Vikan


Vikan - 18.05.1989, Side 39

Vikan - 18.05.1989, Side 39
RAUPAÐ 0(5 RI55AÐ Svartidauði í Lúx Ragnar Lár Ioksins er íslendingum leyfilegt að drekka bjór sem löglega er til lands- d ins fluttur. Það er ekki leyndarmál að íslendingar hafa aldrei hætt að drekka bjór, þó svo að lög landsins hafi bannað á honum innflutn- ing. Það er ekki heldur leynd- armál, að farmenn hafa haft af því drjúgar tekjur að smygla bjór til landsins í gegnum tíð- ina, bjórunnendum til óbland- innar ánægju. En nú getur landinn sem sagt keypt bjórinn á útsölu- stöðum ÁTVR og drukkið hann sleitulaust ef honum býður svo við að horfa. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, tók það ráð að láta hina stóru framleiðendur bjórs, víða um heim, gera tilboð í tengslum við bjórinnflutning og síðan var þeim tilboðum tekið sem vænlegust þóttu fyr- ir íslenska ríkið. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessa að- ferð varðandi innflutning og þeir sem voru búnir að útvega sér umboð fýrir hinar ólíkleg- ustu tegundir bjórs og ffá hin- um ýmsu löndum, jafnvel þeim löndum sem íslendingar höfðu vart heyrt á minnst, brugðust ókvæða við þessum ráðstöfunum og þóttust hafa misst spón úr aski sínum. Hins vegar eru bjórunnend- ur, flestir, harla glaðir að geta valið milli tegunda þeirra sem þeir hafa áður keypt (á svörtum) af farmönnum, þó fúllyrða megi að ýmsir þeirra sakni tegundar sinnar, t.a.m. Heineken, Becks, eða Schluts. Og Höskuldur hefur staðið eins og klettur í öllu því mold- viðri sem þyrlað hefur verið upp í sambandi við bjórinn. Hver „snilldarpenninn" af öðr- um hefur borið honum á brýn í Velvakanda, að hann hafi reynt hvað hann getur til að auglýsa bjórinn í þeim fjöl- mörgu viðtölum sem fjölmiðl- ar hafa við hann átt á þessum vetri. En það er ekki rétt. Sam- kvæmt lögum er Höskuldur, sem forstjóri ríkisfyrirtækis, skyldugur til að veita þær upp- lýsingar um fyrirtækið sem ffam á er farið og hefur hann gert það svikalaust. En nóg um bjórinn. Áfeng- Tíl vinstri er tillaga raupara að nýjum miða fyrir Black Death, ef ske kynni að sala þess yrði leyfð á íslenskum markaði. isverslun ríkisins ffamleiðir það gamalkunna brennivín sem flestir íslendingar þekkja. Flestir kannast við þetta brennda vín undir nafninu Svartidauði. Mjög eru skoðan- ir skiptar meðal manna hvort Svartidauði sé gott vín eður vont. Sumir geta ekki hugsað sér að láta það inn fýrir sínar varir, en aðrir kjósa það öðr- um vínum ffemur. Fyrir fjöl- mörgum árum tók Áfeng- isverslunin upp á því að selja annað veifið tveggja ára gamalt Brennivín og skyldi það helst drukkið í snöpsum, ískælt. Var það mál manna að þá væri það best og svo gómsætt þótti það, að jafnvel erlendum diplómöt- um og öðrum höfðingjum var boðið uppá þennan drykk í stórveislum. En svo mikil sala var í Brennivíninu almennt, að sjaldan tókst að láta það geym- ast í þessi tvö tilskyldu ár og var það því löngum ófáanlegt. Nú hefur Höskuldur hins vegar séð til þess, að fleiri en ein tegund af þessu eðalvíni er á boðstólum og mun t.d. ein tegundin kölluð Óðalsbrenni- vín og segir það sitt um ágæti drykksins. En úti í Luxemburg býr ís- lendingur sem framleiðir drykk sem hann kallar Black Death. Þeim drykk svipar mjög til gamla góða Brennivínsins okkar hvað bragð snertir og einkum þess sem hefur fengið að geymast um nokkurn tíma. Sá er þetta vín bruggar heitir Valgeir Sigurðsson og rekur veitingastaðinn Cockpit Inn í Luxemburg, sem mörgum landa er að góðu kunnur. Valgeir hefur reynt að fá ÁTVR til að hafa ffamleiðslu sína á boðstólum, en til þessa hefur það reynst árangurslaust. Ein- staka veitingahús hefur haft vínið hans Valgeirs á boðstól- um, en til þess verður að panta það sérstaklega, auðvitað í gegnum einkasölu ríkisins, með tilheyrandi kostnaði. Eins og fyrr segir heitir brennivínið hans Valgeirs Black Death, eða Svartidauði á íslensku, einmitt því nafni sem er viðurnefni gamla íslenska brennivínsins. Aðalmyndin á vínmiðanum hans Valgeirs er hauskúpa. Auk þess skreyta miðann myndir af verðlauna- peningum sem Valgeiri hafa hlotnast fyrir ffamleiðslu sína. Myndin sem fýlgir þessum lín- um er tillaga raupara að nýjum miða fyrir Black Death, ef ske kynni að sala þess yrði gefin frjáls á íslenskum markaði. írönsk aftaka Hin myndin á síðunni er gerð fyrir nokkrum vikum. Eins og flesta rekur minni til, þá varð hár hvellur þegar kom að frumsýningu Leikfélags Ak- ureyrar á því ffæga verki Edwards Albee, Hver er hræddur við Virginiu Woolfe? Helgi Skúlason, einn af aðal- leikendunum, vogaði sér að segja álit sitt á verkum leik- stjóra sýningarinnar og það í ljósvakamiðli. Skipti engum togum að Helgi var bannferð- ur, rekinn úr samfélagi leik- stjórafélagsins (sem hann hafði sjálfúr staðið að stofúun að) og bannferður af sam- tryggingarfélagi leikstjóra. Um svipað leyti og þessir atburðir áttu sér stað, hafði Kóméní erkiklerkur í íran bannfert rit- höfúnd fýrir að skrifa bók sem braut í bága við túlkun erki- klerksins og áhangenda hans á Kóraninum. Klerkur gerði sér lítið fyrir og dæmdi rithöfundinn til dauða og kvað hann réttdræp- an hvar sem í hann næðist. Ekki dæmdi hún María Krist- jánsdóttir hann Helga Skúlason til dauða, en á teikningunni sem línunum fýlgir sést erki- klerkurinn ráðleggja leikstjóra- félagsformanninum hvernig auðveldast sé að koma söku- dólgum fýrir kattarnef. Þannig sér raupari erkiklerkinn segja Maríu Kristjánsdóttur hvemig auðveldast sé að koma sökudólgnum fyrir kattamef.... 10.TBL 1989 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.