Vikan - 18.05.1989, Page 52
TEXTI:
ÞORSTEINN E
Skáldið sem skrifaði
þessar klassísku línur
vissi hvað hann var að
tala um: Timburmenn-
irnir, sem hann lýsir svo ljóð-
rænt eru í raunveruleikanum
„köld grá dögun" fyrir hinar
óteljandi frumur um allan lík-
ama þinn, sem eru að reyna að
koma starfsemi sinni í sitt fyrra
horf, eftir flóð af alkóhóli.
Hreint út sagt: Alkóhól, þeg-
ar það er innbyrt í óhófi, er
hreint eitur fyrir líkama þinn.
Það skaðar og jafhvel drepur
ffumur.
Timburmennirnir eru fyrstu
lyfjafræðilegu áhrif alkóhóisins
eftir að víman er horfin. Dæmi-
gerð einkenni eru flökurleiki,
fólk kúgast, fær uppköst,
óþægindi ffá meltingarfærum,
lystarleysi, linar hægðir eða
niðurgangur, innvortis
krampar, höfuðverkur, tauga-
óstyrkur, slappleiki og vöntun
á orku. Oft líður þér þannig, að
þig langar til að skríða inn í
dimma þögla holu og vera þar.
Timburmenn af verstu gerð
geta gert þér lífið verulega erf-
itt allt að 24 tímum og skilið
eftir sig vanlíðan í tvo til þrjá
daga.
Þess má geta, að gerð hefur
verið athugun á hópi fólks,
með alveg heilbrigða maga.
Það var látið innbyrða töluvert
magn af áfengi og var maga-
speglað daglega eftir það. Kom
þá í ljós að magaslímhúð þess
var blóðhlaupin og rauð í allt
að viku tíma. Ætla má, að
magaslímhúð fólks, sem neytir
töluverðs áfengis um hverja
helgi, nái aldrei að jafna sig.
Hve mikið áfengi þarf til að
gera allt þetta? Það veltur á
ýmsu: Fólk hefur mjög mis-
munandi lífefnafræðilega starf-
semi og bregst því misjafnlega
við áfengi. Sumir einstaklingar
Eðli timburmanna
Hár hundsins
Dökkbrúnt bragð, brennandi þorsti,
höfuð, sem er tilbúið að klofna og
springa...
Enginn tími fyrir glens, enginn tími
íyrir hlátur -
Kalda grá dögun morgunsins
eftir.
- George Ade „Iðrun“ 1903
getur virkað, en það eru til betri lausnir
sýna mjög mikil viðbrögð við
mjög litlu magni.
Læknavísindin segja, að sér-
hvert magn yfir 60 ml af 45%
alkóhóli á dag eða jafngildi í
léttu víni eða bjór, sé magn
sem skaði líkama okkar. Fylgi-
fiskar slíks magns af vínanda
eru, há tíðni sjúkdóma og
dauða. Bjór inniheldur 20 ml
af alkóhóli í 400 ml krús. Eitt
glas af borðvíni, u.þ.b. 200 ml,
er hlaðið 30 ml af alkóhóli.
Komist hefur verið að því,
að sumt fólk hefur mjög mikið
ofnæmi fýrir efhum sem finn-
ast í áfengum drykkjum, svo
sem malti, geri, hveiti, byggi,
HEIL5A
50 VIKAN 10.TBL1989