrarans á hreinu. Helmann
hafði kvittun fýrir upphæðinni, sem hann
borgaði Clenck þennan umrædda dag, og í
fljótu bragði virtist ekkert vera á milfi
þeirra nema smáviðskipti.
— Ekki neitt, sem gefur ástæðu til að
myrða, sagði Joe Lawrence.
Kurt Colmann hristi höfúðið - Nei, en
svo ffamarlega, sem Helmann hefur ffarnið
morð, hefur hann gert það til að hylma yfir
eitthvað og það er þess vegna, sem við
finnum ekkert.
- Og þá teljið þér, þegar sannanir gegn
Oliver Schmidt liggja hér næstum óvé-
fengjanlegar, að það sé vegna þess, að
hann hafi ekki framið morð og þess vegna
ekkert dulið, lögregluforingi.
Colmann lögregluforingi klóraði sér í
höfðinu. — Ég segi ekkert ákveðið, Lawr-
ence. Og hvernig sem við förum að og
hvernig sem við snúum myndinni fýrir
okkur, er böfvaður hundurinn alltaf á
henni miðri. Hver hefur getað farið inn til
Símonar Clencks og drepið hann án þess
að vera drepinn sjálfúr? sagði hann ör-
væntingarfullur.
— Þjónninn kannski, sagði Joe, eins og
skot, en forðaðist að líta í augu lögreglu-
foringjans, sem lýstu hæðni.
Kurt Colmann fögregluforingi
átti hugmyndina. Hann sagði
stuttur í spuna: Við verðum að
komast að því, hverjum hefúr
getað heppnast að vingast við hundinn.
Hann fór með nokkrum lögregluþjón-
um til bústaðar Clencks, en þar áttu hinir
grunuðu einnig að mæta. Hann hafði fyrir-
fram talað við Max Levan um það sem átti
að gera.
Áætlunin var sú, að Max Levan átti að
standa í ganginum fyrir utan skrifstofú-
dyrnar, með hundinn í sterku bandi.
Edward Helmann, Oliver Schmidt og garð-
yrkjumaðurinn, Georg Omar, áttu síðan,
einn og einn í einu, að ganga inn um ytri
dyrnar og sýna sig í forstofunni í hinum
enda gangsins. Sjálfur ætlaði Colmann að
sitja inni á skrifstofunni og athuga við-
brögð hundsins, þegar hinir grunuðu
komu í ljós. Hann var viss um að hundur-
inn mundi koma upp um þá.
Þegar allt var komið í kring, gekk
Edward Helmann fýrstur fram. Hundurinn
stóð eitt augnablik og urraði óhugnanlega.
Samkvæmt umtali stóð Helmann kyrr eitt
andartak, þar sem hann var. En síðan byrj-
aði hann að ganga nær. Reiði skepnunnar
óx með hverju skrefi, sem Helmann tók,
og þegar hann beygði sig niður og reyndi
að blíðka hundinn, varð hann alveg frávita.
Hann rykkti í bandið og reis upp á aftur-
fæturna, en komst ekki lengra, því Levan
hélt fast í bandið. Hann varð því að láta sér
nægja að gelta hátt og reiðilega.
Colmann veifaði hendinni. — Næsti.
Oliver Schmidt skalf af hræðslu, áður en
hann var kominn svo langt að dýrið sæi
hann. Hræðsla hans var svo greinileg, að
hundurinn uppgötvaði hana strax og þess
vegna hamaðist hann eins og óður í band-
inu og gelti svo að enginn var í vafa um að
hann meinti það.
Colmann sá þegar, að áætlun hans hafði
mistekist. Hann veifaði samt út um
gluggann, til að gefa Omar merki um að nú
væri röðin komin að honum.
Georg Omar var vingjarnlegur gamall
maður, sem þótti vænt um öll dýr, að
undanteknum grimmum blóðhundum.
Hann treysti því nú samt, að Max Levan
mundi gæta hans gagnvart King, og þess
vegna gekk hann öruggur inn.
Um leið og Omar gekk upp tröppurnar,
hitti hann þar húsköttinn, sem í mörg ár
hafði vanið sig á að vera þar sem King var
ekki. Omar beygði sig niður og tók köttinn
í fangið.
Hann gekk inn í forstofúna, án þess að
hugsa út í það, að með kött á handleggn-
um væri hann stórum óvelkomnari í nær-
veru blóðhundsins.
Þetta sagði hann að minnsta kosti eftir á.
Um leið og hundurinn kom auga á
manninn með köttinn, stökk hann áfram af
miklum krafti og gelti sem óður. Stökkið
var svo kraftmikið, að Max Levan valt um
koll og bandið var rifið úr höndum hans.
Georg Omar sá ekki meira af því, sem
gerðist. Hann sneri sér við og þaut eins
hratt og hinir gömlu fætur gátu borið hann
út um dyrnar.
En Colmann lögregluforingi sá nokkuð,
sem vakti hjá honum undrun.
Fyrst, þegar hundurinn sleit sig
lausan af Max Levan varð hann
gripinn mikilli hræðslu. Hann
greip eftir byssunni, til að skjóta
kvikindið, áður en það réðist á Omar.
En hann hætti á miðri leið, svo undrandi
varð hann á snarræði kattarins. Þetta
dauðskelfda dýr þaut eins og elding í loft-
inu úr fanginu á Omar og beint inn í kjaft-
inn á gömlu brynjunni, sem stóð vörð við
gangvegginn.
Um leið og kötturinn var horfinn og
Omar líka, stansaði King og fætur hans
nötruðu. Hann rétt leit á brynjuna þar sem
kötturinn faldi sig, sneri sér síðan við og
labbaði skömmustulegur með lafandi
skott til Max Levans.
Colmann gekk út í garðinn, en þar hitti
hann Joe Lawrence, sem var að enda við
að yfirheyra Omar vegna kattarins. Hvað
meinti hann með því að taka köttinn með
inn. Leynilögreglumaðurinn var sýnilega
æstur, hann sagði við lögregluforingjann:
— Sá gamli gerði þetta, til að hylma yfir
það, að hann og hundurinn eru góðir
vinir. Hann vissi að hundurinn mundi
verða vitlaus þegar hann sæi köttinn...
Andartak, andartak, sagði Colmann og
var mjög hugsi. Hann leit af Georg Omar —
sem örvæntingarfullur sagði, að hann
hefði aðeins tekið köttinn upp, eins og
hann væri vanur að gera, án þess að hugsa
út í það, hvað gæti gerst — á Edward Helm-
ann og Oliver Schmidt. Hinir tveir síðast-
nefndu horfðu kvíðnir á leynilögreglu-
manninn.
Colmann dró Joe til hliðar.
— Náðu í sérfræðingana og rannsakaðu
brynjuna þarna inni vandlega. Gættu að
því, hvort þú sérð ekki fingraför, hár, þráð
úr fataefni, eða eitthvað þess háttar.
Athugaðu einnig, hvort ekki sést eitthvað
á gólfinu í ganginum og á skrifstofunni, í
stuttu máli sagt, finndu hvort morðinginn
hefur notað brynjuna, þegar hann fór inn
og drap Símon Clenck.
- Já. Joe Lawrance gat ekki leynt undr-
un sinni. — Haldið þér þá...
— Það hefði getað gerst þannig, sagði
lögregluforinginn. — Hundurinn sýnir
greinilega bæði andstyggð og hræðslu
gagnvart brynjunni. Gerðu nú eins og ég
segi, og gættu þess að láta köttinn ekki
klóra ykkur, hann situr víst þarna ennþá! Á
meðan ætla ég að gæta mannsins, sem ég
hef grunaðan.
— Hver er það, spurði Joe, án þess að
hugsa sig um.
Lögregluforinginn brosti hæðnislega. —
Nú ertu dálítið fljótur á þér, Joe. Garð-
yrkjumaðurinn gæti að minnsta kosti ekki
gert leikfimiæfingar af þessu tagi.
Háð lögregluforingjans gerði Joe gramt
í geði, meðan hann kom rannsókninni í
kring.
Það hressti þó skapið, að rannsóknar-
mennirnir fúndu fáein fingraför, nokkra
efnisþræði og blóð úr smáskeinu, og þeir
gátu auðveldlega slegið því föstu, að
Edward Helmann hefði skilið þetta eftir í
brynjunni.
Lögregluforinginn minntist ekkert
meira á spurningu Joe. Með sönnunar-
gögnin í höndunum gekk hann til atlögu
við Helmann og játningin var ekki lengi að
koma. Ástæðan hafði verið peningar og
morð hafði eiginlega ekki verið ætlun
Helmanns. Hann ætlaði aðeins með valdi
að komast yfir nokkra pappíra, sem gætu
orðið honum hættulegir, sagði hann.
Colmann kinkaði kolli. — Þannig gengur
það oft, þegar fólk er ástríðufullt, það sýð-
ur upp úr. Maður gengur lengra en maður
ætlaði sér. Hugmyndin með brynjuna var
stórsniðug. Mér þætti gaman að vita, hvað
lengi við hefðum rannsakað málið, án þess
að finna lausnina, ef garðyrkjumaðurinn
hefði ekki verið hugsunarlaus dýravinur.
10. TBL. 1989 VIKAN 33