Vikan


Vikan - 18.05.1989, Side 48

Vikan - 18.05.1989, Side 48
17 ára og réttaé byrja TifFany - stúlkan sem seldi yfir 7 milljónir hljómplatna á síðasta ári. Hún er aðeins 17 ára gömul. ÞÝTT OG ENDURSAGT: BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON Hver er þessi Tiffany? hljóta þeir eldri að spyrja. Ekki svo undarlegt því Tiffany heíur ekki verið lengi í sviðsljósinu en þó nógu lengi til þess að hafa náð hylli ungra tónlistar- unnenda. Reyndar er Tiffany bara ósköp venjuleg 17 ára stelpa sem fer niður í bæ á laugardagskvöldum með vin- konum sínum. Þó heíur þessi unglingsstelpa selt um 7 millj- ónir platna á tveimur árum. Ekki svo ýkja slæmt af 17 ára stúlku sem átti þann draum heitastan að geta sungið - og hvort hún getur! Tiffany hefúr þó ekki eingöngu náð að trylla unglingana heldur á hún að- dáendur á öllum aldursskeið- um. Hún byrjaði söngferil sinn í skólanum eins og svo margir aðrir og söng á skólaskemmt- unum. Þegar hún var 14 ára gerði hún sér lítið fyrir og heimsótti skrifstofijr MCA út- gáfufyrirtækisins og hitti þar rnann að nafni George Tobin. Hún söng fyrir hann nokkur lög og hann heillaðist strax af söng hennar. Það leið því ekki á löngu þar til hún undirritaði plötusamning við MCA fyrir- tækið. Síðan hefúr George Tobin verið umboðsmaður hennar og útsetjari. Fyrsta piata Tiffany, sem hún nefndi eftir sjálfri sér, seldist í 5 milljónum eintaka á síðasta ári og hefúr hún nú þegar selt um 2 milljónir af nýjustu plötu sinni sem heitir Hold an Old Fríends Hand. Lög hennar, sem náð hafa vin- sældum, þar á meðal hér á landi, eru Could’ve Been, I Think We Are Alone Now og / Saw Him Standing There (sem er Bítlalag og heitir ISaw Here Standing There). Þessi lög eru öll af fyrstu plötu hennar en nú þegar hafa tvö lög náð vin- sældum af nýjustu plötunni, þau eru Radio Romance og AH This Time. Frh. á bls. 48 46 VIKAN 10. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.