Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 46

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 46
DULFRÆÐI Frh. af bls. 42 ur og hönnuður, William Dunne að nafni. Kerfi hans var allflókið og þverstæðu- kennt, en þó ekki talið ósennilegt. Þessi maður hannaði og byggði fyrstu herflugvél Breta. Árið 1889 tók hann að sjá sýnir inn í framtíðina að næturlagi. Þannig sá hann í draumi fyrir sér hvernig frægur leiðangur frá Höfðaborg til Kaíró, sem margir höfðu spáð að væri óðs manns æði, myndi heppnast. Upp frá því gerði hann sér það að reglu að skrifa drauma sína undireins og hann vaknaði. Síðan beið hann átekta til þess að sjá hvort draumar hans rættust. Má segja að draumar hans hafl reynst allvenjulegir fram að árinu 1916, en þá sá hann í nætursýn, eins og hann kallaði það, sprengingu í sprengjuverksmiðju í Lundúnum. Þessi sprenging átti sér svo stað í janúar 1917. Sjötíu og þrír verka- menn létu lífið, en yfir þúsund særðust. Þegar hér var komið sögu hafði Dunne komist að þeirri niðurstöðu, að í honum væri einhvers konar veila í sambandi við raunveruleikann, sem ylli því, að hann skynjaði myndir, sem virtust einhvern veginn hafa losnað úr sambandi við eðli- lega rás tímans. Og þegar við þetta bættist svo, að hann hélt stöðugt áfrarn sömu ber- dreymninni, þá leiddi það til þess, að hann skrifaði metsölubók sína An Experíment with Time (Tilraun með tímann). Sjálfur lýsti hann bók sinni svo, að hún kæmi ffam með fýrstu vísindalegu sannan- irnar fýrir ódauðleikanum. Þegar bókin kom út þá streymdu til hans bréf frá lesendum hennar, sem héldu því fram, að þeir hefðu orðið fyrir sams konar yfirskilvitlegri reynslu. Dunne undraðist þetta og kvað svo að orði í formála fyrir annarri útgáfu bókar sinnar: „Ef ffamtíðarskyggni er sannreynd, þá mun það gjörsamlega umbylta öllum grundvelli undir fýrri skoðunum okkar á alheiminum." Það er því miður gjörsamlega vonlaust að gera hér í stuttri grein nokkra viðhlít- andi grein fýrir hugmyndum og skilningi Dunnes á tímanum. Til þess er það alltof flókið mál. Þess skal hér aðeins getið, að áhrifamesti stuðningsmaður og túlkandi skoðana Dunnes hefúr verið breska skáld- ið J. P. Priestley. En sá rithöfundur er orð- inn kunnur hér á íslandi, eins og víða ann- ars staðar, fyrir leikrit sín. Þannig hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt eftir hann hin ágætu sviðsverk Tíminn og við og Ég hef komið hér áður, en þau fjalla bæði um furðu tímans. f bók sinni Time and Aían helgar Priestley Dunne heilan kafla og nefríir Priestley þar dæmi um drauma, sem styðja skoðanir og skýringar Dunnes á ffamskyggninni. Draumur Louise E. Rhine Einna athyglisverðastur þeirra er draumur dr. Louise E. Rhine, sem sjálf skrifaði hann og birti í bandaríska tímarit- inu Joumal of Parapsychology. Sú var skoðun Louise, að draumurinn hefði hjálp- að henni til þess að bjarga lífi eins árs gam- als sonar síns. f tímaritsgreininni kemst hún svo að orði: „Mig dreymdi snemma morguns. Mér fannst ég og börnin hafa farið í útilegu með nokkrum vinum. Við komum okkur fýrir í fallegu skógarrjóðri við svolitla vík milli tveggja hæða. Það var skóglent þarna og tjöldin okkar undir trjánum. Ég litaðist um og var að fagna því hve fagurt var þarna.“ í draumnum ákvað ffú Louise að þvo fatnað af litla snáðanum sínum, og bar hann með sér niður að vatninu. Hún setti drenginn á jörðina og skrapp aftur til tjaldsins til þess að sækja sér kápu sem hún hafði gleymt. Þegar hún kom til baka þá lá sonur hennar, sem hafði verið að kasta völum í vatnið þegar hún fór, á grúfu í vatninu — drukknaður. Hún vaknaði upp úr þessum draumi hágrátandi. Hún hafði áhyggjur af draumn- um nokkra daga, en svo gleymdi hún honum. Hann kom henni ekki aftur í hug fýrr en síðar þetta sumar, þegar hún ásamt nokkrum vinum sínum var í útilegu á stað nokkrum, sem virtist alveg eins og staður- inn í draumnum. Hún fór niður að vatninu til þess að þvo fatnað af barninu, kom hnokkanum fýrir í fjörunni og gekk til baka til þess að sækja kápuna. Um leið og hún lagði af stað tók litli snáðinn að tína upp völur til þess að kasta út í vatnið. „Á sama andartaki," sagði hún, „stóð mér draumurinn lifandi fýrir hugskotssjónum. Þetta var eins og kvikmynd. Þarna stóð hann, alveg eins og í draumnum, hvít- klæddur með gulu lokkana sína í glamp- andi sólskininu. Eitt andartak hélt ég að það myndi líða yfir mig. Síðan greip ég hann í fangið og fór með hann neðar við ströndina, þar sem vinir mínir voru. Þegar ég var nokkum veginn búin að ná mér sagði ég þeim frá þessu. En þeir hlógu bara að því og sögðu að ég hefði ímyndað mér þetta. Það er svo afskaplega haldgott svar, þegar mann skortir skýringar. Ég á ekki vanda til þess að ímyndunarafl mitt leiki lausum hala.“ Draumur Victors Goddards Slík tilfærsla í tíma getur hent hvern sem er í svefni og hve algengt það er hjá fólki yfirleitt, styrkti Priestley og trú hans á kenningum Dunnes. Árið 1930 dreymdi Sir Victor Goddard, flugmarskálk Breta, draum sem virðist eins og tilvalinn fýrir tímakenningamenn, eins og hjá Dunne og Priestley. Sir Victor var á flugi í stormi og ákvað að lækka flugið yfir ónotuðum flugvelli til þess að átta sig á stefhunni. En þegar hann var svo sem mílufjórðung frá vellinum gerðist dálítið harla furðulegt. Hann var allt í einu stadd- ur bæði í nútíðinni og framtíðinni. í einni svipan var allt svæðið baðað í einhverju himnesku ljósi. Það var engu líkara en bjartasta sólskin á miðju sumri. Völlurinn var fullur af lífi og fólki. Þama voru flug- virkjar að vinna við flugvélar í nýviðgerð- um flugskýlum. Enda þótt flugvél mar- skálksins væri ekki nema um 20 fet fyrir ofan flugskýlin þá virtist enginn taka eftir því. Og hann flaug aftur inn í storminn og hélt áfram leiðar sinnar. Það sem Sir Victor Goddard hafði séð gerðist ekki fyrr en fjórum árum síðar, þegar þessi gamli flugvöllur var endur- byggður og opnaður á ný sem flugskóli. „Og þá varð mér ljóst," sagði marskálkur- inn, „að ég varð að taka til rækilegrar endurskoðunar allar hugmyndir mínar um frjálsan vilja, örlög og forlög." Og þessi flugforingi er hvorki sá fyrsti né síðasti, sem fyrir persónuleg kynni af dulrænum fyrirbærum hefur tekið skoðan- ir sínar og lífeviðhorf til nýrrar og ítarlegr- ar yfirvegunar. Frásögn úr Sannnýal Ekki mun ég ljúka svo við þetta efhi að sinni án þess að íslensk hugsun komist hér að um þetta efhi. Mun ég í því sambandi vitna í tvo ís- Ienska heimspekinga. Sá fyrri er hinn þjóðkunni vísindamaður og heimspeking- ur dr. Helgi Pjeturss, sem ég tel frumleg- astan allra íslenskra hugsuða og ritað hefur bækur sínar á fegurri íslensku en finnst á öðrum bókum. í bók sinni Sannnýall, kafla sem hann nefnir Aldaskiptaspárnar og hin nýja náttúrufræði segir dr. Helgi svo frá: ,^rið 1920 kom út í Stokkhólmi bók sem heitir Nya Syner om Várldens Fremtid. Höfundur og útgefandi er A. Gustafeon. í bók þessari er sagt frá merki- legum spámanni í Lebesby norður á Finnmörk, Anton Johanson. Hann var bóndi og fiskimaður, og í mörg ár fýlgdar- maður norskra liðsforingja við landmæl- ingar þar norðurfrá. A. J. var trúmaður mikill og hélt að það væri sjálfur Kristur sem sýndi honum það sem' fýrir hann bar, og sagði honum jafinframt, hvað það þýddi. Ekki er ólíklegt, að það megi að nokkru leyti rekja til þess að hann hafi verið mikið með liðsforingj- um, hve mjög hann sá styrjaldarsýnir (stillilögmálið). A. J. sá oftar en einu sinni fyrir drukknanir, og mun það vera það vanalegasta, að forspáir menn séu helst sannspáir þegar um einfalda atburði er að ræða. Aðfaranótt 17. nóvember 1907 er A. J. vakinn upp af rödd sem segir: „Þér mun veitast að þekkja leyndardóm himnaríkis. Fyrsta ógæfan sem þú verður fyrir er að bróðursonur þinn mun drukkna á morgun." Sér hann síðan hvernig slysið verður. Hann kemur sér ekki til að tala um þetta við piltinn, sem fer út á sjó, án þess að A. J. viti af. Um klukkan fjögur er A. J. úti við að kljúfa brenni. Finnst honum þá allt í einu sem steypt sé yfir sig köldu vatni, og jafhframt verður hann gagntek- inn af angist og á mjög erfitt um andar- drátt. Verður honum nú ljóst að bróður- sonur hans sé að drukkna. Eftir stutta stund faerist yfir hann ró og friður, og þyk- ist hann þá vita, að dauðastríðinu sé lokið. 44 VIKAN 11.TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.