Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 49

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 49
Látið blómin talq TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON Blóm eru einhver vinsælasta tæki- ferisgjöf sem um getur og skiptir þá kannski ekki öllu máli hvort þau eru gefin auðugum eða fátækum. Blóm eru nefhi- lega fyrst og fremst táknræn, þótt þau gleðji líka augað, ilmi vel og lífgi upp á umhverfið. Sumt fólk er svo hrifið af blóm- um að það gefur bömum sínum blóma- nöfh, s.s. Rósa, Fjóla, Sóley, Lilja o.s.frv., eins og sagan um manninn sem sagði svo frá tilhugalífi sínu ber með sér: „Þegar ég bauð kærustunni minni fyrst út gaf ég henni liljur," sagði hann. „Ég gaf henni liljur þegar við trúlofuðum okkur, liljur þegar við giftumst og við öll mögu- leg tækifæri. Veistu hvað við létum skíra fyrsta bamið okkar?“ „Lilju?" var spurt. „Nei - Þórð. Það var strákur," sagð’ann snubbótt og fór svo út í aðra sálma. Annars hafa sum blóm ákveðna þýðingu. Forn- Grikkir og Rómverjar notuðu eins konar blómatáknmál. Skáld vom krýnd kransi af lárviðarlaufúm þegar þau vom heiðmð og ólífuviðargrein var tákn friðar. Rósir höfðu ýmsar merkingar. Ein þeirra var um leynd. Ef rós var t.d. hengd fyrir ofan ákveðið borð í veislusal, þá táknaði það að ekkert af því sem sagt væri við borðið mætti fara lengra. Þaðan er komið orðtakið að „tala undir rós“. En í dag hafa tákn rósarinnar breyst svolítið. Ein rós þýðir „það jafnast engin(n) á við þig“, þrjár rósir „ég elska þig“ og svartar rósir — sem em óhemju dýrar og sjaldgæfar — „þú ert mér meira virði en allt annað." Liljur em hins vegar tákn tignar og hreinleika, anímónur tákna tilhlökkun, gular narsissur em sendar til að minna á óendurgoldna ást en gleym-mér-ei em stundum settar í sendibréf til merkis um sanna ást. Siðprúðar stúlkur gáfu meyjar- stolt sitt til kynna fýrr á tímum með því að bera maríuvönd, en sendu ungum piltum hins vegar gular gladíólur ef þær vildu hvetja þá eða „gefa þeim undir fótinn". Morgunfrú er aftur á móti svolítið vara- söm gjöf.þar sem hún lýsir eiginlega fýrir- litningu á viðtakandanum. Fjólur bera vott um hæversku en híasintur era sorgarblóm. Fíflar, ein algengustu blómin á íslandi, hafa líka sína þýðingu. Þeir em daður- blóm, svo að sá eða sú sem sendir fífla er óbeint að lýsa því yfir að hann - eða hún — langi til að daðra svolítið. Kannski er þar komin skýringin á orðatiltækin „að fífla" og kannski er þar líka komin skýringin á öllu lauslætinu hér á landi. En það em mis- jafnir siðir í mörgum löndum. Á Ítafíu gef- ur maður þeim sem maður vill móðga villt blóm. PHILIPS sjónvarpstækin eru sannkallaðir gleðigjafar á heimilinu. Sjónvarpsdagskráin raeður að von nokkni um gleðina en PHILIPS tryggir skýrasta mynd og tærastan hljóm þess sem í boði er. Einstök myndgæði, traust smíði og frábær ending Við vorum að fá til landsins stóra sendingu af þessu hágæða 20 tommu sjónvarpstæki frá PHILIPS, árgerð ’89, 16“ PHILIPS FRIÐARSTILLIR v,. 16 tommu (feröa) sjónvarp með innbyggðu loftneti og 10 stöðva minni. Frábœr mynd- og tóngæði, tenging fyrir heymartól. Silfuriitað. Verft: 29.980 28«? þar sem mynd og tóngæði eru i flokki, og getum þvl boðið þessi frábæru tæki á einstaklega lágu verði vegna hagstæðra samninga. • Þráðlaus fjarstýring með öllum moguleikum handstýringar. • SmekJdegt, nútímalegt útlit. • Sjálfleitari. • Frábær hljómgædi úr hátalara framan á tæki. • Lágmarks rafmagnsnotkun. • I6stöftvaminni. • Veröið kemur þór á óvart. Heimilistækí hf • Kringlunnt SIMI: 69 1S20 'samfuMuntf Sætuni 8 • SÍMI: 69 15 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.