Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 25

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 25
RAUPAÐ 0(5 RI55AÐ Járnfrúr, Drakúla og Haralz TEIKNING OG TEXTI: RAGNAR LÁR Hún Margrét bless- unin Tatcher hefur nú stýrt breska heimsveldinu í tíu ár og geri aðrir betur. Þeir voru ekki margir sem spáðu því á sínum tíma að Margrét sæti að völdum svo lengi. Nú er hinsvegar svo komið að menn þora ekki að spá um þann tíma sem hún á ósetinn í Dáningstræti tíu. Fljótlega eftir embættistöku sína fékk Mar- grét viðurnefnið ,Járnfrúin“ og skýrir sú nafhgift sig sjálf. Járnfrú Margrét þykir óhrædd að taka pólitískar ákvarðanir og standa við þær, hvort sem er á sviði innan- eða utanríkis- mála. En eigum við íslendingar okkar járnfrú? Heyrst hefúr að forseti sameinaðs Alþingis vildi gjarnan láta líta á sig sem járnfrú á sviði pólitískrar firam- göngu. Vissulega hefúr breska járnfrúin tekið þær ákvarðanir í gegnum tíðina sem almenn- ingi hafa ekki fallið í geð. En járnfrúin hefur að lokum stað- ið af sér gagnrýni og stjarna hennar risið æ hærra á hinum pólitíska himni. Okkar járnffú, eða forseti sameinaðs, hefur látið ýmislegt umdeilt um munn sér fara síðan hún settist í forsetastólinn. Fátt hefúr þó vakið meiri athygli en orða- skipti hennar og Magnúsar Guðmundssonar kvikmynda- gerðarmanns vegna heimilda- myndarinnar Lífsbjörg í Norðurhöfum. Þar mættust þau í sjónvarpssal ásamt fleira fólki og ofbauð áhorfendum ofstæki ffúarinnar þegar hún rakkaði myndina niður og ger- anda hennar. En nú er raupari sennilega kominn út á hálan ís og vissara að hætta raupi um járnfrúr, en láta þess í stað teikninguna tala sem línunum fylgir. Forsetinn spennir bogann með eitraðri örinni, en skjöldur Magnúsar er að sjálfsögðu mynd hans, sem nú fer víða um heim og réttir hlut þeirra smáþjóða sem byggja lífsbjörg sína á sjávarfangi. En nú gerist það, einmitt þegar raupari er að skrifa þess- ar línur, að útvarpsfféttir segja ffá orðaskiptum á Alþingi vegna fyrirspurnar sem borin var fram varðandi fýrrnefridan Magnús og styrk sem hann hafi fengið frá sjávarútvegsráðu- neytinu. Sjávarútvegsráðherra segir að Magnús hafi hlotið fjárstyrk frá ráðuneytinu til að afla efnis í margumrædda kvikmynd. Og forseti samein- aðs þykist hafa himin höndum tekið og sparar nú ekki stór- yrðin. „Lygi, svik og falsanir," eru meðal þeirra orða sem hún notar um Magnús Guð- mundsson. Lygar, svik og fals- anir segir hún Magnús hafa viðhaft til að búa til kvikmynd sem styðja eigi slæman mál- stað íslendinga í hvalveiðideil- unni. „Hæfir skel kjafti," segir forsetinn og þykir mörgum þessi íslenska járnfrú hafa skot- ið yfir markið og eiga vafalaust margir eftir að láta til sín heyra vegna þessara gífuryrða. Drakúla í Blóðbankanum Einhverntíma í vetur heyrð- ist því fleygt að það að setja mann í ákveðið embætti, jafn- gilti því að gera Drakúla að bankastjóra í Blóðbankanum. Rissari gerði teikningu af þessu tilefni og sýnir hún þann mann sem Sverrir Hermanns- son bankastjóri nefnir í skrif- um sínum Ó. Grímsson. Það hefúr löngum verið siður manna að stytta nöfn sín við undirskriftir. T.a.m. stytti Sig- urður Nordal nafn sitt á sínum tíma í Sig. Nordal. Þá fóru gár- ungar að kalla hann Signor Dal. Þá tók Sigurður upp á því að stytta nafn sitt enn meir og skrifaði S. Nordal. Ekki voru gárungar af baki dottnir og nefndu nú prófessorinn Snordal. Einhverntíma sá raup- ari undirskrift Borgars Garð- arssonar og var þar um skondna styttingu að ræða. Leikarinn skrifaði einfaldlega Borgarðarsson. Raupari gerir það að tillögu sinni að banka- stjórinn Sverrir Hermannsson skrifl undir greinar sínar Sver- mannsson. En til að útlista teikninguna nánar, þá þarf Ógrímsson að sjálfsögðu gott gervi ef hann á að taka að sér hlutverk blóðbankastjóra og sést hann á teikningunni með gervið milli handa. Haralz Og nú er blessuð setan horf- in úr málinu eða svo gott sem. Raupari minnist þess frá sokka- bandsárum sínum í Mosfells- sveit, að slagorð voru múruð þar í vegg á nýreistu húsi að Álafossi. .Álafossföt best,“ stóð stórum stöfúm á veggnum og blöstu við vegfarendum. Þá- verandi eigendum Álafoss var bent á að stafurinn seta ætti að vera í orðinu bezt. Eigendurn- ir brugðu fljótt við og létu höggva essið burtu og múra setuna í staðinn. En þar sem múrhúðunin var úr skelja- sands- og kvartsblöndu var erf- itt að fá sama lit og sömu áferð á nýja flötinn og má enn sjá muninn. Nú er spuming hvort nýir eigendur Álafoss láti nú enn höggva í sama knérunn og setji ess í stað setu, í samræmi við stafsetningarreglur. Þess var getið í upphafl þessa spjalls, að setan blessuð væri að mestu horfin úr mál- inu. En til heiðurs þeim sem enn halda tryggð við setuna birtist teikning af banka- stjóranum Jónasi Haralz. □ ll.TBL. 1989 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.