Vikan


Vikan - 19.10.1989, Qupperneq 6

Vikan - 19.10.1989, Qupperneq 6
I LOFTIHU LEIFUR HAUKSSON: Árrisulir íslendingar kannast sennilega flestir við nafnið þó þeir séu eflaust mun færri sem þekkja manninn á bak við það; manninn á bak við hljóðnemann. Leifur Hauksson heitir hann og sér ásamt Jóni Ársæli Þórðarsyni um morgunútvarp rásar 2 alfa virka daga. Hann lék með Leikfélagi Kópavogs í Hárinu á sínum tíma, einnig lék hann hinn óviðjafnanlega Baldur í Litlu hryllingsbúðinni. í millitíðinni fór hann í Háskólann, auk þess sem hann ræktaði krydd norður í Bjarnarfirði. TEXTI: ÁRNI MAGNÚSSON LJÓSM.: ÞÓRDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR Hann feddist í húsi sem heitir Bankasel. Nafii sitt dregur það af því að í því geymdu bankar lands- ins afrit af skjölum á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Faðir Leifs keypti húsið þegar það hafði þjónað tilgangi sín- um sem slíkt og þar ólst hann upp, þó ekki nema að hluta til. Eftir því sem hann segir sjálfur ólst hann ekki síður upp í Félags- heimili Kópavogs en það hýsti þá eins og nú leikfélag bæjarins. Leifiir er sem sé Kópavogsbúi í húð og hár og hann minnist þess með lævíst glott á andlitinu þegar Kópavogskirkja reis á Borgarholti. „Ég var þá um það bil tíu ára og þó það kunni að hljóma svolítið undarlega var kirkju- byggingin jafrian vettvangur bardaga milli austurs og vesturs." Guðshúsið, sem seinna varð, þjónaði því fyrst hlutverki vígvallar hjá Leifi og jafnöldrum hans í Kópavogi. Tíminn leið. Leifur gekk í Kársnesskóla og seinna í Víghólaskóla sem þá var eini gagnfræðaskóli bæjarins. „Ég vann þau störf sem til féllu á sumrin, var í unglinga- vinnunni, bæjarvinnunni, leysti af í sumar- leyfum hjá póstinum og fleira. Lengi vel var það reyndar svo að ég vissi hvar mjög margir Kópavogsbúar áttu heima og mundi hvað sumir þeirra fengu sent með póstinum. Til dæmis man ég eftir einum sem bjó í vesturbænum og var gyðingur, hann fékk alltaf sent hebreskt dagblað. Það þótti mér mjög merkilegt. Eins og ffam kom hér að ffaman ólst Leifiir að hluta til upp hjá Leikfélagi Kópa- vogs, einkum vegna þess að móðir hans, Auður Jónsdóttir, lék þá mikið með félag- 6 VIKAN 21. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.