Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 66

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 66
5HYRTIHC5 Fegurðardísir larðaðar Hugrún Linda Guðmundsdóttir, Fegurðardrottning Reykja- víkur og nýkjörin Fegurðardrottning íslands, eins og hún kom gestum Hótel fslands fyrir sjónir eftir krýninguna. Á fingri ber hún módelgrip úr hvítagulii, skreyttan völdum demöntum. Höfðingieg gjöf frá Sigurði Steinþórssyni í Gulli og silfri. Armbandsúrið fékk hún að gjöf frá Ecco heildversl- un. Þetta er Reymond Weil úr með 18 karata gullhúð. 1 skíf- unnl eru 48 kristaisteinar. Gierið er rispufrítt safírgler. TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Hugrún Linda, Feg- urðardrottning ís- lands 1989, var snyrt með Elisabeth Arden snyrtivörum á krýningarkvöld- inu og það voru einnig allar hinar stúlkurnar sem tóku þátt í keppninni. Rúna Guðmundsdóttir snyrtifræðingur sá um förðun- ina og var það heljarinnar vinna eins og gefúr að skilja, því vel varð að vanda til á þessu mikilvæga kvöldi. Og það var ekki nóg með að Rúna snyrti stúlkurnar tíu, heldur einnig stúlkurnar sem sýndu hárgreiðslumar hennar Sól- veigar Leifedóttur, dansara sem sýndu samkvæmisdansa og herrana í Karlkór Reykja- víkur! Rúna hefúr starfað sem snyrtifræðingur í 8 ár og kom- ið víða við. Hún hefúr t.d. kennt snyrtingu hjá Karon skólanum, verið með eigin snyrtinámskeið. í fimm ár hef- ur hún haft umsjón með Elis- abeth Arden snyrtivörunum hér á landi, þar sem hún er sölustjóri hjá Stefáni Thorar- ensen sem flytur þær inn og sér þá um sölu, þjálfún og kennslu í meðferð þessara snyrtivara. Kökumeik Við báðum Rúnu að lýsa því hvernig hún hefði snyrt Hug- rúnu Lindu kvöldið góða. „Ég notaði Visible Difference lín- una og byrjaði á því að hreinsa húðina með hreinsimjólk og andlitsvatni. Að því loknu var rakakrem borið á húðina og síðan setti ég á Hugrúnu svo- kallað „kökumeik". Þetta er þykkur andlitsfarði ffá Elisa- beth Arden, sem þekur og dekkar allan mislit í húðinni. Þetta er eins konar grunnur undir málningu. Þessi farði hefúr verið einn sá alvinsælasti á markaðnum hér og við höf- um selt mest af honum á öllum Norðurlöndunum. Yfir farð- ann setti ég síðan laust púður. Eye Fix og Lip Fix Á augnlokin setti ég Eye Fix sem er krem sem heldur augn- skugganum þar sem hann er borinn á. Þegar kremið er bor- ið á þá myndar það litlausa filmu á húðinni og augnskugg- inn kemur síðan þar yfir. Kremið sýgur þá litinn í sig og heldur honum kyrrum allan daginn, eða þar til hann er fjar- lægður. Sérlega auðvelt er að bera augnskugga á þegar Eye Bx er notað undir. Lip Fix gegnir svipuðu hlut- verki og kremið á augum, nema hvað það er notað á var- irnar. Það gerir það að verkum að varaliturinn smyrst auð- veldlega á og hann helst kyrr þar sem hann er settur og rennur ekki út. Bleikir tónar og tveggja bursta maskari Liturinn sem ég notaði á augun á Hugrúnu heitir „Iced Butternut". Þetta er grunnlitur sem gefúr fallegan gljáa þegar hann fer að hitna á húðinni. Ég notaði síðan fölbleikan kinna- lit í innri augnkrók og á glóbus línu. í ytri augnkrók setti ég svartan augnskugga og notaði svartan blýant til að skerpa út- línur augnanna. Á augnhárin notaði ég nýjan mascara frá Arden sem mér finnst mjög góður, sérstaklega til að mála aðra með. Hann er kallaður Two Brush Mascara því hann er með tveim burstum. Annar er venjulegur og ætlaður á efri augnhárin, hinn minnir á skrúfú og er fyr- ir þau neðri, sem hann nær svo vel að allt í einu sérðu þar augnhár sem þú vissir ekki að þú værir með. Kinnaliturinn var sá sami og ég notaði á aug- un, en á varimar notaði ég rauðbleikan varalit sem heitir „Red Splendor", áður hafði ég afmarkað útlínur varanna með varalitablýanti í „fuchsia" lit.“ Nú, fleiri orð eru i raun óþörf; árangurinn af vinnu Rúnu sáu mörg þúsund íslendingar á krýningarkvöldinu og geta skoðað hann nánar hér á myndunum. □ Rúna Guðmundsdóttir snyrtifræðlngur setur síðasta pensil- strikið á Oddnýju Rögnu. 64 VIKAN ll.TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.