Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 56

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 56
KVIKMYHDIR Frh. af bls. 52 'l'il þcss að ná tökum á hlutvcrkinu varð hann að horfa inn í sig á það sem hann kallaði „mína eigin einhverfu". hessi lcit inn á við tókst. I.eikur lians í „Rain Man“ sýnir að hann er ekki hara full- orðin stjarna, heldur sýnir hann þeim sem g;ctu liafa cfast að hann cr góður lcikari. lin Tom Cruisc hvílir sig aldrei. Og Tom Cruise er aldrci ánægður. f stað þcss að rcnna úr „Rain Man“ inn í hlutverk sem liann hefði getað hrosað sig í gegnurn hef- ur hann nú valið að leika Ron Kovic, land- gönguliðann sem fór til Vietnam uppfullur af hlekkingum og kom aftur heim með skaddaða mænu til þess að takast á við þá sem ollu stríðinu. Cruisc scgist ckki hafa áform, að hann taki hara hestu hlutverkin sem honum eru hoðin. I-ái það er ekki þar með sagt að hann eigi sér ekki drauma, eins og það að gera kvikmynd með hæði stórfrægum leikara og hesta leikstjóranum. í myndinni „The Color of Money“ var það nákvæm- lega það sem hann fékk. „Við Scorsese vorum djöftillegir," sagði Paul Newman. „Við vorum alltaf að æfa, vinna við handrit- ið, leita að nýjum leiðum. Cruise fékk að leggja hönd á plóginn í sameiginlegri vinnu. Ég held ekki að hann hafi lagt mikið til málanna, en hann fylgdist vel með, sem mér flnnst gáfulegt." Dustin og Tom vinna á sama hátt Þegar upphaflega vinnan við „Rain Man“ hófst árið 1986 var Cruise tilbúinn að leggja eitthvað til málanna, en það sáu fjórir leikstjórar og helmingi fleiri rit- höfundar. Það er meira að segja að hluta til vegna tillagna Cruise um persónuna sem hann átti að leika sem upphaflegi leik- stjórinn, Marty Brest, hætti. „Á meðan Marty var með í verkefninu fann ég fjöl- skyldu sem svipaði til sögunnar í „Rain Man,“ segir Dustin Hofffnan. „Við Tom byrjuðum að spila keilu með fjölskyld- unni. Við fórum að fá sterka tilfinningu sem Marty var ekki sammála. Upphaflega breyttist persónan, sem ég lék, of mikið. Læknar, sem höfðu verið beðnir að lesa handritið, brugðust þannig við: „Aðeins í Hollywood..." Tom hafði stórkostlegt inn- sæi til að sveigja myndina þannig að hún hæfði fötluninni, ekki öfugt. Svo okkur varð það ljóst að persóna mín myndi ekki breytast mikið, en persóna Toms yrði mun mikilvægari." Hoffman hafði ekki áliyggjur af því að mótleikari hans yrði á tjaldinu í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann birtist sjálfur. „Guð minn góður, Tom er stærsta stjarnan í heiminum og getur hald- ið uppi kvikmynd í tvær spólur!" En Brest vildi koma þeim saman fyrr. Og Brest var nægilega óánægður með keyrsluna yfir landið, sem er hjarta sögunnar, til þess að hafa áhyggjur af því að myndin yrði „tveir asnar í bíl“. Þegar Brest hætti reyndu Steven Spiel- berg og Sidney Pollack hvor um sig að tak- ast á við handritið. C.ruise neitaði öðrum hlutverkum, fór að keppa á kappaksturs- bílum, og gifti sig leikkonunni Mimi Rogers. Og vegna þess að hann hefur það sem Oliver Stone kallar „útgeislun sem verður að nota“ varð hann líka ákaflega órétlegur. Árið 1987, með „Rain Man“ í einskis manns landi, gerði hann „Cock- tail“, þar sem 70 milljónir græddust á nafn- inu hans. Það var ekki fyrr en Barry Levin- son samþykkti að leikstýra „Rain Man“ að Cruise fékk að sýna Dustin Hoffman hvað það er sem hann getur gert. Og jafnvel Hoffman (sem er frægur fýrir nákvæmni) varð undrandi á Cruise. „Ég hitti ekki oft fólk sem hefur sama vinnumynstur og ég,“ segir Hoffman með aðdáun, „en við Tom viljum báðir fara á fætur fyrir dögun og gera líkamsæfingar. Við keyrðum saman á tökustaðinn og not- uðum tímann til þess að æfa okkur. Hvor- ugur vill hádegismat. Við héldum okkur báðir inni í húsbílnum og unnum með textann. Á nóttunni var Tom alltaf að banka á hurðina hjá mér og segja: „Eigum við ekki að leika þetta svona?" Og hann sagði setningarnar mínar svo vel að hann hefði getað leikið hlutverkið mitt. Ég get sagt þér það að það eina sem við gerðum var að vinna. Það komst ekkert annað að.“ Byrjaði í skólaleikritum Ástríða Cruise eftir æ erfiðari hlutverk- um stafar ekki af leiklistarþjálfun hans — hann fór í leiklistartíma í nokkra mánuði - heldur af besta vini leikarans: erfiðri æsku. Faðir hans, Thomas Cruise Mapother þriðji, rafmagnsverkfræðingur að atvinnu, flutti konu sína, son sinn og þrjár dætur milli 12 borga áður en Thomas Cruise Mapother fjórði var tólf ára. Svo, rétt þeg- ar hann náði unglingsárum skildu foreldr- ar hans. Þegar Tom Cruise var sautján ára gamall og hafði komið fram í skólauppsetningu á Gæjum og píum í Glen Ridge, New Jersey, ákvað hann að reyna að ná því sem hann hafði alltaf viljað síðan hann var sex ára. Hann sleppti því að útskrifast og flutti til New York, vann mörg láglaunastörf og sótti um hlutverk. Hann fékk smáhlutverk í „Endless Love“, sem leiddi til annars hlut- verks í „Taps“. Eftir tveggja vikna æfingar var hann beðinn að ganga í hlutverk þriðja aðalleikarans. Nokkrum smámyndum seinna var Cru- ise orðinn unglingastjarna. „Þú gætir ekki trúað því hvaða upphæðir mér voru boðn- ar eftir að ég lék í „Risky Business", segir Tom Cruise. „En ég hef aldrei leikið í kvik- mynd vegna peninganna. Ég þarf þess ekki. Ég hef búið við það að hafa ekkert alla ævina. Ef stóru tilboðin hverfa þá geta þau ekki þurrkað út það sem ég hef lært og það sem ég hef gert. Það rænir sálu þinni að gera það sem þú trúir ekki á.“ Þetta er auðvelt að segja, en Cruise fer eftir því. Til þess að koma í veg fyrir að myndir úr ástarsenum hans komist í um- ferð stendur í samningi hans að myndver- ið megi ekki birta mynd af honum án hans samþykkis. Hann kom í veg fyrir að Bud- weiser bjórauglýsing kæmi fremst á videó- útgáfunni á „Color of Money“. Hann neit- aði að leika aðalhlutverkið í „Bright Lights, Big City“: „Ég er ekki viss um að þegar maður sýnir fólk taka eiturlyf í bíómynd sé maður ekki um leið að upphefja það.“ Brosið ómótstæðilega En mér fannst ég þurfa að velta því fýrir mér hvort Cruise, sem er 26 ára, eigi það á hættu að verða sjálfumglaður. Þessi hug- mynd kom upp á yfirborðið þegar ég var að horfa á „The Color of Money“ helgina áður en ég hitti hann. Á eftir fór ég í gegn- um myndina og taldi brosin. Það voru 22 bros, hvert þeirra ævintýralegt peninga- bros, sem gáfu til kynna að leikarinn sem leikur unga snooker spilarann viti hvað það er að skemmta sér. Svo kemur „Rain Man“. Hún er kölluð grínmynd, en þótt þar séu margar stórkostlegar senur er ekki hægt að segja að Cruise hlæi sig í gegnum hana. Og hvað varðar „Born on the Forth of July“, þá efast ég um að mikið verði hlegið. Hefur Cruise ákveðið eftir aðeins átta ára feril í kvikmyndum að hann vilji ffekar halda skammaræður yfir okkur en skemmta okkur? „Nei, nei,“ sagði hann og fékk sér snún- ing í stólnum. „Ég hef ennþá gaman af spennu- og ævintý'ramyndum. Fólk vill gera greinarmun á leikaranum og kvik- myndastjörnunni. Nú, mér hefur alltaf fundist ég vera leikari sem er að þykjast vera kvikmyndastjarna. Það finnst mér skemmtilegt. Mér finnst gaman að gera hvort tveggja." Já, en verður jafn auðvelt eftir „Rain Man“ að brosa sínu breiðasta? „Ég vakna á hverjum morgni og horfi í spegil og brosi breitt. Svo á kvöldin, áður en ég fer að sofa, athuga ég hvort brosið sé ekki örugglega á sínum stað.“ Svo lét hann undan. „Þessi persóna sem ég var að leika...Ég var að leita að einhverju óvenju- legu fyrir mig.“ Brosið er einkenni hans. Það er það sem gerði hann að kvikmyndastjörnu. Þegar leikstjórinn og rithöfundurinn Paul Brickman og framleiðendur hans Jon Av- net og Steve Tisch voru að ráða í „Risky Business" höfðu þeir engan áhuga á að hitta Cruise. „Paul og Jon höfðu séð hann í „Taps“ þegar hann var feitlaginn og stutt- hærður," segir Tisch.“ Þeim fannst hann ekki passa í hlutverkið. En Paula Wagner, sem er umboðsmaður Toms þrý'sti á. Yfir hádegismat datt henni í hug bragð til þess að koma honum inn á skrifstofuna okkar. Hugmyndin var að hann kæmi í heimsókn til mín sem værum við gamlir vinir og ég færi með hann inn til Paul og Jon. Við gerðum það. Hárið á Tom var síðara, hann hafði losað sig við kílóin sem hann hafði bætt á sig fyrir „Taps“, hann var blátt áfrarn ■ III I ■ ■ ■ I I ■ I i 111 111 ■■■ i ■■■iii ■ 11 ■ ■ it 54 VIKAN 11. TBL, 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.