Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 48

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 48
GÆLUDYRIM í Englandi er talið að sé 1,8 milljón páiagauka. Þessi er hins vegar búsettur í vesturbænum í Reykjavík. Selskapspáfagaukarnir geta orðið tðluvert gamlir TEXTI: FRlÐA BJÖRNSDÓTTIR / LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Krakkar og reyndar íúilorðnir líka hafa lengi haft gaman af því að eiga fugl í búri. Ekki vitum við hve marg- ir búrfuglar eru hértendis en Englendingar telja sig vita með vissu að á heimilum þar í landi séu yfir 1800 þúsund páfa- gaukar í búri. Það sem gerir fuglana vinsæla er að þeir eru líflegir og láta í sér heyra og auðvelt er að hugsa um þá hvort heldur sem eigandinn er ungur eða gamall. Hins vegar finnst mörgum þeir sóða helst til mikið út þegar fjaðrir og hismi þyrlast upp umhverfis búrið. En sé búrið hreinsað reglulega ætti þetta ekki að vera neitt vandamál. Selskapspáfagaukar, sem eru algengustu fulgamir, geta orð- ið töluvert gamlir. Þeir verða auðveldlega 7 ára, en vitað er til að páfagaukar hafa orðið 20 ára gamlir eða jafnvel eldri. Það er ódýrt að ala fuglana og þeir kosta heldur ekki mikið. Við könnuðum verð páfagauka í gæludýrabúðum í Reykjavík og fengum þær upplýsingar að þeir kostuðu 1400 krónur. f einni verslun kostuðu þó hvít- ir og gulir fuglar 1600 enda eru það sjaldgæfari litir. í ann- arri búð kostuðu fuglar sem voru eins árs og eldri aðeins 1000 kr. Finkur kostuðu 1800 krónur. Miklu máli skiptir að fá heil- brigðan og ungan fugl svo njóta megi hans sem lengst og sem best. Hægt er að þekkja unga fulga frá gömlum m.a. á því að blettimir á hálsinum em enn ekki greinilega af- markaðir. Húðin kringum nasaopin er ekki búin að fá sterkan lit, en hún verður blá á karlfuglum og brún á kvenfugl- unum þegar frá líður. Þá er heldur ekki kominn hvítur hringur í kringum augu ungra fugla og sýnast þau því stór og svört. Þegar fuglinn er orðinn 12 vikna fara fýrstu fjaðrimar að víkja fyrir nýjum fjöðmm og eftir að nefhúðin hefúr fengið sinn rétta lit verður ógeming- ur að greina aldur fúglsins. Gæta verður þess að velja fugl með þéttar fjaðrir, skær augu og hann verður líka að vera hreinn á rassinum, annað bendir til þess að hann sé ekki nógu hress eða heilsugóður. Fólk langar oft til að geta kennt fúglinum einhverjar list- ir og jafnvel að tala. Eigi að reyna eitthvað slíkt er nauð- synlegt að fa fulginn ungan, helst ekki mikið eldri en níu vikna. Níu mánaða fúlg er aftur á móti ekki líklegur til mikils, en hann getur orðið eiganda sínum til jafnmikillar gleði, þótt hann læri aldrei að tala. Fugl þarf að vera í rúmgóðu búri og það má alls ekki fylla það af alls konar dóti og tveir fúglar þurfa auðvitað stærra búr en einn. Best er að láta búrið standa á svölum, loft- góðum stað og hvorki í súg né sterkri sól og a.m.k. rúman metra frá gólfi. Eftir að búrinu hefúr verið valinn staður ætti ekki að hreyfa það mikið úr stað, sérstaklega ekki ef fúlg- inn fær að fljúga um íbúðina, því hann verður að rata aftur rétta leið inn til sín. Gott getur verið að breiða yfir búrið að næturlagi til þess að fúlginn fái frið. Einu sinni í viku verður að hreinsa búrið vandlega og þá jafnt búrið sjálft sem annað það sem í því er. Gætið þess að hreinsa ekki búrið þar sem verið er með mat eða matar- ílát. Gott er að láta fuglasand eða sandpappír í botn búrsins daglega og auk þess verður að gefa fúglinum ferskt vatn og bæta í korndallinn hans dag- lega. Það á að vera óhætt að leyfa fúlginum að fara út úr búrinu af og til, en þó verður að gæta varúðar. Lokið gluggum og dyrum og dragið fyrir glugg- ana svo ekki sé hætta á að fúgl- inn fljúgi á rúðurnar. Og séu kaktusar á heimilinu með löngum nálum ráðlegg ég ykk- ur að breiða yffr þá eða hafa þá ekki þar sem fulginn fær að vera laus. Það er ekkert gaman að horfa á fúlginn sinn setjast á kaktus eins og einu sinni kom fýrir á mínu heimili. í byrjun getur verið erfitt að koma fúgl- inum inn í búrið aftur. Takist það alls ekki er þrautalending- in að myrkva herbergið, ná í vasaljós og finna fúlginn og leggja mjúkan hatt eða annað álíka yfir hann og taka hann svo mjúklega upp og stinga honum inn í búrið. Fuglinn ætti aldrei að fá að fljúga um í eldhúsinu eða þar sem verið er að matreiða eða borða. Fulginn á að hafa nóg af fúglafóðri hjá sér en svo má gefa honum grænmeti og jafn- vel eplabita, en það verður að taka allar slíkar leifar frá hon- um á hverju kvöldi. Og að lokum: Ef þið hafið einhverjar spurn- ingar varðandi heimilisdýrin, sendið okkur þá línu og við munum leita svara við þeim og fá dýralækni til að leiðbeina ykkur ef nauðsyn krefúr. Merk- ið bréfin: Gæludýr — Vikan, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. 46 VIKAN 11.TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.