Vikan


Vikan - 01.06.1989, Síða 61

Vikan - 01.06.1989, Síða 61
I LOFTIMU þessari samkeppni og við þessar aðstæður eiga einkastöðvar erfitt uppdráttar þrátt fyrir miklar vinsældir." - Þú sagðir að slagurinn um auglýsingar hefði áhrif á dagskrár- gerð RÚV. En ráða ekki auglýsendur þá miklu hjá einkastöðvum sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum? ,/iuðvitað hefur það sitt að segja að auglýsingar eru eina tekjulindin, en þar er alls ekkert óeðlilegt á ferðinni. En ég held að engin stöð yrði langlíf sem léti stjórnast af auglýsendum ífá degi til dags og efast um að auglýsendur kærðu sig um að skipta við slíka stöð. Ef þú heldur að Kók stjórni dagskránni fyrir hádegi og Pepsí eftir há- degi þá er um misskilning að ræða. Einka- stöðvarnar hafa haldið sínu sjálfstæði. En er ekki nóg að þær bítist á auglýsingamark- aði ásamt blöðum og tímaritum þótt sjálft Ríkisútvarpið sé þar ekki á fullu líka. Það á að tryggja afkomu þess með öðrum hætti.“ Pentagon eða geðsjúkrahús Þorgeir Ástvaldsson segir að einka- stöðvarnar hafi leitast við að bjóða fram brigði sem hvorki er að brotna niður nú né í framtíðinni. Þvert á móti hefur sam- eining Bylgjunnar og Stjörnunnar styrkt reksturinn stórlega sem á eftir að efla þessa stöð í ffamtíðinni og afsanna kenn- ingar um tískufyrirbrigði. Uppgangur einkastöðva í hljóðvarpi og sjónvarpi er ekki stundarbóla. Þessar stöðvar skutu strax rótum og gjörbreyttu öllu mynstrinu á öldum ljósvakans. Það eitt flnnst mér verðugt umhugsunarefni. Ef getraunir og leikir með verðlaunum flokkast undir kaup á hlustendum þá er slíkt ekki bundið við einkastöðvar því þar lætur Ríkisútvarp- ið ekki sitt eftir liggja. Það heyra þeir og sjá sem vilja. Spilakassar eru í hverju horni á öllum fjölmiðlum, meira að segja á hreinræktuðustu fréttastofum." Pólitísk afstaða er marglit — Fyrir nokkrum árum var núver- andi útvarpsstjóri einn ákafasti tals- maður þess að leyfa hér rekstur einkaútvarpsstöðva sem og hans flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er Markús Öm sestur í stól útvarpsstjóra ljósvakafjölmiðla og koma á eðlilegu sam- keppnisumhverfi þar sem bæði einka- stöðvar og Ríkisútvarpið hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Menningarpólitískt séð er þetta mun heillavænlegra en inn- byrðis átök. í stað átaka þurfum við að sam- einast um verkaskiptingu og standa svo saman gegn þeim erlendu áhrifúm sem flæða yfir okkur.“ Sameiningin er afleiðing af rýrnun auglýsingatekna Nú berst talið að sameiningu Bylgjunn- ar og Stjörnunnar. Því hefúr verið haldið ffam að Bylgjan hafl gleypt Stjörnuna og þeir Bylgjumenn ráði nú öllu. Gafst Stjarn- an upp? Hverju svarar Þorgeir Ástvalds- son? .Ákveðið bernskuskeið einkastöðvanna er að baki. Sameining Bylgjunnar og Stjörnunnar kemur í lok þessa reynslu- tímabils og er afleiðing af rýrnandi auglýs- ingatekjum sem báðar stöðvarnar fúndu fyrir. Við erum sannfærðir um að hér sé hægt að reka sterka sameinaða útvarps- stöð með tveimur rásum sem útvarpar SPILAKASSAR í HVERJU HORNI Á ÖLLUM FJÖLMIÐLUM fjölbreytta dagskrá eftir því sem efni og ástæður leyfi. En hann vilji aflétta því óvissuástandi sem ríki mifli RÚV og einka- stöðvanna. Þessi barátta sem nú ríki sé öll- um til tjóns og mál að linni. Það þurfi að jafiia aðstöðuna. „Nýja útvarpshúsið í Efstaleiti er minn- isvarði um útvarpshús eins og þau voru fyrir langa löngu. Útlendingar sem hingað koma halda að þetta hús sé útlitsins vegna nokkurs konar Pentagon íslendinga eða þá geðsjúkrahús. Það þarf að tryggja Ríkisút- varpinu rekstrargrundvöll svo það geti hætt að standa í þessari harðvítugu sam- keppni. Ég er ekki að segja að það eigi að banna auglýsingar í RÚV, en það á að gera stofnuninni kleifit að halda úti góðri og vandaðri dagskrá án þess að þurfa að treysta á auglýsingatekjur í þeim mæli sem nú er. En sátt í þessum málum næst ekki fyrr en búið er að ákveða skyldur og hlut- verk einkastöðva annars vegar og Rikisút- varpsins hins vegar. Þessu stríði verður að ljúka með samningum og samstöðu gegn utanaðkomandi áhrifum." - í síðasta tölublaði Vikunnar segir Stefán Jón Hafstein, sem stjórnar Dæg- urmálaútvarpi Rásar 2 meðal annars, að vinsældir tónlistarstöðvanna hafi verið tískufýrirbrigði og þær hafi keypt fólk til að hlusta m.a. með gjöfúm. Svo hafi þetta brotnað niður með braki og brestum. Hvað viltu segja um þetta? „Ef tónlistarstöðvar eru tískufyrir- brigði þá er það langvarandi tískufyrir- og tekur sem slíkur þátt í baráttunni gegn einkastöðvunum, eða hvað? Og er Sjálfstæðisflokkurinn jafii öflugur málsvari einkaframtaks á þessu svið og áður? „Pólitísk afstaða í landinu gagnvart þess- um málum er marglit og það blása vindar úr ólíklegustu áttum,“ segir Þorgeir. „Sá flokkur sem kennir sig við einka- ffamtakið hefur brugðist undarlega við og vill nú helst draga lappirnar en úr hinni áttinni, sem er á móti einkaffamtaki, virð- ist nú helst gæta skilnings í þessum efnum, alla vega í orðum. En þetta er allt þver- pólitískt mál. Ég hafði gaman af þeim íhaldssömu við- brögðum við tillögum útvarpslaganefndar sem lagðar voru fram í vor, en ég átti sæti í þeirri nefhd. í einhverju tímariti var því haldið ffam að þeir nefndarmenn sem áður störfuðu hjá Ríkisútvarpinu hafi verið fúllir heiftar í garð Markúsar Arnar Antons- sonar útvarpsstjóra og tillögurnar mótast af því. Þetta er algjör firra. Ég hefi ekkert á móti Markúsi Erni persónulega, síður en svo, og gagnrýni mín á Ríkisútvarpið er eingöngu málefnaleg. En tillögur nefndar- innar miðuðu að því að jafna aðstöðumun ljósvakamiðlanna og festa einkastöðvarnar betur í sessi jafnframt því sem Ríkisútvarp- inu yrði gert kleift að sinna sínu hlutverki betur en nú er og tryggja rekstur þess samkvæmt því hlutverki sem því er ætlað að gegna. Markmiðið með þessum tillögum var að létta þeirri óvissu sem ríkt hefur í rekstri fjölbreyttu efni. Við erum enn að móta dagskrá þessarar sameinuðu stöðvar sem þó verður aldrei fullmótuð fyrir alla firam- tíð því útvarpsstöðin verður spegill sinnar samtíðar hverju sinni. Hvað varðar sögu- sagnir um að Stjarnan hafi gefist upp og Bylgjan gleypt hana með húð og hári þá ætla ég ekki að elta ólar við slíkt. Það er engin ný bóla að fyrirtæki hérlendis sam- einist og hefur færst mjög í vöxt að undan- förnu. Það sem skiptir meginmáli í því sambandi er sá árangur sem næst með sameiningu. Þar eru einhverjar persónur ekki aðalatriðið, heldur hvað hlustandinn, neytandinn, fær í staðinn." Ekki til að verða ríkur Það er búið að banka uppá hvað eftir annað þar sem við Þorgeir sitjum að skrafi og greinilegt að ýmsir eru orðnir óþolin- móðir að ná tali af honum. Ég spyr því að lokum hvort hann sé í þessum útvarps- rekstri af hugsjón eða eingöngu til að græða peninga. Þorgeir hlær hjartanlega en verður svo hugsi um leið og hann svarar: „Innst inni á ég þá hugsjón, að geta unn- ið við það að halda úti góðum fjölmiðli sem menn hafa gagn og gaman af og haft jafnffamt af því mitt lifibrauð. Ríkisútvarp- ið er ekki og verður aldrei aftur sverð og skjöldur íslenskrar menningar á þessu sviði. Áhuginn rekur mig áfram og útvarp heillar mig mun meira en sjónvarp. Ég sækist ekki eftir að verða ríkur á þessu. Aðeins að geta séð fyrir mér og mínum.“ ll.TBL. 1989 VIKAN 59

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.