Vikan


Vikan - 19.10.1989, Side 9

Vikan - 19.10.1989, Side 9
I LOFTIMU „Féll í þá gryfju að standa mig vel“ Haustið 1986 urðu svo enn á ný nokkur þáttaskil í lífi Leifs því það var þá sem hann vantaði eitthvað að gera og rölti sem leið lá í Útvarpið, sem þá var til húsa við Skúla- götuna. „Mér datt í hug að líta þar inn, ég þekkti þarna menn eins og Ólaf Þórðar- son, Magnús Einarsson, Ævar Kjartansson og fleiri. Enda var það svo að Ævari og Óla hafði nýlega verið falið að sjá um þátt á rás eitt á laugardagskvöldum sem hét Manna- mót. í þessum þætti átti að leika upptökur frá hinum ýmsu samkundum um allt land og það vantaði mann til að keyra þáttinn út. Ég féll í þá gryfju að standa mig prýði- lega og áður en ég vissi af höfðu þeir félag- ar varpað ábyrgðinni á þættinum alfarið yfir á mínar herðar. Ég sá svo um Manna- mótin til vorsins 1987 en þá áttu sér stað miklar breytingar á rás tvö og ég fluttist þangað um það leyti sem þær voru að taka gildi. Ég byrjaði þá með þáttinn Á milli mála sem enn lifir góðu lífi og um haustið tók ég ásamt fleirum við morgunþætti dægurmálaútvarpsins og hef verið þar síð- an eða í tvö ár.“ Eins og þeir sem fylgjast með dagskrá rásar tvö vita hefst morgunútvarp á þeim bæ klukkan sjö á morgnana svo Leifur verður sennilega ekki oft þeirrar sælu að- njótandi að fá að sofa út, eða hvað? „Nei, en ég er reyndar svo heppinn að hafa alla tíð þurft ffekar lítinn svefh. Aukin heldur finnst mér mun réttara, ef hægt er að orða það þannig, að sofha snemma og vakna snemma. Ég vakna svona um hálfeex alla morgna og ef ég á að segja að það geti verið erfitt má einna helst segja það um janúar og febrúar. Þá er off skrambi erfitt að hafa sig af stað. Myrkrið er kolsvart og einu litbrigðin utan við gluggana eru grá- hvítir glampar stórhríðar. Þá verður mér stundum hugsað norður í Bjarnarfjörð því á hverjum morgni fylgdi ég krökkunum í skólann, yfir á sem rann á milli bæjarins og skólans. Þá var oft brugðið á það ráð að bretta upp skálmar og vaða yfir þegar eng- in klofstígvél voru til taks. í samanburði við það er ósköp auðvelt að keyra úr mið- bænum upp í Efetaleiti. Það hefur líka sína stórkostlegu kosti að vakna svo snemma. Það er fátt yndislegra heldur en að fá að ganga fyrstur inn í morguninn, til dæmis seinni hluta marsmánaðar eða í apríl, þeg- ar birta er tekið af degi og snjórinn er ný- fallinn á jörðina. Þá er ljúft að vera til.“ Fjölmiðlabransinn á stundum hroðalega geðbilaður og öfugsnúinn en ... Þegar undirritaður tók að sér að taka þetta viðtal við Leif Hauksson, manninn á bak við röddina á morgnana, var fyrsta skrefið að vita hvort hann reyndist til- leiðanlegur í slíkt rabb. Hann var heldur tregur til, vissi margt skemmtilegra en að tala um sjálfan sig. En er það ekki svolítið • „Því er ekki að neita að skelfingar- svipur var allsráðandi á andliti margra viðstaddra en Vigdís hafði húmor fyrir tiltækinu og skemmti sér að því er virtist konunglega.“ mótsagnakennt að hafa frá blautu barns- beini hamast á leiksviði framan við fjölda fólks og hafa það að aðalatvinnu að spjalla við fólkið hinum megin við útvarpið, en vera um leið svolítið inni í sér? „Það má kannski segja það en þó ég hafi í gegnum tíðina verið að sullast þetta í leiklist og fleira í þeim dúr þá held ég að það sé ekki vegna sýniþarfar. Lífið hefur hins vegar æxlast þannig að starf í útvarpi er nú mín atvinna. Ég er mjög forvitinn að eðlisfari og því á ágætlega við mig að vinna mitt starf. Ég gæti reyndar hugsað mér að vinna við svo margt en síst af öllu við eitt- hvað þar sem ég þyrfti að segja mikið frá sjálfum mér. Að vinna í útvarpi gerir tals- verðar kröfur til viðkomandi og þó að ég sé mjög andvígur því lífsmynstri að sofa, borða, vinna, horfa á sjónvarp og sofa á ný þá neyðist ég samt til að fýlgjast vel með því sem er að gerast í þjóðlífinu almennt. Það verður svo aftur til þess að mér hættir til að gleyma mér við „imbann" og falla inn í fýrrgreint mynstur. Mér finnst hins vegar hrein og bein bilun að fólk skuli þurfa að vinna myrkranna á milli í ellefu mánuði til þess eins að geta með herkjum átt frí í einn!“ En hvernig skyldi maður með þessar skoðanir svo verja frítíma sínum? „Um leið og ég flutti suður byrjaði ég í Dómkórnum og er reyndar nýkominn úr ferðalagi með honum. Við fórum austur fyrir járntjald og það var geysigóð ferð. Leiklistina hef ég hins vegar lagt á hilluna, að minnsta kosti í bili. Ég stóð á ákveðnum krossgötum í lífinu þegar ég hafði lokið við að leika í Hryllingsbúðinni. Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Ég þykist vera búinn að sjá að á meðan ég er f útvarpi hef ég hvorki tíma né orku til að starfa að leiklistinni um leið. Það er nú líka þannig að þó blessaður fjölmiðlabransinn sé off á tíðum hroðalega öfugsnúinn og geðbilaður á margan hátt þá held ég að leiklistarheimurinn geti verið heldur verri.“ Útvarp á að vera félagsskapur, reyndar nokkuð undarlegur... Leifur hefur verið viðloðandi útvarp í þrjú ár, þar af í morgunútvarpi rásar tvö í tvö ár. Er hann farinn að þreytast á miðl- inum? „Nei, ef svo væri myndi ég hiklaust hætta. Jafnvel þó ég gæti gert það sem mér finnst leiðinlegt á ég ákaflega erfitt með það. Útvarp er líka eða á í það minnsta að vera þess eðlis að þar sé alltaf eitthvað nýtt að gerast. Það á að vera félagsskapur fýrir þann sem hlustar. Það má hins vegar segja að það sé nokkuð einkennilegur félagsskapur þegar aðeins annar aðilinn getur talað við hinn. Það finnst mér reynd- ar einna stærsti gallinn á útvarpi, þessi ein- stefna. Samskiptin við hlustandann eru ekki nógu mikil. Útvarp hefur yfir mikilli tækni að ráða, tækni sem eflaust má alltaf nýta betur en þegar er gert. Ég er þó þeirr- ar skoðunar að tæknin sé til ákaflega lítils ef ekki er stöðugt leitað eftir nýjum hug- myndum. Ef hugmyndaflugið er ekki nægt gagnast tæknin lítið.“ Lítil tannhjól og stór Nú má ætla að það felist miklar andstæð- ur í rólegheitunum norður í Bjarnarfirði annars vegar og erli lífeins í útvarpinu hins vegar. Hvarflar það aldrei að þér að hverfa burt af mölinni á ný og rifja upp krydd- ræktunartakta í góðu tómi? „Vissulega er það góð tilfinning að geta opnað dyrnar á kotinu, geispað út í loftið, gengið nokkra metra og jafhvel migið utan í girðingarstaur ef svo ber undir. Að búa í sveit getur hins vegar ekki talist mjög líf- vænlegt nú til dags og einnig er alltaf hætt við að maður upplifi ákveðna einangrun svo langt í burtu. Það er nefhilega því mið- ur þannig að landsbyggðarfólki stendur svo skelfing lítið til boða af menningarefhi sem litað getur hversdagsleikann lifandi litum. Það er vissulega ólíku saman að jafha að vinna með höndunum við garð- yrkju og að vera alla daga í útvarpi þar sem maður verður að vera tilbúinn að gefa af sjálfum sér, algjörlega án tillits til þess hvernig líðanin er í það og það skiptið. Og kannski má segja að þegar rýnt sé ofan í .kjölinn komi í ljós að það sé betra að vera stórt tannhjól í lítilli vél en lítið tannhjól í stórri.“ □ 21. m. 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.