Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 34

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 34
MYR LEIKUR: FYRR 0C5 MU Er þitt nafn á listanum? Sé nafnið þitt ó listanum hér fyrir neðan getur þú heimsótt okkur é ritstjórn Vik- unnar í Valhöil, Hóaleitisbraut 1 I Reykjavík, og fengið afhent glas af Paillettes fró Enrico Coveri. Þetta er „eau de toilette" og kostar hvert glas út úr búð kr. 2.468. En þú færð það ókeypis fyrir það eitt að hafa lesið þessar iinur í Vikunni. Þú getur lótið nægja að hringja og við sendum þér glasið. (Það skal tekið fram að nöfnin ó listanum eru valin af handahófi úr þjóðskrónni án vitundar nokkurs þeirra sem hlut eiga að máli.) Næst kemur vöruúttekt í Bláa fuglinum i hlut einhvers á nýjum nafna- lista. Kannski það verði þú? Sólveig Karlsdóttlr, Álfheimum 58, Reykjavík. Svanhildur Sigfúsdóttir, Ægisgötu 9, Árskógshreppi. Sæunn Magnús- dóttir, Lyngbergi 21, Hafnartiröi. Una Siguröardóttir, Flóka- götu 27, Reykjavik. Þóra Björg Þórisdóttir, Sörlaskjóli 66, Reykjavik. Aðalbjörg Alfreðsdóttir, Jörundarholti 192, Akra- nesi. Aðalheiður Svanbj. Axelsdóttir, Vlðimýri 18, Nes- kaupstað. Agatha Agnarsdóttir, Ránargötu 29a, Reykjavík. Agnes Bryndís Jóhannsdóttir, Skarðshlíð 61, Akureyri. Bertha Jóhanna Kjartansdóttir, Bakkahlíð 35, Akureyri. Birgitta Rósmundsdóttir, Laugarnesvegi 66, Reykjavfk. Birna Björnsdóttir, Heiðarbrún 28, Hveragerði. Bjarndís Hannesdóttir, Vogatungu 24, Kópavogi. Bjarnveig Hjör- leifsdóttir, Hraunbæ 46, Reykjavik. Dagbjört Jónsdóttir, Framnesvegi 58, Reykjavlk. Dagný Elsa Einarsdóttir, Bræðraborgarstíg 32a, Reykjavík. Dagrún Sigurðardóttir, Hofsvallagötu 57, Reykjavlk. Elín Ástráðsdóttir, Miðtúni 36, Reykjavik. Erla Kristjánsdóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík. Erna Dagbjört Stefánsdóttir, Ofanleiti 19, Reykjavík. Fann- ey Halla Pálsdóttir, Kvikholti 3, Hafnarfirði. Fjóla Sigurðar- dóttir, Hringbraut 128K, Keflavlk. Frjða Sigurðardóttir, Melteigi 9, Akranesi. Gerður Guðnadóttir, Efstahrauni 6, Grindavik. Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, Kirkjubraut 35, Njarðvlk. Guðlaug Vilbogadóttir, Seilugranda 2, Reykjavík. Halla Sigrún Arnardóttir, Glaöheimum 10, Reykjavik. Harpa Guðmundsdóttir, Neðstutröð 4, Kópa- vogi. Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir, Foldahrauni 2, Vest- amannaeyjum. Helga Jóhannesdóttir, Hlégerði 11, Kópa- vogi. Karlotta Kristjánsdóttir, Norðurvöllum 18, Keflavík. Júliana Grimsdóttir, Helgalandi 8, Mosfellsbæ. Jónína Guðný Bjarnadóttir, Kambaseli 85, Reykjavik. Jóhanna Ágústa Sveinjónsdóttir, Laugarnesvegi 13, Reykjavík. Kar- in Sædis Ágústsdóttir, Laugarteigi 21, Reykjavík. Marta Grettisdóttir, Eyjabakka 12, Reykjavik. Nanna Nguyen, Skeljagranda 2, Reykjavlk. Oddný Steinunn Kristinsdóttir, Skúlabraut 27, Blönduósi. Stefanla Sigfúsdóttir, Raftahlið 43, Sauðárkróki. Sólveig Unnur Eysteinsdóttir, Gnoðavogi 70, Reykjavik. Frh. af bls. 30 var — það síðar- nefhda ekki í nei- kvæðum skilningi. Hún hugsar einfald- lega ffekar um það að henni sjálfri Iíði vel og hún fái útrás fyrir hæfileika sína, en. að hlaða undir karlinn sinn eins og konur hafa gert kynslóð fram af kynslóð. Það dettur ekki nokkurri konu lengur í hug að eyða ævinni heima hjá börnum, matseld og blómapottum. Hana skiptir ekki öllu máli lengur að vera búin kostum hinnar „góðu eiginkonu", það er að segja húsmæðraskólaprófi, fórnfysi og gamal- dags vinnuhörku. Nú eru það prófin úr lögfræði, viðskiptafræði, stjórnmálaffæði eða alþjóðasamskiptum sem gilda og gera hana eftirsótta, ásamt útsjónarsemi og metnaði. Við piltarnir verðum oft á tíðum að sætta okkur við það að vera í öðru sæti hjá þessari ffamagjörnu nútímakonu. Ég þekki allnokkur dæmi þess, að kærastinn sé skil- inn eftir heima á íslandi á meðan stúlkan fer út í nám - og ef hann nennir að bíða, gæti hugsanlega svo farið að hann yrði ennþá hennar þegar hún kemur aftur — ekki hún hans, nóta bene. Við þurfum líka að sætta okkur við að laga aldagamlan karlrembuhugsunarhátt að nýjum háttum hjá kvenþjóðinni. Sjálf- stæð kona getur leyft sér að gera kröfúr um „mjúkan mann“, vegna þess að við eig- um ekki lengur ffítt spil, stúlkurnar eru ekki háðar okkur lengur. Reykjavíkur- stúlka nútímans hefur ekki hugsað sér — og mun ekki — sætta sig við að sitja uppi með drykkfellda fyrirvinnu, sem þolir ekki börn og spilar póker við strákana allar helgar. Hún er nógu sjátfstæð til þess að láta karlrembusvínið sigla sinn sjó, og það er sú staðreynd, sem hefur skapað þessa nýju kynslóð mjúku mannanna, sem allir eru að tala um, ekki það að við strákarnir höfúm tekið þetta upp hjá sjálfúm okkur. Þetta sannar enn einu sinni þá kenningu, að konur standi á bak við allar helstu um- byltingar. „Þetta er allt okkur að kenna. í þetta sinn erum við hins vegar stoltar af því, í stað þess að þið karlmennirnir hafið þurff að þröngva sökinni upp á okkur eins og venjulega," sagði vinkona mín í spjalli um þessi mál. Þrátt fyrir þetta virðist kvenréttindafjas- ið, sem allt snerist um á síðasta áratug, vera að hjaðna. Reykjavíkurstúlkan treyst- ir vissulega á sjálfa sig, en ekki lengur af því að hún er kona, heldur veit hún að sem einstaklingur hefur hún ýmsum kost- um úr að spila. Rauðsokkurnar brutu vissulega niður ýmsa múra, og þess njóta dætur þeirra nú. Þótt húsmæðraskólaprófið sé ekki leng- ur forsenda fyrir velgengni Reykjavíkur- stúlkunnar í lífinu, finnst mér að flestar vinkonur mínar séu húslegar og að því leytinu að þær elda til dæmis sér til gamans, og það virðist vera í tísku að sér- hæfa sig í ffamandi réttum frá einhverju ákveðnu landi. Sum- ar elda mexíkanskt, aðrar hafa dottið ofan á bók með búlgörskum baunaréttum, og enn aðrar halda sig við ítalska eða spánska matseld. — En lambalæri og kartöflur er hallærislegur kostur. Ég held líka að allar vinkonur mín- ar gangi með leynda drauma um innan- hússarkitektúr í maganum, að minnsta kosti þær, sem búa einar. Alltént eru þær eilíflega að raða marglitum silkipúðum í nýja sófasettinu, skipta um lit á glugga- körmunum eða drösla inn til sín loftræsti- röri, bárujárni, gamalli sláttuvél eða ein- hverju enn fáránlegra til að skapa stemmn- ingu. Það eina, sem yfirleitt má missa sín í innréttingunni er karlmaðurinn. Það er ekki reiknað með honum sem húsgagni, og ef svo skyldi vilja til að einhver piltur- inn flytti inn einn daginn, þá fær hann ekki að hafa lappirnar uppi á borði og hann vaskar upp effir sig sjálfúr. Klæðaburður hnátunnar markast auðvit- að af sjálfstæði hennar eins og annað - hún klæðir sig í samræmi við það, hvernig henni líður, en ekki endilega hvert hún er að fara eða hvað hún er að gera. Það er ekkert sem heitir „viðeigandi" lengur og ég þekki konur, sem fara á ball í rifhum gallabuxum og mæta í háskólatíma daginn eftir í dragt. Vinkona mín, sem er sannar- lega ekki þekkt fyrir „hefðbundinn" klæða- burð, segir að það skipti samt miklu máli að kunna sig: „Ég fer ekki í atvinnuviðtal í mótorhjólajakkanum mínum,“ sagði hún við mig. Hún var líka sammála mér um það að hvað klæðaburðinn varðaði væri eftir- sóknin fýrst og fremst effir því sem er „ekta“ og vandað — og allt sem getur kall- ast druslutíska er búið að vera, til allrar guðslukku. Áhugamálum Reykjavíkurstúlkunnar verða ekki gerð skil í stuttum pistli. Það er líklega einfaldast að draga ályktanir af því, hvað Reykjavík sjálf hefur upp á að bjóða. Snótin hlýtur þess vegna til dæmis að stunda veitingahús og ölkrár, hún lætur sér annt um heilbrigðið og fjölmennir í eróbikk og sund, heimsækir söfn og gall- erí, fer í bíó eða á sinfóníutónleika, eða þá að hún sækir út fýrir borgina og fer á skíði eða í fjallaferðir, — og svo ffamvegis... Ég leyfi mér að halda því fram að engin borg í heiminum, sem er af svipaðri stærð og Reykjavík, hafi upp á jafhmargt að bjóða fyrir þá, sem vilja eyða ffístundum sínum. Höfúðborgin okkar er líka hugmyndalega lifandi og sameinar þjóðlega menningu og alþjóðlega strauma - „sveitastúlka og heimskona í senn“, eins og henni var einu sinni lýst. Látum það liggja milli hluta, hvort sama lýsing á við dóttur hennar, Reykjavíkurmeyna, en það að búa í Reykjavík hlýtur enn að staðfesta það, sem ég hélt fram í upphafi. Því að Reykjavík er engum öðrum stað lík. □ REYKJAVÍKURSTÚLKAN 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.