Vikan - 18.05.1989, Qupperneq 47
DULFRÆÐI
mín var aðeins ein vika. En hvað um það.
Út úr bókabúðinni fór alsæl stúlka með
stílabókina sína og pennan góða. En til
hvers, skipti ekki máli. Henni fannst bara
hún hafa höndlað eitthvað, sem yrði henni
mikils virði, og myndi skýrast seinna.
Og svo um nóttina, þegar ég var búin að
eiga yndislegt kvöld með gestrisnum vin-
um mínum, finn ég allt í einu ótrúlega
sterka löngun til að skrifa. Og þarna um
nóttina byrja ég, og sjálfri mér til mikillar
undrunar skrifa ég drög að útvarpsleikriti.
Síðan skrifaði ég á hverri nóttu, þangað til
dvöl minni á ísafirði lauk. Þessu hélt ég
áfram á leiðinni heim og losaði með því
sjálfa mig við óskiljanlega flughræðslu.
Leikrit þetta var síðan flutt í útvarpi, og
því ekki furða þótt ég hugsi stundum með
þakklæti til Vestfjarða og vina minna þar.
Það er alveg Ijóst, að í þessari ferð sköpuð-
ust einhver þau skilyrði innra með mér,
sem gerðu tákndrauminn að veruleika.
Þarna var flíkin komin fram.
Síðan liðu mörg ár án þess ég skrifaði
nokkuð. Á þessum árum hef ég að vísu
flutt erindi víðsvegar um land, en þau
voru öll flutt blaðalaust.
Svo var það, að ég þurfti í nokkra mán-
uði að vera mikið rúmliggjandi, og því fátt
hægt að gera sér til afþreyingar annað en
lesa eða hugsa.
Ekki hvarflaði að mér að skrifa. En svo
tók ég smám saman að rifja upp ýmis atvik,
sem hent höfðu mig á dulræna sviðinu. Þá
datt mér í hug, hvort ekki væri í heilsu-
leysinu hægt að stytta sér stundir með því
að skrifa eitthvað af þessu niður. Ekki var
neitt hugsað um það til hvers það væri,
heldur byrjað að vinna þarna í rúminu.
Það þarf tæplega að taka það fram að tím-
inn bókstaflega flaug áfiram og ég varð
undrandi á því hve gaman ég hafði af þess-
um skrifum.
Ég lít svo á núna, að ég sé að taka við
annarri flík, það er að segja, að enn sé
draumurinn góði að koma fram. Hvað ger-
ist í framtíðinni læt ég ósagt, en rétt er þó
að minnast þess, að rithöfundurinn í
draumnum lofaði mér fleiri flíkum seinna.
Hvað varðar ráðningu móður minnar á
þessum draumi, þá sagði hún, að ég myndi
skrifa eitt verk nánast strax, enda leið ekki
mánuður þangað til fýrstu drög þeirra
skrifa urðu til.
Auk þess fullyrti móðir mín, að líða
myndi þó nokkuð langur tími, þangað til
meira yrði skrifað.
Það liðu mörg ár og ég var löngu hætt
að minnast þessa draums, þegar móðir
mín einn daginn segir við mig: ,Jóna,
manstu drauminn, sem þig dreymdi áður
en þú skrifaðir PÁFAGAUKANA fyrir út-
varpið?"
Ég skildi hvað hún átti við, en ég hafði
þá þegar lesið fyrir hana þó nokkuð af því,
sem ég hafði verið að skrifa, áður en það
rann upp fyrir henni, að það var draumur-
inn um fötin í fangi rithöfundarins, sem
þarna var að rætast. Ég er alveg viss um, að
í þessum táknræna draumi, löngu fyrir-
fram, er eins og búið sé að leggja drög að
ákveðnu lífshlutverki, þótt vitanlega fáist
ekkert án mikillar fyrirhafhar og þrotlausr-
ar vinnu.
Eins og þið munið var konan í draumn-
um ekki aðeins rithöfundur, heldur líka í
ábyrgðarstöðu, sem tengdist almanna
heill. Það skýrði móðir mín sem tákn líka
og sagði að ég myndi með einhverjum
hætti hafa áhrif á líf ókunnugs fólks, og því
fylgja mikil og erfið vinna og auk þess
ábyrgð.
Þetta hefur einnig komið ffarn þannig,
að árum saman hef ég með beinum og
óbeinum hætti verið áhrifavaldur í lífi
ótrúlega margra; fólks sem mér er með
öllu óskylt.
„Hvað varðar
nekt þína í þessum
draumi," sagði móðir
mín, „er verið að
undirstrika, að
lífshlutverk þitt er
fróbrugðið því, sem
venjulegt getur talist.“
„Hvað varðar nekt þína í þessum
draumi," sagði móðir mín, „er verið að
undristrika, að lífshlutverk þitt er ffá-
brugðið því, sem venjulegt getur talist. I
gegnum þennan kafla í lífi þínu muntu fara
án teljandi áreitni, og ekki vera háð áliti
annarra á því lífi sem þú kýst þér.“
Þannig var í stórum dráttum ráðning
móður minnar á þessum draumi, skömmu
eftir að mig dreymdi hann. Þegar ég lít um
öxl þykir mér hún hafa verið furðulega
nákvæm í ráðningu hans. Einnig er hugs-
anlegt, þar eð hún er forspá og gædd dul-
argáfum í óvenjulega ríkum mæli, að for-
spárhæfileiki hennar hafi einfaldað henni
að ráða táknin, og jafhvel ráðið einhverju
um það, sem hún sagði um framtíð mína.
Hvort heldur sem er, verður ekki annað
sagt en að hún hafi reynst ótrúlega
sannspá, og þeir, sem mér eru kunnugir
munu vart efast um, að nákvæmar getur
varla nokkur manneskja vænst að slíkir
hlutir komi fram.
Ekki er óeðlilegt að álykta, að ber-
dreymi sé hæfileiki, sem sé meira ríkj-
andi í vissum ættum en öðrum. í minni
fjölskyldu er þessi gáfa mjög áberandi
þáttur í fari minna nánustu. Móðir mín tel-
ur til dæmis, að sig hafi dreymt flesta
mikilsverða kafla Iífis síns. Hún virðist bæði
ber og táknrænn dreymandi, og að auki
geta ráðið táknmál sinna drauma og einnig
annarra. Flest systkina minna hafa draum-
gáfu, og eru ýmis ber- eða tákndreymin.
Sum geta lesið úr draumum sínum, en þó
ekki öll.
Undanfarin tvö ár hefur mig dreymt á
táknrænan hátt flest það, sem haft hefur af-
gerandi áhrif á dagfar mitt þennan tíma.
Sjálf hef ég lesið táknmál þeirra drauma,
og þeir orðið að þeim veruleika, sem tákn-
in gáfu tilefni til að álykta. Mér gekk ekki
sérlega vel við það hérna áður fyrr.
Ég hygg að þessi hæfileiki hafl smám
saman áunnist við endurteknar tilraunir
og ef til vill með vaxandi þroska.
Auðvitað er alltaf eitthvað sem manni
sést yfir, og er það ekki nema eðlilegt. En
undanfarin tvö ár virðist mér þó hafa tek-
ist að skilja öll aðalatriði rétt.
Þeir sem áhuga hafa á því að skoða
drauma sína geta á einfaldan hátt þreifað
sig áfram til ríkari skilnings á draumlífi
sínu. Þá er best að skrifa reglulega niður
þá drauma, sem skýrastir eru í huga við-
komandi, þegar hann vaknar. Síðan má
bera slíkan draum undir fólk, sem maður
trúir að hafl vit á slíku, og skoða þær
niðurstöður í Ijósi eigin athugana þannig,
að samanburður skapist, sem getur opnað
gleggri skilning, og jafhvel orðið kveikja
að réttri túlkun táknmáls. Vitanlega þarf
ekki mikil heilabrot yfir berum draumum,
því þeir bera yfirleitt með sér upplýsingar,
sem eru augljósar og einfaldar án nokkurr-
ar táknrænu.
Athugun drauma getur verið mjög at-
hyglisverð, og flestir, sem fá áhuga á slíku
telja tíma sínum vel til þess varið. Þekking
á eigin draumlífi kann að gera fólk ham-
ingjusamara og öruggara í mannlegum
samskiptum. Sumir halda því jafnvel fram,
að draumar sínir hafi létt mótlæti og
þyngri byrðar lífsins.
Hvað sjálfa mig snertir er ekki vafi á því,
að sérkennilegt draumlíf mitt hefur oftar
orðið mér styrkur en hnekkir. Hitt er
annað, að auðvitað er stundum samfara
sterkri vitund um það sem koma skal, tals-
verð þjáning. Það þekkja allir, sem búa yfir
hæfileikum til framtíðarsýna. En kostir
slíkra hæfileika, sé þeim beitt á kærleiks-
ríkan og jákvæðan hátt, eru vitanlega
miklu fleiri, og því full ástæða til þess að
þakka guði slíkar náðargáfur, hvort sem
þær eru tengdar ytri eða innri hliðum
mannlífsins."
Hér lýkur frásögn konu minnar, Jónu
Rúnu, af reynslu sinni og þekkingu á eðli
drauma. Getur hver sem er Iáð mér að
hafa vitnað svona rækilega í þessa reynslu.
En þó er það von mín að lesendur telji
hana það óvenjulega og merkilega að ým-
islegt megi almennt af henni læra um
drauma.
Eins og lesendur hafa orðið varir við,
hafa ráðningar móður Jónu átt ríkan og
merkilegan þátt í frásögn hennar. Tel ég
því ekki nema sanngjarnt að geta hér að
lokum nafhs hennar, sem hingað til hefur
ekki verið nefht. Hún heitir Rúna Guð-
mundsdóttir. Hún er því tengdamóðir
mín, sem ég þekki vel og met mikils, enda
er hún auk þeirra hæfileika, sem hér hefur
veirð getið mjög andlega þroskuð kona,
óeigingjörn og kærleiksrík.
10.TBL. 1989 VIKAN 45