Vikan


Vikan - 19.10.1989, Page 12

Vikan - 19.10.1989, Page 12
5AMBUÐIN að sambandi fólks — sambandi hjóna eða sambandi barna og foreldra því að okkur þykir það bæði fljótlegasta og varanlegasta leiðin til þess að komast að vandamálinu. Ef við iítum aðeins á einkennin þá er fólk mjög hugmyndaríkt þegar kemur að því að segja frá þeim! Stundum koma heilu fjölskyldurnar, en það er ekki hægt að ræða viðkvæm vandamál þegar börnin eru viðstödd. Ef móðir heldur því hins vegar statt og stöðugt fram að barnið hennar sé til vandræða þá viljum við fá að annast barnið fíka. En fjöiskyldan í heild er alltaf til umfjöllunar." — Er fjölskyldan sérlega mikilvæg í Bahá’í-trúnni? „Hún er afskaplega mikilvæg. Fjölskyld- an er grunneining þjóðfélagsins og á þann hátt er hún nánast heilög. Kenningar Bahá’í segja mikið um sam- band innan fjölskyldunnar, um réttindi og skyldur allra fjölskyldumeðlima — það er ekki neinn einn sem á allan réttinn eða all- ar skyldurnar! Það er ekki í samræmi við Bahá’í-trúna. Jafhvægið er þýðingarmikið. Ég tel að það felist í þessu mikið frelsi - öllum fjölskyldumeðlimum lærist að lifa og starfa í fjölskyldunni, en eru síðan ffjálsir að því að halda út í þjóðfélagið. Fjölskyldan er ekki það eina sem skiptir máli í líflnu. Hún er athvarf, þar endur- hleður fólk sig og upplifir dásamleg, djúp og náin kynni, en hún er ekki allt og eng- inn skyldi lifa bara fyrir fjölskylduna. Það er í mínum huga afar dýrmætt að það ríki jafhvægi milli fjölskyldunnar og annarra þátt samfélagsins, í sumum fjölskyldum er fólk alltaf út um hvippinn og hvappinn, ell- egar það er alltaf stöðugt saman og hvor- ugt er gott. Það verður að ríkja jafhvægi.“ — Hvað er fjölskylda í þínum huga? „Fjölskylda er bæði áþreifanlegt og and- legt fyrirbæri. Hið áþreifanlega eru venju- lega faðir, móðir og börn, en í hinu and- lega felst sambandið innan fjölskyldunnar og ættarinnar og milii allra ættingja þarf að ríkja gott samband. Þar ætti að ríkja vinátta og væntumþykja en ekki fjandskapur, en það þarf þó ekki að þýða að allir búi alltaf saman, eins og sums staðar tíðkast í Aust- urlöndum!" Samráðgun mikilvæg tækni I samskiptum — Ég tók eftir því að þér varð tíðrætt um „samráðgun" á fyrirlestrinum. Hvað er það? „Samráðgun eins og Bahá’ú’lláh lýsir því er afskaplega mikilvæg nú í dag því menn eru orðnir svo miklir einstaklingshyggju- menn. Við getum ekki sameinað skoðanir, tilflnningar og viðhorf svo margra einstaklinga nema með því að beita á- kveðnum aðferðum. Bahá’í-trúin segir að til þess sé aðeins ein leið og það er það sem við köllum samráðgun. Samráðgun felst í því að allir segi skoðanir sínar hrein- skilnislega og óhikað — og á því eiga þeir ótvíræðan rétt. Þannig er málið lagt fyrir á vissan hátt eins og myndbrot, og síðan má oft raða saman allri myndinni þegar málið er rætt. Vilji meirihlutans ræður, en stund- um er einhver einn með góða hugmynd sem allir fallast á. Þetta er samráðgun og hún byggist á andlegum viðhorfum, það er, að við eigum að vera opinská, vingjarn- leg, lítillát og elskuleg og að við aðhyll- umst algild sannindi en ekki eigingjörn sjónarmið. Þetta hefur ótrúleg áhrif, en er ákveðin tækni og verður að þjálfast eins og öll önnur tækni. — Geta aðrir en Bahá’í-fólk beitt þessari aðferð? „Svo sannarlega. Bahá’í-fólk hefur út- skýrt þessa aðferð fýrir fjölmörgum og hún reynist mjög vel alls staðar þar sem fólk þarf að hafa mikil samskipti svo sem á vinnustöðum, í félagsskap og alls staðar þar sem þarf að samræma sjónarmið margra. Reglurnar eru þær að allir séu hreinskilnir, allir eiga að segja skoðanir sínar og engum má finnast hann hindraður í því. Önnur regla er að fólk má ekki vísvit- andi særa hvert annað. Þriðja regla er sú að meirihlutinn ræður — þegar meirihlut- inn hefur komist að niðurstöðu þá verða allir að beygja sig undir vilja hans, jafnvel þótt þeir séu á annarri skoðun. í fjórða lagi má alls ekki vera neitt misræmi milli á- kvörðunar og athafnar. Samráðgun er ekki lokið nema hún leiði til einhverra aðgerða og þarna flaska margir. Það er stundum auðveit að fallast á eitthvað í orði, en fara síðan alls ekki eftir því. Þetta krefst mikill- ar þjálfunar, en ber hreint stórkostlegan árangur. Ég hef orðið vitni að dásamlegum atburðum sem ég hefði aldrei trúað að ættu eftir að eiga sér stað fyrir tilstuðlan samráðgunar. Þar koma fram skoðanir og tilfinningar allra og úr því skapast eitthvað nýtt. Við erum öll upprunnin á tímum feðraveldisins, og einkenni þess voru að einn vissi allt og réð öllu. en nú er þessi tími að líða undir lok og allir eiga rétt á skoðunum og eigin gildismati og við þurf- um á nýjum aðferðum að halda. í feðra- veldinu ríkti regla, en nú þurfum við nýtt skipulag sem samræmist lýðræðishugsjón- um. Þó gengur samráðgunin enn lengra en lýðræðið, því þar er ekki til nein andstaða. Andstaðan er eyðileggingarafl." Neikvæðir eiginleikar bera vott um skort — Hvemig getur fólk þjálfað sig í sam- ráðgun? „Það má gera á margan hátt. Ein leiðin er sú að reyna að líta á málin í víðara sam- hengi en áður og vera meðvitaður um annað fólk, ekki aðeins sjálfan sig. Þekking á sjálfum sér, það er á gildismati sínu og skoðunum er einnig afar þýðingarmikil. Aðalatriðið er að reyna að kynnast fólki raunverulega og líta á jákvæðu hliðarnar — það er þýðingarlaust að einblína á nei- kvæðu hliðarnar, því neikvæðir eiginleikar bera vott um skort og það þjónar engum tilgangi að velta sér upp úr því sem ekki er fyrir hendi. Þetta er ákveðið viðhorf, að reyna að verða jákvæðari. Ef maður þjálfar sig á þennan hátt verður maður bjartsýnni og þá gengur allt betur. Vitanlega er einn- ig hægt að þjálfa samráðgunartæknina, sem felst í því að vera opinskár, halda ekki of fast í eigin skoðanir og tilfinningar, vera tilbúinn að bera þær á borð og skoða þær úr vissri fjarlægð. Menn þurfa að líta á og hlusta á það sem aðrir hafa að segja og at- huga hver útkoman verður og reyna síðan að líta á jákvæðustu hliðarnar." — En nú er stundum um illindi og úlfuð að ræða í fjölskyldum. Þarf slíkt ekki að koma upp á yfirborðið? ,Jú vissulega, en Bahá’u’lláh hefur sagt að mikilvægast sé að halda einingunni. Það þýðir ekki endilega að allir þurfi að vera sammála, heldur það, að ef einingin ríkir þrátt fyrir ágreining þá er hægt að leiða mái friðsamlega til lykta. Það felst mikill lækningamáttur í einingunni. Þar sem ekki ríkir eining er engin virðing fýrir öðrum. Fólk nú á dögum er oft annaðhvort mjög háð hvert öðru og því alltaf sammála, eða er í algjörri andstöðu, aldrei sammála. Hvorugt er eining. Eining felst í því að vera eins og manni er eiginiegt, en læra að virða aðra þrátt fýrir mismun, að sjá að hver og einn er einstakur og læra að meta það og leysa álitamál. Fólk getur greint á árum saman en samt lifað í einingu. Mað- urinn minn og ég komum úr afar ólíku umhverfi, en við höfum þjálfað okkur í að leysa ágreining okkar og það hefur gengið vel.“ Ekkert um hjónaskilnaði gefið — Beitir þú þessum aðferðum við þá sem leita til þín til meðferðar? ,Já, en við höldum því ekkert á lofti að við séum Bahá’í-trúar. Ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi rétt á að koma í með- ferð án þess að trúarskoðanir blandist í það, en ef fólk spyr þá segjum við vitan- lega ffá því. Viðhorf mitt er samt sem áður andlegt og á biðstofunni eru bækur um ýmis andleg mál og svo ffamvegis. Við njótum virðingar og margir prestar senda til okkar fólk vegna þess að þeir vita að okkur er ekkert um hjónaskilnaði gefið. Við höfum mikla trú á einingu fjölskyld- unnar og ef fólk er vansælt er það oft vegna þess að það lifir ekki í einingu og hefur ekki lært að ræða sín mál. Við reyn- um að kenna fólki þetta án þess að vísa í Bahá’í-trúna. Fólk sigrast oft á erfiðleik- um sínum með þessum hætti og við telj- um ekki að skilnaður sé rétta leiðin." 12 VIKAN 21.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.