Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 50
HEIL5A Vdríst kynfæravörtur! TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON ú veist oft ekki að þú hefur veir- una sem myndar kynfæravörturn- ar. Þessi kynmakaborna veira er orðin faraldur í Ameríku. Sem ástfanginn ungur íslcndingur getur þú verið smitaður af kynmakaborinni, mikið útbreiddari og minna þekktri veiru en AIDS; Human Papillomavirus (HPV), frekar þekkt undir nafninu kynfæravörtur. Talið er að þrjár milljónir Ameríkana smitist árlega af HPV. Þrátt fyrir heilsusam- lega lifnaðarhætti þína gætir þú verið smitaður(-uð). Samúel Rosenberg, læknir á þvagfæra- deild Detroit Medical Center í Michigan, sem hefur meðhöndlað mörg hundruð manns með kynfæravörtur, skýrir sjúk- dóminn út á eftirfarandi hátt fyrir karlmenn: „Margir menn verða ekki varir við að þeir hafi smitast af þessari veiru. Ef þeir hafa fengið veiruna í endaþarminn eða þvagrásina og hafa blæðingar af völd- um þess og/eða hafa breytingar í þvagfer- unum, þá þurfa þeir að komast undir læknishendur. Karlmaður getur mjög auð- veldlega smitað konu af veirunni, en þær eru mun næmari fyrir skaðsemi hennar. Sumar veirur af þessari tegund geta valdið krabbameini. Á hinn bóginn eru kynfera- vörturnar ekki til prýði. í dag er engin lækning til við þessu smiti. Vísindamenn tala fremur um dvala- stig veirunnar, þ.e. þegar þeir halda að hún sé ekki virk. Aðgengilegar kynfæra- vörtur er hægt að fjarlægja, en það kemur þó ekki í veg fyrir að þær geti komið aftur einhvern tíma. Þegar þú hefúr einu sinni smitast af þessari veiru er hún þín um ókomin ár, ef ekki finnst leið til að eyða henni. Human Papilloma veiran er: Veira sem smitar við kynmök. Veiran myndar vörtur, sem finnast í endaþarmi og svæðinu í kringum endaþarm, á pung, á getnaðarlimi, skapabörmum, í þvagrás og í örfáum tilfellum í þvagblöðrunni. Sjö af 56 þekktum afbrigðum þessarar veiru geta valdið krabbameini. 50% þeirra vefjasýna sem tekin eru úr krabbameinsæxlum af getnaðarlim og pung, og 95% af krabba- meinssýnum úr leghálsi innsendum til rannsóknastofú innihalda HPV. Við HPV smit eru oft engin einkenni, að minnsta kosti ekki sem hægt er að sjá með berum augum. Á þessu stigi sést ekkert fyrr en læknirinn hefur borið þynnta lausn af ediki á sýkta svæðið og koma þá fram hvítleit svæði, þar sem sýkingin er. Fólk getur verið einkennalaust í mörg ár eftir að hafa sýkst, þangað til það fær svo allt í einu eina kynfæravörtu. Þegar vörturnar eru orðnar það stórar að þær eru orðnar sjáanlegar, þá geta þær verið bleikar, brúnar, gráar eða hvítar. Þær geta verið upphækkuð þúst eða ef þær eru ekki meðhöndlaðar, geta þær verið eins og blómkál að útliti. Kláði getur komið í vörturnar og jafnvel blætt úr þeim. Einnig getur komið í þær bakteríusýking og fyll- ast þær þá af vatni eða greftri, sem getur vætlað úr þeim. Sumir komast aldrei að því að þeir eru sýktir og er það meðal annars ástæðan fyr- ir því að þetta er orðinn faraldur núna. Vörturnar þurfa ekki að vera til staðar til þess að maður sé smitberi, þannig að þú getur smitað eða tekið við veiru algerlega án þess að vita af því. HPV vörtur í munni og endaþarmi hafa getað komið við kynferðislega snertingu við munn eða endaþarm. Munnvörturnar finnast á svæði í kringum neðri vörina og innanvert á gómnum, sem ójöfnur, sem hægt er að sjá og þreifa á og í hálsinum, en þar geta þær haft áhrif á röddina, þar sem hæsi er mest áberandi, en munnvörtur eru frekar sjaldgæfar. Ef vörturnar koma á endaþarmssvæðið er hægt að villast á þeim og gyllinæð, þar sem einnig getur verið um blæðingar að ræða lfá þeim. HPV smitun er óútreiknanleg. Þú getur verið einkennalaus, en hjá manneskjunni sem þú smitar getur sjúkdómurinn þróast upp í það að sýna einkenni. Smitið getur leitt hann eða hana til forstigseinkenna krabbameins, og jafnvel til krabbameins, en það er eingöngu í versta tilfelli. Það er ekki á neinn einn veg, sem þessi sjúkdóm- ur hrjáir fólk, heldur er það mjög mismun- andi fýrir hvern og einn og er það að 48 VIKAN ll.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.